Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 32

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 32
32 SKAGFIRÐINGABÓK nútímalegri sjónarmið en áður höfðu verið í forystu útvarpsráðs. Átti hann eftir að vera formaður ráðsins manna lengst. Benedikt var mikill áhuga- maður um sjónvarp og hélt því máli vakandi, en áratugur leið þar til íslenskt sjónvarp hóf starfsemi sína. Andrés fylgdist vel með þeim málum. Árið 1956 bauð bandaríska utanríkis- ráðuneytið honum á námskeið í út- varps- og sjónvarpsfræðum við há- skólann í Boston. Var hann þar sex mánuði og þótti dvölin afar lærdóms- rík. Mun Andrés hafa verið fyrstur Íslendinga sem kynnti sér þessi mál á akademískum grunni (Helgarpósturinn 9. janúar 1981). Aldrei hugsaði hann sér að vinna við sjónvarp, enda fyrst og fremst maður orðsins, en þetta nám- skeið kom honum vel síðar þegar hann var orðinn útvarpsstjóri á bernskuárum íslenska sjónvarpsins. Annars var starf Andrésar sem fyrr að afla efnis í dagskrána, sjá um bók- menntaþætti, samantekt og flutning efnis. Meðal annars annaðist hann út- varps sögurnar. Sjálfur las hann Sturlu í Vogum eftir Guðmund Gíslason Hagalín 1953. Um Hagalín flutti Andr és erindi á sextugsafmæli hans sem prentað var (Félagsbréf AB, 1958). Annar starfsmaður, Þorsteinn Ö. Steph ensen, las Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson árið 1958. Þeir Hall- dór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson lásu eigin skáldsögur á þessum árum, auk ýmissa fleiri höfunda og þýðenda. Einnig voru lesnar spennusögur og af þeim er einkum í minnum höfð sagan Hver er Gregory? sem Gunnar G. Schram las 1955. Eftir 1950 var tekið að nota segul- bönd og gerbreytti það aðstöðu til út- varpsvinnu svo segja má að dagskrár- gerð í nútímaskilningi gæti þá fyrst hafist. Af þáttagerðarmönnum á sjötta áratugnum má nefna þá Björn Th. Björnsson og Gest Þorgrímsson sem sáu um þáttinn Um helgina. Sveinn Ásgeirsson stjórnaði vinsælum spurn- ingaþáttum og eftir 1960 komu skemmti þættir Svavars Gests, svo að það helsta sé talið. Leikrit voru jafnan vinsælt efni. Laugardagsleikritin sem fjölskyldan hlustaði á saman víða á heimilum voru í umsjá Þorsteins Ö. Stephensens, sem sjálfur var afburðagóður útvarps- leikari. Þorsteinn taldi sér ekki fært að hafa framhaldsleikrit á sinni könnu þegar þau komu til og voru þau því flutt á vegum dagskrárstjórans. Þar má nefna framhaldsleikrit Agnars Þórðarsonar, Víxlar með afföllum, 1958 og „leiksögu“ Agnars, Ekið fyrir stapann, 1960. Nýleg íslensk skáld- saga, Sjötíu og níu af stöðinni eftir Indr iða G. Þorsteinsson, var flutt í leikgerð Gísla Halldórssonar 1958. Oft voru á dagskrá framhaldsleikrit byggð á klass ískum sögum, þar á meðal á sögum Dickens og Önnu Kar- eninu eftir Tolstoj, en þau þýddi Ás- laug Árnadóttir. Andrés þýddi sjálf ur Til leigu úr Forsytesögu Galsworthys. Einnig er að nefna skemmtileikrit sem Flosi Ólafsson stjórnaði, eins og Um- hverfis jörðina á áttatíu dögum eftir Jules Verne 1959. Allt þetta hlýddi fólk á með athygli fyrir daga sjónvarps- ins. Hér hafa verið nefnd fáein dæmi af dagskrá útvarpsins sem Andrés Björns- son fjallaði um á þessum árum og þá staldrað við bókmenntaflutning af því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.