Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 122

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 122
SKAGFIRÐINGABÓK lestrar og var hann sammála Ólafi Hauki um útgáfu ljóðanna. Við fórum með handritið til Hafsteins Guð­ mundssonar hjá bókaútgáfunni Þjóð­ sögu. Hann tók okkur mjög vel. Síðan hafði hann samband við mig að tveimur dögum liðnum og samþykkti að gefa bókin út gegn því skilyrði að ég keypti 200 eintök af henni sem ég samþykkti. Hafsteinn var mikill fag­ maður og fagurkeri um útlit og frá­ gang bóka og ber bók móður minnar þess glöggt vitni að þar fór listamaður höndum um bókina. Flutt til Keflavíkur Eftir að þau mamma og pabbi slitu samvistum 1950 fór hún æðimargar ferðir suður með sjó að starfa þar við fiskvinnslu. Árið 1961 fluttist hún til Keflavíkur, keypti sér þar fljótlega íbúð og vann fyrstu árin í frystihúsi, en réðist síðan til afgreiðslustarfa í kjörbúð Kaupfélagsins í Keflavík. Leið henni þar mjög vel og átti hún þar trúlega sín bestu ár. Mamma var vel í meðallagi hávaxin, hún var vel vaxin og grönn fram eftir aldri en gildnaði nokkuð þegar hún var komin yfir miðjan aldur. Hún var með mikið, þykkt og dökkt hár, dökkgrá augu, var sviphrein og bar sig vel. Systkinahópurinn Haukur Frímann Við systkinin vorum sex talsins. Elst­ ur var Haukur Frímann. Hann fædd­ ist á Sauðárkróki 20. janúar 1931. Hann var settur í fóstur á Skagaströnd en kom heim til okkar 8–9 ára gamall. Haukur var kjarkmikill strákur og hafði gaman af alls konar aflraunum. Hann var dökkur yfirlitum og bar svipmót beggja foreldra sinna. Hann fór ætíð mjög vel með fé og því átti hann jafnan nóg fyrir sig. Ég er ekki að halda því fram að hann hafi verið nískur, en aðhaldssamur. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Um fermingu fór hann að vinna hjá Steindóri Jóns­ syni við ýmis störf, svo sem að saga rekavið, sem Steindór keypti utan af Skaga og eins austan fjarðar, og við ýmis önnur störf. Hann komst svo að hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skag­ firðinga og tveim – þrem árum seinna fór hann í mjólkurfræðinám til Þránd­ heims í Noregi og brautskráðist þaðan sem mjólkurfræðingur 1955. Réðst hann þá til Mjólkursamlags K.S. sem ostagerðarmeistari og vann til margra verðlauna í ostagerðarlistinni. Hann kvæntist Sigurlaugu Steingrímsdótt­ ur frá Hvammi í Vatnsdal og eiga þau þrjú börn. Þau eru Steingrímur, Sig­ rún og Theódóra. Um tíma fluttust þau til Kópavogs og fór hann að vinna hjá sælgætisgerðinni Víkingi og var þar í ein þrjú ár. Fluttist hann aftur norður á Sauðárkrók og fór að vinna hjá Mjólkursamlagi K.S. og lauk þar starfsævi sinni rétt fyrir sjötugt. Flutti hann þá suður í Garðabæ, keypti sér íbúð í blokk í Nónhæð 2 og bjó þar til dauðadags, 13 júní 2011. Óskar Sveinbjörn Næstur í aldursröð var Óskar Svein­ björn. Hann fæddist á Skagaströnd 3. mars 1932. Hann var bráðger og hraustur strákur, mjög kjarkaður og gerði sér til dæmis það að leik þegar 122
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.