Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 24
 mr III. Inntaka (ingestion) Sérstaka menntun þarf til að geta sagt fólki til um inntöku á olíu, og skal það tekið fram að ekki er! verið að ráðleggja hjúkrunarfræðingum að nota olíurnar þannig. Hægt er að taka dropa í vatnslausn, í gelhylki eða sem munnskol og einnig að nota stíla með tilbúinni lausn um endaþarm eða í leggöng (Buckle, 1997; Price og Price, 1999). Áhrif ilmolía Notkun ilmolía í hjúkrun er enn á byrjunarstigi og helstu rökin fyrir notkun eru þau að sjúklingarnir segja að þær, verki eða áhrif verða sjáanleg. Rannsóknir hafa helst verið gerðar á dýrum en upplýsingar um áhrif olíanna á mannslík- amann eru ekki alltaf nægar. Tilgátur eru uppi um hver áhrif ! olíanna geta verið og oftast er þar samspil margra þátta. Til dæmis eru slakandi áhrif af ilmolíum talin geta stafað af því að olíurnar eru flókin, rokgjörn efnasambönd sem geta náð til minnisstöðva ánægju í heilanum, sum efni í olíunum eru einnig talin geta haft áhrif á móttökuenda dópamíns, serótóníns og noradrenalíns í heilanum, og áhrif snertingar | á húð geta haft áhrif til að auka slökun (Buckle, 1999). I ol- íunum eru mörg virk efni sem geta haft áhrif á sál og líkama. | Ahrifin geta verið slakandi eða örvandi eftir því hvaða olía er notuð. Rannsóknir hafa sýnt að áhrifin geta verið margs kon- | ar. Til dæmis hafa þær dregið úr verkjum, minnkað kvíða, | aukið einbeitingu, haft slakandi áhrif, örvað virkni ónæmis- | kerfisins, dregið úr þunglyndi og haft bakteríudrepandi áhrif (Buckle, 2002; Stevensen, 2001). Rannsóknir á virkni ilmolía eru enn á frumstigi en síðustu ár hefur þekkingu og rannsóknum á notkun þeirra fleygt fram. Nokkrar rannsóknir, sem hafa verið framkvæmdar af hjúkr- unarfræðingum, gefa til kynna að ilmolíur geti haft jákvæð I áhrif á líðan. Erfitt er þó oft að sýna fram á hvort olíur eiga í raun allan þátt í því. I rannsókn á 122 gjörgæslusjúkling- um sýndu Dunn, Sleep og Collett (1999) fram á að sjúkling- ar, sem fengu nudd með 1% lausn af lavendilolíu sýndu minni einkenni kvíða og voru jákvæðari samanborið við þá j sjúklinga sem fengu bara nudd eða voru bara látnir hvíla sig. I annarri rannsókn (Wilkinson, Aldridge, Salmon, Cain, og Wilson, 1999) var borið saman nudd með og án ilmolía hjá sjúklingum með krabbamein. 103 sjúklingum var skipt til- I viljunarkennt í tvo hópa. Niðurstöður sýndu að úr kvíða dró hjá báðum hópum eftir nudd hvort sem það var með eða án ilmolíu. i Lavendilolía er ein af þeim olíum sem hvað mest hefur verið j notuð og best rannsökuð af hjúkrunarfræðingum og heilbrigð- | isstarfsfólki. Jurtin sjálf getur orðið metra há, hún er fölgræn j með mjóum greinum og fjólubláum, fallegum blómum. ! Þessi olía á sér langa sögu, nafnið kemur frá Rómverjum j sem notuðu jurtina til að gefa baðvatninu ilm en latnesta j orðið fyrir að þvo er lavare. Hún hefur um aldir verið notuð til lækninga, einkum til að bæta líðan í maga en umfram allt sem ilmvatn og einnig til að halda skordýrum frá, gefa þvotti ilm og til að veita slakandi áhrif (Lawless, 1992). Hún er talin vera verkjadeyfandi, hafa bakteríu- og sveppadrepandi áhrif, vera bólgueyðandi, draga úr krömpum og hafa róandi áhrif svo eitthvað sé nefnt. Ekki hefur enn verið sýnt fram á nei- kvæðar aukaverkanir af völdum lavendilolíu í rannsóknum. Sjúklingar á gjörgæslu og á hjartadeildum fundu minni verki og sváfu betur eftir nudd með lavendilolíu (Woolfson og Hewitt, 1992) og í rannsókn Brownfield (1998) var olían bor- in á háls og axlir gigtarsjúklinga. Samkvæmt viðtölum við þá sem þáðu meðferð voru áhrifin j mjög jákvæð, einkum sváfu sjúklingar betur og verkir minnkuðu. Almennar varúðarráðstafanir Áður en einstaklingur er meðhöndlaður með ilmolíu þarf að hafa góðar upplýsingar um of- næmi, lyf, heilsufar og fleira sem nauðsynlegt er að vita um einstaklinginn. Algjört skilyrði er að kynna sér helstu aukaverkanir olíu áður en hún er notuð. Þar sem algengast er að nota olíu á húðina er mikilvægt að prófa hvort sá sem meðhöndla skal er viðkvæmur fyrir olíunni. Viðbrögð húðarinnar geta verið þrenns konar: erting, næmi og ljósofnæmi. Þessi viðbrögð fara eftir styrkleika olíunnar en aldrei má setja óþynnta olíu á húðina. Ef um ertingu er að ræða koma viðbrögð fljótt fram en næmi mynd- ast smám saman. Hægt er að setja tvisvar sinn- um sterkari lausn en á að nota í meðferðinni innan á framhandlegg, plástra yfir og hafa í tvo sólarhringa til að sjá hvort einhver viðbrögð koma fram. Til að forðast ljósofnæmi, sem margar olíur valda, þarf að passa að sá sem er meðhöndlaður fari ekki í sól eða ljós í a.m.k. 12 tíma eftir notkun (Tisserand og Balancs, 1999). Nokkrar olíur geta haft áhrif á estrógenmyndun í líkamanum þar sem efni í þeim eru mjög lík estrógeni. Þetta getur verið varhugavert hjá krabbameinsveiku fólki þar sem þekkt er að nokkrar gerðir æxla geta verið háðar estrógeni og því ber að fara mjög varlega með val á olíu fyrir slíka sjúklinga (Buckle, 1997). Um notk- un ilmolíu á ófrískar konur eru ekki allir sam- Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.