Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 9
FRÆÐIGREIN Hitatap í svæfingu 1988). Líkamshitinn lækkar um 1-2°C, mest fyrsta klukkutímann, við það að hiti tapast frá kjarna út á yfirborð og svo út í umhverfið (Sessler, 2000 og Cheney, 1997). Flest svæf- ingar- og staðdeyfilyf auka síðan á vandann með því að valda útvíkkun í smáæðakerfinu og frekara hitatap úr kjarnanum á sér stað (Robin- son, Ebert og O'Brien 1997). Svæfingarlyf, gefin í æð, eða innöndunarlyf svo og verkjalyf geta breytt hitaþröskuldi (inter- threshold range) í miðtaugakerfi allt að 20 falt (0,2°C í 4°C) og breytt svörun líkamans við svitamyndun, æðasamdrætti og vöðvaskjálfta (Sessler, 2000). Þessi breyting á hitaþröskuidi er meiri við hitabreytingu niður á við en upp á við. Staðdeyfilyf hafa svipuð áhrif og valda auk þess æðaútvíkkun og tapi á hita frá kjarna út að yfirborði líkamans (Sessler o.fl., 1988). Um 80 % allra breytinga á hita eru numdar í kjarna, því gefa kjarnahitamælingar mikilvægar upplýs- ingar um líkamshita sjúldings í svæfingu. Kjarnahiti er mældur þar sem blóðflæði um vefi er mikið og eru viðurkenndir staðir við hljóðhimnu í lungnaslagæð, neðri hluta vélinda eða í nefi (Sessler, 2000 og Bowen, 2001). Sýnt hefur verið fram á mismunandi næmi sjúklinga fyrir hitatapi í aðgerðum. Þannig eiga yngri einstaklingar og börn auðveldara með að bregðast við kuldaáreiti við isóflúran og halóthansvæfingu en eldra fólk (VassiIieffo.fi., 1995, og Mestyan o.fl., 1964). Þess ber hins vegar að geta að vegna hlutfallslega stórs yfir- borðs, vatnsmagns og hraðari efnaskipta í líkamanum er smábörnum hættara við hitatapi í aðgerðum og því sérstakra ráðstafana þörf til að koma í veg fyrir það í svæfingu. Að sama skapi verður að gæta varúðar í sambandi við ofhitun. Þannig getur hitameðferð með hitablásara^orðið allt að tíu sinnum árangursríkari en hjá fullorðnum (Sessler, 2000). Aldraðir eru viðkvæmari fyrir hitatapi í köldu umhverfi vegna þess að grunnefnaskipti eru hægari, einnig hefur dregið úr hæfni ósjálfráða taugakerfisins sem stjórnar æða- samdrætti (Sheridan, 2001, og Bause, 1990). Bent hefur verið á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða á deildum hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir hitatapi í svæfingu og aðgerð (Ann- ette og Dina, 1999 og Brenthal, 1999). Hitatap við svæfingar og aðgerðir verður með ýmsum hætti. Helstu þættir, sem þar ráða ferðinni, eru leiðni (conduc- tion), hitastreymi (convection), útgeislun (radiation) og uppgufun (evaporation). Tegund og tímalengd aðgerðar, svæfingar- og deyfingarað- ferð svo og aldur sjúklings hafa áhrif á hitatapið. Bent hefur verið á að algengasta hitatap sjúklings á skurðstofu er með leiðni (Brenthal, 1999, og Bowen, 2001). Ef hitastigið er hins vegar 21°C til 24°C og því haldið stöðugu er talið að um þriðjungur fullorðinna sjúklinga haldi óbreyttum kjarnahita í aðgerð (Bowen, 2001). Hitatap í svæfingu og aðgerð getur haft margháttaða fylgi- Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 7

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.