Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 169

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 169
AðþýSa söng Irska skáldið John Millington Synge (1871—1909) á að hafa sagt að þýðing sé ekki þýðing nema hún skili söngnum í kvæði ásamt með orðun- um.5 En hvað er söngur í kvæði? Það er ekki einfalt mál. Ég get ekki nema drepið á smámuni. §3 Bragur og hrynjandi Þegar James Joyce (1882-1941) var einhverju sinni sagt frá því að skáldsaga hans Finnegans Wake þætti óskiljanleg sagði hann: „En hún er öll svo ein- föld. Ef eitthvað vefst fyrir manni þá er bara að lesa það upphátt.“6 Hvað sem þessu líður um Finnegans Wake þá er víst að ljóð eru til að farið sé með þau. Þau eru til að vera lesin upphátt, eða að minnsta kosti í hálfum hljóð- um. Þetta sýnir meðal annars hvað öll bragfræði nær skammt. Hún lýsir hrynjandi máls með því að tilgreina bragliði. Vissulega fellur bundið mál í bragliði. En það lætur enginn heilvita maður bragliði heyrast þegar hann fer með kveðskap. Að réttu lagi eru bragliðir eins og taktur í tónlist. Og taktur er oftast til þess að við finnum fyrir honum, en ekki til hins að við heyrum hann. Við heyrum allt annað en úm-pa-pa. Ef einhver vildi lýsa hrynjandi bundins máls með kerfisbundnum hætti er táknmál bragfræðinnar allt of frumstætt tæki til þess. Það er ekkert nema úm-pa-pa. Fágaðra tæki væri nótnaskrift. Það væri mjög lærdóms- ríkt fyrir bragfræðinga að hyggja að því hvernig tónskáld hafa látið sams konar ljóðlínur hrynja með margvíslegasta hætti. Bezta dæmið sem ég þekki um þetta er söngvasafn Hugos Wolf, til dæmis ítalska Ijóðabókin (Italienisches Liederbuch). Þar eru tónsett 46 ítölsk þjóðkvæði, í þýzkum þýðingum eftir Paul Heyse, og öll með næstum sama óbrotna bragarhætti. Það er svo galdri líkast hvernig Wolf lætur hverja línu í safninu hrynja með sínum sérkennilega hætti. Og ég er aðeins að tala um hrynjandina. Ekki um laglínuna og hvað þá um hljómsetningu hennar eða annan tilbreyd- leika. Slíka hrynjandi verður hver ljóðaþýðandi að hafa í huga. Eða á til- fmningunni sem er ugglaust ennþá betra. §4 Einfaldleiki, tónn og lag Nú vildi ég mega ganga lengra og leita eftir ofurlitlum hliðstæðum í kveð- skap við lag og hljóm í tónlist. Því söngur í kvæði er fjarri því að vera bara 5 „A translation is no translation unless it will give you the music of a poem along with the words.“ The Aran Islands, 1907. Hér haft eftir Peter Kemp: The Oxford Dictionary ofLiterary Qiiotations, Oxford University Press, Oxford 1997, 249. 6 Richard Ellmann: James Joyce, Oxford University Press, Oxford 1982, 590. „It is all so simple. If anyone doesn’t understand a passage, all he need do is read it aloud.“ á .IFJœýfáiá - Menninga(r)miðlun i' ljóði og verki 167
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.