Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 126

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013126 Um sKilnaÐi og stJúptengsl líður en jafnframt bent á að börnum sé eðlilegra að sýna líðan sína með hegðun. Í lok kaflans er sýnd tafla sem lýsir þroskastigum stjúpfjölskyldunnar (bls. 157) þar sem lýst er fimm stigum sem fjölskyldan fer í gegnum og einnig eru dæmi um viðbrögð á hverju stigi. Að þekkja stigin getur verið gagnlegt og auðveldað stjúpfjölskyldum að komast í gegnum erfið tímabil. Í áttunda kafla, Hlutverk stjúpforeldra – Barnapía, frænka, frændi eða foreldri?, er fjallað um hlutverk í stjúpfjölskyldum en um þau virðist oft ríkja óvissa. Ef til vill er þetta þýðingarmesti kafli bókarinnar, því að ef fjölskyldumeðlimir þekkja hlutverk sín og eru sáttir og öruggir í þeim fer minna fyrir öðrum vandamálum í fjölskyldunni. Í kafl- anum eru sett fram helstu ágreiningsefni og erfiðleikar sem birtast í stjúpfjölskyldum, þ.e. væntingar og óvissa eða ósamstaða um hlutverk í nýjum samböndum. Bent er á að finna þurfi viðeigandi hlutverk fyrir stjúpforeldri í fjölskyldunni og gera ráð fyrir að hlutverkin geti tekið breytingum og einnig að það tekur tíma, bæði fyrir fullorðna og börn, að finna hlutverk. Gott samkomulag um umgengni auðveldar skilgreiningu á hlutverki. Óræddar væntingar hafa áhrif á heimilislífið og óvissa um hlutverk hefur áhrif bæði á börn og fullorðna. Góð leið til að vinna með þessi mál er að halda „fjöl- skyldufundi“ eða „heimilisfundi “ og gefur Valgerður góð ráð í þá átt (bls. 163–164). Loks er fjallað um aga og mikilvægi þess að stjúpforeldri beri ábyrgð á samskiptum við barnið, að virða mörk þess og gefa tíma. Góð ráð um beitingu aga eru sett fram á bls. 179 og eru enn eitt dæmið um hagnýtt gildi bókarinnar. Níundi kaflinn, Hver borgar hvað fyrir hvern?, er mjög hagnýtur kafli og jafnframt mikilvægur þar sem fjármál koma oft af stað miklum deilum. Í kaflanum eru mikil- vægar upplýsingar um erfðamál, fjárhagslega þátttöku stjúpforeldra með forsjá, mikilvægi lögheimilis og fleira. Einnig bendir Valgerður á að átök um peninga séu oft ekki vegna skorts heldur ráðstöfunar þeirra. Þá er einnig sýnt fram á tengingu fjármuna og hollustu og að skipting fjármuna milli fjölskyldumeðlima geti verið vís- bending um það hvert hollustan beinist í fjölskyldunni. Þarna er, eins og fyrr, brýnt að samskipti séu opin og varað er við að fela útgjöld og láta maka til dæmis ekki vita af peningagjöfum. Tíundi og síðasti kafli bókarinnar, Hátíðir í stjúpfjölskyldum, fjallar um mjög áþreifan- leg málefni. Hverjir í fjölskyldunni eiga að gefa hverjum gjafir? Í hvaða boð á að fara? Fjallað er um eignarétt barna og vísað til umboðsmanns barna og erinda sem honum hafa borist. Þó kaflinn sé aðeins fimm blaðsíður tekur hann á mjög mikilvægu máli sem veldur álagi í stjúpfjölskyldum. niÐUrlag Með bókinni Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl bætist við ný og áhugaverð þekking í fyrsta heildstæða verkinu um stjúptengsl á íslensku. Höfundurinn hefur mikla reynslu af málefnum stjúpfjölskyldna og ber bókin vitni um það. Framsetning efnis er aðgengileg; Valgerður setur fram hagnýta umræðupunkta, spurningar og gátlista á skiljanlegu máli og allt hefur þetta að markmiði að stuðla að góðri foreldra- samvinnu og hjálpa fólki að finna nýjar leiðir til að takast á við fjölskyldulífið á upp-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.