Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 11
FRÆÐIGREIN Hitatap í svæfingu V i kvilla í för með sér. Lækkun á kjarnahita um eina til tvær gráður á celsíus eykur mjög á súr- efnisþörf vegna vöðvaskjálfta og aukinna efna- skipta. Fyrir utan það að vera óþægileg reynsla fyrir sjúklinginn eykst mjög hætta á hjartaöng og slegilóreglu, sérstaklega hjá sjúklingum sem fengið hafa hjarta- og æðasjúkdóma (Frank, Fleisher, Breslow o.fl., 1997). Þessi auknu efna- skipti auka tímabundið á hið neikvæða köfnun- arefnisjafnvægi sem sjúklingar fara í tímabundið eftir aðgerðir. Það getur síðan haft óæskileg á- hrif á gróanda í sárum. Hitalækkun um 2°C hef- ur óæskileg áhrif á blóðflögur, dregur úr virkni storku- og ónæmiskerfis og þetta getur leitt til aukinnar sýkingar- og blæðingarhættu í og eftir aðgerð (Kurz, Sessler og Lenhardt, 1996; Schmied, Kurz og Sessler, 1996, og Michelson, MacGregor, Barnard o.fl., 1994). Seigja blóðs eykst í kulda, það dregur úr flæði þess um vefi og getur valdið súrefnisskorti (Gavaghan, 1998). Kaldir sjúklingar dvelja líka lengur á vöknun og er það ókostur (Lenhardt, Marker, Elvine, Goll, Tschernich, Kurz, Sessler, Narzt og Lackner, 1997). I svæfingunni sjálfri leiðir lækkun á kjarnahita til hægara umbrots og útskilnaðar lyfja og það verður til þess að lengri tíma tekur að vekja sjúklinga eftir aðgerðir. Eins og nefnt hefur verið geta öll þessi atriði lengt að óþörfu dvöl sjúklinga á vöknun og deildum vegna fylgi- kvilla, valdið sjúklingunum óþægindum og skaða og aukið á kostnað í heilbrigðiskerfinu (Kurz o.fl., 1996, og Leslie, Sessler, Bjorksten o.fk, 1995). Því er mikilvægt að vel sé staðið að undirbúningi fyrir svæfingu og aðgerð með þetta að leiðarljósi. Að fylgst sé með kjarnahita sjúklings í aðgerð og allt sé gert til að draga úr hitatapi sjúklings á meðan á svæfingu og aðgerð stendur. Ymsar aðferðir eru til að draga úr hitatapi. Má þar til nefna háan lofthita (sem þó getur verið tvíeggjaður þar sem mikill hiti á aðgerðarstofu eykur álag og óþægindi skurðstofufólks), hita- blásara, hitapoka, ábreiður, heita vökva og svæfingu með lágflæðikerfi, allt dregur þetta mjög úr hitatapi (Sessler, 2000). Með því að hylja nakið húðsvæði með ábreiðum, dauð- hreinsuðum lökum eða einhverju sambærilegu má draga úr leiðni allt að 30 % (Sessler, 2000). Hitablásarar eru virk leið, ekki einungis til að hindra hitatap heldur til að hlýja sjúklingum á meðan á aðgerð stendur (Sessler, 2000; Lindwall, Svensson, Soderstrom og Blomqvist, 1998; Cheney, 1997; Leben og Tryba, 1997, og Giesbrecht, Ducharme og McGuire, 1994). Góðir hitablásarar geta flutt 50W gegnum húðina til líkam- ans. Efniviöur og aöferöir Könnunin fór fram á skurðstofugangi 12 CD Landspítala- háskólasjúkrahúss við Hringbraut á tímabilinu janúar til mars 2001. Markmiðið var að kanna hjá 300 sjúklingum hvort mismun- andi aldur og tegund aðgerðar hefði áhrif á hugsanlegt hita- tap í aðgerð og hvort mismunandi hitunaraðferðum væri beitt hjá þessum hópum til að hindra hitatap. Um var að ræða sjúklinga sem komu til aðgerða bæði á dagvinnutíma og á vöktum. Allir sjúklingar, sem fóru í aðgerð í svæfingu, voru þátttak- endur í könnuninni að frátöldum sjúklingum sem fóru í hjartaaðgerðir. I hjartaaðgerðum getur hitalækkun verið æskileg til þess að draga úr efnaskiptum hjá sjúklingum á meðan á aðgerð stendur. Hiti var mældur á skurðstofum með stafrænum hitamælum sem hafðir voru á svipuðum stað inni á stofunum. Réttur hiti mæla var staðfestur reglu- lega með kvikasilfursmæli. Lofthiti á skurðstofu var skráður í byrjun og lok svæfingar. Kjarnahiti sjúklinga var mældur samkvæmt stöðluðum reglum í nefholi eða vélinda með fjölnotahitalegg. I fáeinum tilfellum var hiti einnig mældur í endaþarmi. Kjarnahiti sjúklings var skráður í byrjun svæfingar, byrjun aðgerðar og í lok aðgerðar. Aldur, þyngd og kyn sjúklings svo og tegund aðgerðar og svæfingar var skráð. Við skráningu kom fram notkun hitatapshindrandi/hitahækkandi aðferða, notkun vökva- og blóðhluta. Sjúklingum var skip í tvo hópa, annars vegar samkvæmt aldri (hópur A) og hins vegar eftir tegund aðgerðar (opnar holrýmisaðgerðir og aðrar aðgerðir (hópur B)). Hópi A var skipt í fjóra aldurshópa: hópur 1 frá fæðingu til 1 árs aldurs, hóp 2 frá 1 árs aldri til 10 ára aldurs, hóp 3 frá 10 ára aldri til 67 ára aldurs og hóp 4 eldri en 67 ára. Hópi B (sömu sjúklingar og í hópi A, en án tillits til aldurs) var skipt í opnar eða lokaðar holrýmisaðgerðir. Ofangreint verkefni var kynnt á skurð- og svæfingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut og tóku svæf- ingarhjúkrunarfræðingar þar að sér að skrá mælingar og færa inn á svæfingarskýrslu viðkomandi sjúklings. Niðurstöður mælinga voru síðan færðar inn í töflureikni til úrvinnslu. Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.