Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 20
Hér með er hleypt af stokkunum nýjum pistli þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar segja frá störfum sínum á erlendum vettvangi. I þessum pistli skrifar Áslaug Arnoldsdóttir frá Eþíópíu. AF ERLENDUM VETTVANGI Aö stökkva yfir dauðar hænur... Bíllinn silast áfram eftir holóttum veginum, ég þakka mín- um sæla fyrir aö hafa fariö í góöan brjóstahaldara. Út um gluggann horfi ég á sólina koma upp yfir rauö fjöllin í fjarska. Eg er á leiö til bæjar í Eþíópíu ásamt kollegum mínum hjá alþjóðadeild Rauöa krossins. Erindi okkar þang- aö er aö vinna í einu stærsta fangelsi landsins. Okkar hlut- verk er aö fylgja eftir pólitískum föngum og sjá hverjar aö- stæöur í fangelsinu eru almennt. Eg ætla aö sjá hvernig heilbrigöiskerfiö innan fangelsisins virkar og vera milliliöur milli fanganna og yfirvalda. Bíllinn keyrir í enn eina holuna, ég blessa brjóstahaldarann, fyrir utan gluggann er sólin komin upp. Við komum að fangelsinu og þurfum að bíða fyrir utan hlið- ið á meðan verðirnir leita á okkur og skoða í töskurnar okk- ar. Kvenvörðurinn, sem leitar í töskunni minni, er mjög vandvirk, opnar meira að segja varalitinn minn. Henni finnst hann flottur og um stund erum við bara tvær konur að tala um snyrtivörur. Leið okkar liggur á skrifstofu fangelsisstjórans þar sem við fáum að heyra frá hans sjónarhóli hvernig daglegt líf í fang- elsinu gengur fyrir sig og hver eru aðalvandamálin sem hann þarf að fást við. „Það eru ormar í drykkjarvatninu, hvað get- ið þið gert til að hjálpa okkur?“ Mér dettur strax í hug lag Megasar, Borðið þér orma, frú Norma, og brosi með sjálfri mér. Akveð að halda þessum hugsunum fyrir mig, er ekki viss um að kollegar mínir kunni að meta texta meistarans. Við ákveðum í samráði við fangelsisstjórann að senda tækni- mann frá Rauða krossinum til að athuga hvað er hægt að gera í sambandi við vatnið. Eftir fundinn förum við inn í sjálft fangelsið sem er eins og lítið þorp. Fangaklefarnir eru opnir 12 tíma á dag og fang- arnir sitja flestallir úti við. Einhverjir leika borðtennis, aðrir bíða eftir að komast að hjá rakaranum og enn aðrir sitja og spjalla. Einhvers staðar frá berst kaffiilmur og okkur er boð- ið upp á bolla. Kaffið er sterkt og sætt, gott veganesti fyrir daginn sem fram undan er. Við byrjum á að skoða hvern krók og kima, sal- erni, eldhús, sturtur, ldefa. Á eftir okkur mynd- ast löng halarófa af forvitnum mönnum, sumir eru hugrakkari en aðrir og rétta fram hendina til að heilsa. Aðrir kalla:„Systir, hvernig hefur þú það í dag ?“ Þeir hlæja þegar ég reyni að svara þeim á þeirra eigin máli. Við komum í klefa sem er notaður fyrir sjúklinga. Á klefa- gólfinu liggur maður sem er ekkert nema skinn og bein. „Þetta er Mitiku, hann er fórnarlamb,“ segir leiðsögumaður okkar. Að vera „fórnar- lamb“ þýðir í Eþíópíu að vera smitaður af al- næmisveirunni. Alnæmi er enn feimnismál f þessu landi þar sem talið er að milljónir séu smitaðar. Það er ljóst að Mitiku á ekki langt eftir og ég fer á skrifstofu fangelsistjórans til að biðja um flutning fyrir hann á sjúkrahús. Hann lætur það eftir mér eftir töluvert stapp. Næst á dagskránni er fundur með nefnd skip- aðri af föngunum sjálfum þar sem farið er yfir stöðu mála. Þeir kvarta líka undan vatninu, láta vel af fangelsisstjóranum, „hann gerir sitt besta," segja þeir. Flestir eru þeir ánægðir með þá heilbrigðisþjónustu sem þeir fá. „Það eru margir með niðurgang núna, vatnið er ekki gott." Eg fer a „heilsugæslustöð“ fangelsisins. „Stöð- in“ er eitt herbergi með skrifborði og stól. Á hillu í einu horninu standa lyfjaglös, mestallt sýklalyf, sum hver útrunnin. „Við höfum ekki nóg af lyfjum til að halda uppi almennilegri þjónustu hér,“ segir kollegi minn á „stöðinni". Hann heitir Gabriel. Starfsheiti hans er „junior nurse" sem þýðir árs þjálfun, oftast í hernum. Þegar herþjónustu lauk fékk hann ekkert að gera nema í fangelsinu. Hann er ótrúlega vel að sér og ber hag fanganna fyrir brjósti. „Áttu 18 Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.