Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 12

Félagsbréf - 01.03.1960, Síða 12
í AMMAN Amman í dalnum, auðnarperlan, er austurlenzk nýtízkuborg. Brenndur af sál hinnar sýrlenzku auðnar ég sezt við Hússeinstorg. Á torginu liggur limlestur hundur, loftið sker ýlfrandi vein. Með brotnar lendar og blóðuga fætur ber hann höfði við stein. Langdregin kvein hans glymja og gjalla um glóandi stéttar og þil. Menn vafra um torgið verzla og spjalla þótt vart heyrist orðaskil. Ég ræðst inn í búð, sé rösklegan mann og rétti honum silfurdal: Fáið dugandi menn til að drepa rakkann hve dýrt, sem það vera skal. Mangarinn berar bjartar tennur, brosir með þýðri lund: Því miður, herra, þekkir hér enginn þennan sérstaka hund. Ég heyrði kvein hans hvar sem ég fór, ég heyrði það fram á nótt. Og enn í dag, jafnvel heima hér hefur það að mér sótt.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.