Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 184

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 184
SKAGFIRÐINGABÓK að beita tönn vélarinnar og herfa með henni. Námskeið þetta stóð í tvær vik ur. [29] Eitt sinn voru Friðrik Sigurðsson og Valgarð Björnsson með vélina og unnu þá m.a. við að lækka háan mel austan við Gálgabrúna, sem snjó skóf af. [20] Þeir Frið rik og Valgarður urðu seinna starfsmenn á verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga, sem ann­ aðist viðhald á vélum Ræktunarsam­ bands Skagafjarðar, og unnu þeir við það um áratuga skeið. Kristján Han­ sen stofnaði fyrirtækið Kristján og Jóhannes, með bróður sínum Jóhannes i, og önnuðust þeir vöruflutn inga á mill i Sauðárkróks og Reykjavíkur um fjölda ára. Sumarið 1947 Þetta sumar var ýtan gerð út í umferð­ ar vinnu hjá bændum. Með henni unnu þeir Maron Pétursson og Kjartan Haraldsson frá Unastöðum. Kjartan var fæddur 18. september árið 1928 og lést 22. október 1975, sonur Har­ ald ar Jóhannessonar og Önnu Bergs­ dóttur, sem bjuggu á Unastöðum og síðar á Bakka í Viðvíkursveit. [17] Kjartan ók um tíma mjólkurbíl, en síðar vörubíl og var búsettur á Sauðárkróki. Þetta sumar var unnið í Viðvíkur­ sveit, Óslandshlíð og Deildardal, mest við jarðvinnslu og eitthvað við vega­ gerð. Þá hafði fengist fjárveiting úr Sýsluvegasjóði til að laga veginn fram að Unastöðum og var þá gert bílfært þangað. Björn Sverrisson man vel eftir þeim Kjartani og Maroni við vinnu með vél inni í Viðvík sumarið 1947. Þá var túninu bylt neðan við bæinn og utan og neðan við kirkjuna, og sléttað yfir leiði Þuríðar fóstru Þorbjörns önguls Þórðarsonar, sem var norður af kirkjunni og neðan við gamla bæjar­ hólinn, sem nú er horfinn. Stór steinn var á leiðinu, sem settur var í grjóthrúgu norðaustan við kirkjuna. Frá því verki ók Maron Pétursson ýtunni upp á bæjarhlaðið og fór hún þá út af hægra beltinu. Þetta þótti ekki einleikið, þar sem vélinni var ekið beint upp brekkuna og hallaðist ekkert. Þar af leiðandi gerðu menn því skóna að Þuríður gamla væri ekki sátt við að steinninn skyldi færður, og hefð i verið að láta vita af því. Þorbjörn öngull bjó í Viðvík og var mikill óeirðamaður. Hann var sagður sonar­ sonur Hjalta Þórðarsonar landnáms­ manns í Hjaltadal. [8] Af Hauki og Kjartani 1948 Sumarið 1948 unnu Haukur Pálsson á Röðli og Kjartan Haraldsson með vél­ inni. Haukur er fæddur 29. ágúst 1929 í Sauðanesi á Ásum og uppalinn þar. Faðir hans dó 1932 og þá tók Gísl i bróðir hans við búrekstri. Móðir þeirra, Sesselía Þórðardóttir, andaðist 1942 og eftir það bjó Haukur með Gísla til hausts 1946, en þá fór hann í Bændaskólann á Hólum. Sumarið 1947 vann hann við skólabúið og vet­ ur inn eftir var hann í skólanum og lauk búfræðiprófi vorið 1948. Kristján Karlsson skólastjóri réði þá félaga, enda rak skólabúið ýtuna, en Ólaf­ ur Jónsson ráðunautur Búnaðarsam­ bandsins skipulagði vinnu hennar eins og árið áður. Skólasveinum var kennt lítil lega á jarðýtuna og Maron Péturs­ 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.