Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 14
Sigþrúður Ingimundardóttir Vorkæla „Brjóstið var tekið“ segi ég. „Já, það var tekið” er mér svarað. „Það er gott fyrst svo fór,“ segi ég og lít í kring- um mig. Þarna sat maðurinn minn við rúm- stokkinn. „Þú ert vöknuð, hjartað mitt,“ segir hann og ég finn hversu sleginn hann er þegar hann faðmar mig að sér. Dalurinn er langur og djúpur, girtur hamraveggjum á báðar hliðar. Fyrir botni hans er langur brattur hjalli að bjargi sem virðist ná upp í sjálfa himinhvelfinguna. Eg er stödd neðar- lega í hlíðinni, vegurinn upp virðist ókleifur. Allt í einu sé ég ljós, himnesk birta flæðir yfir óyfirstíganlegan hamarinn og ég skynja að gangan þangað upp er möguleg. ,Ætlar þú ekki að vakna? Vaknaðu nú, Sigþrúður mín.“ Ég er um það bil að ná toppnum og ætla ekki að gefast upp, tindinum skal ég ná. Og viti menn, allt í einu stend ég á honum böðuð þessu himneska ljósi og ég veit að áfanganum er náð þótt það virtist vonlaust í byrjun. Jafnframt sigurgleð- inni skynja ég verki vinstra megin, engu líkara er en að ég sé í skrúfstykki eða kaðall reyrður utan um mig og ég næ varla andanum. Ég opna augun og skynja í gegnum svæfingarhul- una að ég er á gjörgæslu. Haustið 1986 fór ég í reglubundna skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, eins og á- vallt. Mér þótti gott að ljúka þessu því að fram undan var annasamur vetur hjá mér. Hjúkrun- arskóli íslands, skólinn minn sem ég hafði kennt við í níu ár, hafði brautskráð sína síðustu nemendur og ákveðið var af hálfu menntamála- ráðuneytisins að bjóða kennurum þar á bæ stutta námsleið til að afla sér BS-gráðu í hjúkr- un. Ég hafði gegnt starfi formanns Hjúkrunar- félags Islands um fjögurra ára skeið og var ný- byrjuð mitt annað kjörtímabil. Þetta tækifæri gat ég ekki látið mér úr greipum ganga og sótti um námsleyfi til stjórnar sem ég og fékk. Veturinn leið fljótt og fyrr en varði var komið vor. Eitt sinn er ég stóð frammi fyrir speglinum 12 Tfmarit islenskra hjukrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.