Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 22
Þóra Jenný Gunnarsdóttir Ifmolía Margar minningar fólks eru tengdar viö ilm, hvort sem minningarnar eru góöar eöa slæmar. Ilm er hægt aö nota sem meðferðarform og ilmollumeðferð er beitt innan heilbrigðisgeirans víða um heim til að styðja við aðra meðferð, t.d. til að draga úr kvíða, bæta svefn og auka vellíðan. í þessari grein er fjallað um ilmolíur sem lið í hjúkrunarmeðferð. Saga ilmolía Notkun jurta til lækninga nær aftur um þúsundir ára. Vitað er til að sedrusviðarolía var notuð af Egyptum fyrir 5000 árum. Heimildir eru til um notkun allt að 60 olíutegunda bæði til að gefa ilmvötnum ilm og til lækninga í byrjun 17. aldar. Þá hafði einnig verið margt skráð um virkni jurta og olía í Evr- ópu. Eftir því sem vísindalegri þekkingu fleygði fram viku jurtirnar fyrir tilbúnum efnasamböndum og lyfjum. 1 Frakk- landi hefur notkun olía og ilms haldið velli og ekki að undra þótt flest ilmvötn séu framleidd þar. Maurice Gattefosse, efnafræðingur, var nefndur faðir ilmolíanna því hann rann- sakaði virkni þeirra og lagði grunn að þeirri vísindalegu þekk- ingu sem til er í dag á olíunum (Stevensen, 2001). Sagan seg- ir að hann hafi verið að vinna í rannsóknarstofu sinni þegar sprenging varð sem brenndi á honum annan handlegginn og dýfði hann brenndu hendinni óvart ofan í næstu fötu sem í var lavendilolía (Lavandula angustifolia). Svo vel gréri hönd- in og sársaukinn varð svo lítill að hann ákvað að helga starf sitt því að kanna virkni ilmolía. Margir af sjúklingum hans voru hermenn sem særðust í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra olía, sem hann notaði, voru hlóðberg, kamilla, smári og sítróna til að meðhöndla sár og drep hermannanna. Með auknum lyfjakostnaði, aukaverkunum og ónæmi baktería fyr- ir mörgum sýklalyfjum hefur vaknað áhugi á virkni ilmolía og hvernig hægt er að nota þær í meðferð. Þótt ilmplöntur og Þóra Jenný Gunnarsdóttir er hjúkrunarfraeðingur og hefur nýlokið meistara- námi við Háskólann i Minnesota með áherslu á rannsóknir og sértæk meðferðarform. afurðir þeirra hafi verið notaðar til lækninga og í snyrtivörur í þúsundir ára eru heimildir um eimaðar olíur ekki eldri en um 1000 ára. Olí- urnar koma frá mismunandi stöðum jurtanna, t.d. blómum (rósir), laufum (piparmintu), á- vöxtum (sítrónu), fræjum (fenniku), grösum (sítrónugrasi), rótum (kalmusrót), viði (sedrus- viði) og berki (kanill) (Tisserand og Balacs, 1999). Eftir eimingu eru þær venjulega litlaus- ar eða Ijósgular og hreinar. Olíurnar innihalda blöndu af rúmlega hundrað lífrænum efnum. Ekki verður farið í efnafræði í þessari grein en nauðsynlegt er að kunna góð skil á efnaeigin- leikum olíanna ef þær eru notaðar í lækninga- skyni. Bent er sérstaklega á bók E. Joy Bowles (2000) í heimildaskrá. Olíurnar eru rokgjarnar og myndast við annarsstigsefnaskipti plantn- anna. Ekki er alltaf vitað af hverju þessar olíur 20 Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.