Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 35

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 35
35 ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI Andr és Björnsson að ljúka þýðing- unni. Það var engin smáræðis áskorun að taka við verki eins og þessu. En Andr és gerði það og leysti vel af hend i. Um það má vitna til ritdóms Ólafs Jónssonar um þýðinguna. Hann var kröfuharður gagnrýnandi og vel kunn- ugur verkum Hamsuns. Hann segir í dómi sínum á þessa leið: … virðist einsætt að Andrés hefur unnið verk sitt af dæmafárri natni og trúverðugri vandvirkni, enda verða tæplega séð skilin hvar verki annars þýðandans sleppir og hins tekur við. Og þótt lengi megi deila um beztu þýðingu einstakra orða og setninga er mest um hitt vert að í heild hefur þýðingin mjög heillegan stílblæ, íslenzkan og hamsúnskan í senn og sver sig þannig í ætt við hinar fyrri þýðingar Jóns frá Kaldaðarnesi. … Í heild ber þessa þýðingu hátt yfir obb- ann af þeim þýðingum sem berast á íslenzkan bókamarkað og kemur þar enginn samjöfnuður til greina. … Mér virðist Andrés Björnsson hafa skilizt við verk sitt með miklum sóma; það mundi á fárra færi að taka við og skila í höfn með þeim hætti sem hér er gert verki annars eins ritlistarmanns og Jóns frá Kaldaðar- nesi. (Tíminn 16. janúar 1963). Ólafur Jónsson nefnir nokkrar sögur Hamsuns sem æskilegt væri að þýða og eru þær allar komnar á íslensku þeg ar þetta er ritað þótt það tæki meir a en fjóra áratugi. Beint liggur við, segir Ólafur, að þýða framhald Benonís, Rósu. Andrés þýddi þá sögu, en reyndar ekki fyrr en tæpum aldar- fjórðungi síðar, í framhaldi af nýrri útgáfu á Benoní hjá Almenna bóka- félaginu. Þýðing Andrésar á Rósu kom út hjá sama forlagi 1986. Síðasta þýðing hans var útvarpsleikgerð af sögu Hamsuns, Sveimhugar (Sværm- ere), en sagan kom út löngu síðar í þýðingu Jóns Kalmans Stefánssonar undir nafn inu Loftskeytamaðurinn. VII Árið 1957 mun Andrés Björnsson síðast hafa birt eigin skáldskap á prent i, í safnritinu Skagfirzkum ljóðum. Þar stendur fremst ljóðið Að lifa, um daginn sem mótar einstaklinginn og ræður örlögum hans. Það endar á þess u erindi: En drottinn hefur gert mér að gera það, sem verst er, að skrifa um sviðann sem það veldur að vera dagsins eldur og lifa. Upp úr 1960 er greinilegt að Andrés fer að hugsa til þess að losna úr eril- sömu starfi hjá Ríkisútvarpinu og sinna meira þeim fræðum sem hann hafði menntað sig í og hafði mestan áhuga á. Enn vildi hann kanna feril Gríms Thomsens og skáldskap sem hann gerði að sérstöku viðfangsefni sínu í háskólanámi. Árið 1963 sótti hann um og fékk ársleyfi frá útvarp- inu, hélt til Kaupmannahafnar með fjölsk yldu sinni og vann þar að rannsóknum á Konungsbókhlöðu. Grímur bjó leng i í Danmörku og komst til metorða í utanríkisþjónust- unni. Gagna um þett a tímabil í ævi skáldsins var einkum að leita í Kaup- mannahöfn og því nauðsynlegt kann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.