Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 137

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 137
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI fyrir þegar Halldóra Friðbjörnsdóttir var að skvetta úr skólpfötu út fyrir varnargarðinn að þeir skutu í þeirri andrá og fór skotið í fötuna. Sögðu gárungarnir að skotið hefði farið í gegnum fötuna og buna staðið út úr báðum megin, og víst er að það kom gat á fötuna. Lilli Hamars fór suður á Keflavíkurflugvöll um tvítugt og var þar hliðvörður í lögreglunni í tugi ára. Jón frá Hamri dó þegar fjölskyldan átti heima í Höepfner. Hann féll niður á ganginum. Þeir komu þar að honum Lilli og Hebbi og báru hann inn í stof u. Það er kallað á Torfa lækni, sem úrskurðaði hann látinn. Halldóra Friðbjörnsdóttir og fjölskylda Uppi á lofti í miðju húsinu átti Hall­ dóra Friðbjörnsdóttir heima. Hún var fremur lítil en hnellin kona. Hún varð fyrir þeirri raun að missa son sinn í mannskaðaveðrinu mikla 14. desem­ ber 1935. Hann var elstur barna henn­ ar, hét Margeir Benediktsson og var háseti á vélbátnum Nirði sem fórst í þessu veðri. Halldóra var skapmikill og lét engan eiga neitt hjá sér. Ég man að þegar ég var að alast upp í Höepfn­ er fór ég æðioft upp á loft til Halldóru og spilaði við hana, en hún hafði mjög gaman af því að spila vist. Halldóra var í Höepfner með tvo syni sína, þá Sigurjón Björnsson og Alexander Róbert Jónsson. Sigurjón var afskaplega prúður og vel gefinn strákur. Hann var einn örfárra sem fór til mennta úr okkar hópi. Til dæmis var enginn stúdent úr mínum ferm­ ing arhópi en við vorum 32 sem fermd­ umst saman. Sigurjón brautskráðist sem stúdent frá M.A. á Akureyri 1949, fór síðan til Frakklands í fram­ haldsnám og útskrifaðist þaðan sem sálfræðingur. Alli bróðir hans var prýðispiltur, vel hraustur og fylginn sér. Hann var góður í fótbolta og spilaði ætíð sem bakvörður. Strákarnir sögðu einu sinni við Halldóru mömmu þeirra að það væru ljótar sögur um hann Sigurjón son hennar, hann væri alltaf með stelpur niðri í beitningaskúrum og hún vissi hvað það þýddi. Þá svaraði hún að þess u lygju þeir upp á hann Sigurjón „en Alexander, þar brýt ég í blað,“ eins og hún sagði. Einu sinni varð hún húsnæðislaus og fór til þeirra í hrepps­ nefndinni og bað þá að útvega sér húnæði. Eitt hvað dróst að þeir fyndu henni sama stað. Tók hún þá allt sitt hafurtask, fór með það niður á malar­ kamb, lét vekjara klukkuna upp á bing­ inn og tilkynnti þeim að væru þeir ekki búnir að útvega sér húsnæði fyrir klukkan þrjú gengi hún í sjóinn. Já, það var skap í þeirri gömlu. Það rætt­ ist úr vandræðum hennar þennan dag. Lárus Runólfsson og fjölskylda Lárus Runólfsson, eða Lalli Runka, og kona hans (Þuríður) Ellen Guðlaugs­ dóttir, áttu fimm börn. Lárus var kempulegur maður, harðduglegur og mikill sjósóknari. Faðir hans var Run­ ólfur Jónsson predikari. Hann var á fyrri árum annálaður sjómaður fyrir dugnað og mikill aflamaður. Á efri árum ævinnar varð hann ofsatrúarmað­ ur, predikaði æði oft á lóðinni fyrir framan gamla barnaskólann, vand aði þá ekki kveðjurnar til sam borg aranna og sagði þeim að þeir færu allir til helvítis. Lárus sonur hans var ekkert 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.