Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 7
RITSTJÓRASPJALL Valgerður Katrín Jónsdóttir I b Ritstjóraspjall Að þessu sinni hafa orðið umtalsverðar útlits- breytingar á Tímariti hjúkrunarfræðinga eins og lesendur sjá. Sífellt bætast einnig við fastir pistlar. I þessu tölublaði fáum við fréttir af starfi hjúkrunarfræðinga í útlöndum en Áslaug Arnoldsdóttir skrifar um störf sín í Eþíópíu og við fáum væntanlega fleiri slíka pistla senda á næstunni. í þessu tölublaði er einnig kynning á Elsu B. Friðfinnsdóttur, sem gefur kost á sér í formannssæti Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, umfjöllun um kjarasamninga og sagt frá Karitas sem átti 10 ára afmæli í október og í tilefni þess er rætt við Hrund Helgadóttur en hún er ein þeirra sem unn- ið hafa þar frá upphafi. Karitas varð til úr Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins og við ræðum við tvo starfsmenn þar, þau Helga Benediktsson og Guðrúnu Einarsdóttur um hjúkrun í heimahúsum. Þóra Jenný Gunnarsdóttur ritar fjórðu grein sína um sértæka meðferð í hjúkrun, hér fjallar hún um ilmolíumeðferð. Onn- ur fræðigrein er eftir Margréti Pálsdóttur og Gísla Vigfússon og fjallar hún um hitatap í svæfingu og Lovísa Baldursdóttir skrifar um mistök innan heilbrigðisþjónustunnar. Og ekki má gleyma veglegum orlofsbæklingi sem er nú sjálfstæður hluti af blaðinu! i * Það er flestum áfall að greinast með krabba- mein þó batahorfur séu mun betri nú en fyrir nokkrum árum. Sumir segja að krabbameins- fræðslan hafi tekið við að krabbameinshræðsl- unni og víst er að fólk er mun upplýstara en áður um hvernig best er að varðveita heilsu sína. Hitt er svo annað að það reynist mörgum erfitt að fara eftir þeim ráðleggingum og jafnvel þó svo fólk reyni að varðveita heilsuna er því þannig háttað í þessu lífi að við getum ekki alltaf stjórnað því sem fyrir okkur kemur, það eina sem við ráðum yfir eru viðbrögð okkar við þeim atburðum eða áföllum sem á okkur dynja. Sigþrúður Ingimundardóttir, sem á sæti í rit- nefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga, er ein þeirra sem hefur greinst með brjóstakrabba, ekki einu sinni heldur tvisvar, og hún segir sögu sína af því að takast á við það sem hún nefnir þroskaverkefni og hvernig það er fyrir hjúkrunarfræðing að vera kominn hinum meg- in við borðið eða meðal sjúklinganna. Ymis við- horf breytast við það og afstaða sjúklingsins skiptir miklu máli varðandi batahorfur ekki síð- ur en sú meðferð sem honum stendur til boða. Tvær konur aðrar, þær Steinunn Friðriksdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir sem eru í forsvari fyr- ir Styrk og Kraft, stuðningshópa sjúklinga og aðstandenda þeirra, segja einnig frá baráttu sinni við þennan vágest og því mikilvæga starfi sem unnið er á vegum þessara félaga. Valgerður Katrín Jónsdóttir valgerdur@hjukrun.is Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.