Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 23
FRÆÐIGREIN llmolía J verða til en sumar olíur verja jurtirnar fyrir skor- ! dýrum, eða sjúkdómum. Oft myndast þessar olíur vegna einhverrar streitu í plöntunni og ekki er hættulaust að nota allar olíutegundir. j T.d. eru fúranókúmarefni mikilvæg en eitruð í sumum olíum ef þau eru þar í of miklu magni. (Bowles, 2000; Tisserand og Balacs, 1999). Mikilvægt er að hreinleiki og gæði þessara olía j haldist til að þær viðhaldi virkni sinni. Gæði fara j eftir nákvæmni í greiningu á tegund, greiningu á' efnagerð plöntunnar, staðsetningu, loftslagi, vökvun, sólskini og fleiru í umhverfi plöntunnar. Slíkar upplýsingar er ekki að finna á pakkningu olíunnar en til að geta verið nokkuð viss um gæði hennar er gott að gera prófun en hægt er að lesa sér til um slíkt í bókum um ilmolíur. Það er mikilvægt að hafa varann á þegar olía er keypt og j gott er að spyrja þá sem þekkja til um reynslu j þeirra af gæðum olíunnar. Nauðsynlegt er að þekkja til nafngifta plantna þegar notuð eru efni j úr þeim. Mikill munur getur verið á eiginleikum j planta af sömu ættkvísl, og einnig getur verið j munur á eiginleikum planta af sömu tegund. j Það er með þessar olíur eins og lyf að mikilvægt j er að þekkja verkun þeirra, aukaverkanir ogj hættumörk. Planta er nefnd eftir ættkvísl og teg- und á latínu, t.d. Lavandula angustifolia. Ætt- kvíslin er Lavandula og er með stórum staf en J tegundin er angustifolia og er með litlum staf.' Vitað er að um 3000 plöntutegundir eða um 1%[ j sem framleiða ilmolíur, en margar þessara ilmol- ] íutegunda haf ekki enn verið rannsakaðar. Um 300 plöntur eru ræktaðar sérstaklega til að fram- leiða ilmolíur (Halcón, 2001). Skilgreining á ilmolíumeðferð unni og engu er bætt við. Pressaðar olíur eru afurð sítrusá- vaxta og fást með einfaldri pressun sítrusbarkar án hita og aðstoðar leysiefna. Ekki geta allar plöntur myndað ilmolíu og sumar mynda svo lítið að olían yrði of dýr í framleiðslu. Algengt er að framleið- endur þynni olíuna og ber að varast slíkar vörur. Sumar olíur eru framleiddar úr plöntum með háu innihaldi hinna eftirsóttu efna og geta fengist á góðu verði. Stundum þarf mikla fyrirhöfn og talsvert magn af plöntunni til að framleiða olíuna. Ef slíkar olíur fást á lágu verði er sennilega ekki um hreina olíu að ræða heldur hefur einhverju verið bætt út í olí- una, t.d. jurtaolíu eða alkóhóli. Dæmi um þetta er rósaolía en um eitt tonn af rósablöðum þarf til að framleiða nokkra dropa j af olíunni. Til að athuga hvort um hreina olíu er að ræða er hægt að setja einn dropa á servíettu og þá mun hrein olía al- gjörlega gufa upp með tímanum og sldlur ekki eftir sig fitu- j blett. Hafi olían verið þynnt með annarri olíu mun fitublettur j verða eftir á servíettunni. Alkóhól er annað algengt efni sem er notað til að þynna olíurnar og finnst það oftast á lyktinni. Virkni ilmolía j Ekki er í vitað nákvæmlega hvernig ilmolíur verka og ekki eru allir sammála um virkni þeirra og hvernig best sé að nota þær. Þrjár aðferðir er hægt að nota til að koma olíu inn í lík- amann: um lyktarskynið og lungun, gegnum húðina og með inntöku um munn, endaþarm og leggöng (Buckle, 1997; Price og Price, 1999). Sú leið, sem notuð er, fer eftir ástandi einstaklingsins, sem verið er að meðhöndla, einkennum og hvaða olía er valin. Ef til dæmis er verið að meðhöndla ein- j kenni frá öndunarfærum getur verið heppilegast að nota innöndun. Ef einkennin eru hins vegar á húð er betra að nota bakstra, úða, baðlausn eða nudd. Þegar ákveða skal hvað meðferð hentar best verður meðferðaraðili að hafa í huga hvaða efni eru í olíunni, kosti og galla meðferðarinnar og ástand einstaklingsins sem verið er að meðhöndla. Ilmolíumeðferð hefur verið skilgreind sem notkun á ilmolíu (essential oil) í lækninga- eða heilusbótarskyni hvort sem olían frásogast um húð, verkar á lyktarskyn eða er ti! inntöku (Buckle, 1999). Það skal taka fram að aðeins tvenns konar vinnsluefni (extracts) úr jurtum falla undir að vera hæfar til notkunar í þessu skyni en það eru ilmolíur og pressaðar olíur (Buckle, 1997; Price og Price, 1999; Tisserand og Balacs, 1999). Vinnsluaðferðir við að safna þessum olíum eru mismunandi. Ilmolíur (essential oils) eru plöntulausn sem hefur fengist með eimingu plöntuhluta einnar jurta-j tegundar. Þá hefur ilmolían verið skilin frá guf- I. Húö (integumentary system) Ilmolía frásogast auðveldlega gegnum húðina og þaðan berst hún til blóðrásar og fruma. Margt hefur áhrif á frásog, til dæmis þykkt húðar, gegndræpi og hraði blóðrásar. Fituleysanleg efni eiga greiða leið gegnum húðina og það er besta leiðin til að fá staðbundna verkun á sár eða einkenni á húð. Helstu meðferðarform eru bakstrar, úði, bað og nudd (Buckle, 1997; Price og Price, 1999). j II Innöndun (olfactory system) Innöndun er hraðvirkasta og ein- faldasta leiðin fyrir olíuna inn í líkamann. Ilmur hefur bráð á- hrif á manneskjuna og hún bregst snögglega við ilmi og hægt er að segja stax til um hvort lykt er viðkunnanleg eða ekki og oft vekur ilmur minningar. Húðin í nefinu er þunn og talið er að sameindir olíunnar komist til heilans við innöndun fyrir til- stuðlan lyktarskynsins (Buckle, 1997; Price og Price, 1999). Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 21

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.