Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 25
FRÆÐIGREIN llmolía mála en almennt er viðurkennt meðal þeirra sem nota ilmolíur að ekki skuli nota þær fyrstu 24 vikur meðgöngu því ekki er með vissu vitað hver áhrif olíanna geta verið á fóstur. Akveðnar olíur er ráðlagt að forðast algerlega meðan á meðgöngu stendur (Tisserand og Balacs, 1999). Þrennt hefur mest áhrif á gæði olíanna en það eru hiti, ljós og súrefni úr andrúmsloft- inu. Það verður því að geyma þær á köldum, dimmum stað í vel lokuðum glösum. Venjulega er mælt með að frá opnun olíuglass sé hún ekki notuð lengur en í eitt ár til að gæði hennar haldist, en ef vel er passað upp á geymslu hennar getur sá tími lengst í 2 ár (Tisserand og Balacs, 1999). Olíur skulu geymdar þar sem börn ná ekki til. Algengt er að nota ilmolíu í bað og eru þá settir 6-8 dropar af ilmolíu í vatnið. Ráðlegt er að blanda olíuna fyrst með mjólk eða burðarolíu til að leysa hana upp svo hún eigi greiðari leið inn um húðina (Halcón, 2001; Buckle, 2002). Ein einfaldasta leiðin til að láta ilmolíu virka er að anda henni að sér. Hægt er að nota rakatæki til að dreifa olíunni, hella henni út í vatnið þegar það volgnar. Rakinn inniheldur þá ilmolíusameindir. Þetta er gott þegar verið er að með- höndla öndunarörðugleika eða slím í lungum. Einnig er hægt að nota þurra innöndun, þá eru settir nokkrir dropar í bómullarhnoðra eða á bréfþurrku og leyft að gufa upp í and- rúmsloftið. Þá er hægt að setja 1 til 5 dropa af ilmolíu á servíettu eða í skál með heitu vatni anda ilminum að sér í um 5 til 10 mínútur. Einnig er hægt að setja ilmolíu í krem og anda að sér, gæta þess bara að augu séu lokuð og ekki fari olía í augun. Ilmolíublöndun Ilmolíur eru unnar úr jurtum og eru frá náttúr- unnar hendi mjög sterkar lausnir og því er nauðsynlegt að skilja öryggi og mátt þessara sterku lausna sem eru gerðar úr mörgum efna- fræðilegum einingum. Oft hefur verið sagt að meira af einhverju góðu sé betra en minna en þetta á ekki við um ilmolíur þar sem sérstak- lega skal ítrekað að minna er oftast betra. Styrkleiki kringum 2% -10% af olíulausnum er viðmið sem gott er að nota við meðferð á húð (Buckle, 1997; Price og Price, 1999). Um 20 dropar eru í hverjum millilítra og um 100 drop- ar í 5 ml. Ilmolíurnar eru óþynntar og því verð- ur að þynna þær fyrir notkun. Oft er ilmolíun- um blandað saman við burðarolíur, t.d. fyrir nudd, en þær eru frekar feitar olíur og unnar úr jurtum. Mælt er með að nota kaldpressaðar ol- íur sem burðarolíur og eru margar slíkar til, t.d. úr vínberjasteinum, sólblómafræjum, hveiti- kími og morgunfrúm (Buckle, 1999). Til viðmiðunar: 2% lausn: 2 dropar af ilmolíu í 5 ml af grunnolíu. 3% lausn: 3 dropar af ilmolíu í 5 ml af grunnolíu 10% lausn: 10 dropar af ilmolíu í 5 ml af grunn- olíu (Halcón, 2001). Tekið skal fram að betra er að byrja með veika lausn til að sjá hver áhrifin verða af olíunni. Þegar verið er að meðhöndla veikt fólk, börn eða gamalt fólk er ráðlegt að byrja með enn veikari blöndu. Hjúkrunarfræðingum, sem hafa áhuga á að kynna sér ilmol- íur og notkun þeirra, er bent á lesefni í heimildaskrá. Þetta er spennandi meðferðarform og getur haft margt að bjóða í hjúkrun sjúklinga ef vel er með farið. Það skal tekið fram að ekki eru til neinar reglur um notkun þessara olía innan heil- brigðiskerfisins á Islandi. Að mörgu er að hyggja þegar beitt er sérhæfðum meðferðarúrræðum sem lítið hafa verið reynd og hafa ekki viðurkenndar rannsóknir að baki. Fjallað var um þessi atriði í grein höfundar í Tímariti Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kom út í apríl á síðasta ári. Þóra Jenný Gunnarsdóttir. Netfang: gunn0034@tc.umn.edu Heimildaskrá: Bowles, E. J. (2000). The Basic Chemistry of Aromatherapeutic Essential Oils. Sydney, Ástralíu. E. Joy Bowles gaf út. Brownfield, A. (1998). Aromatherapy in arthritis; A study. Nursing Standard, 13(5), 34-35. Buckle, J. (2002). Aromatherapy. i M. Snyder og R. Lindguist (ritstj.), Complementary/Alt- ernative Therapies in Nursing (4. útgáfa) (bls. 245-257). New York: Springer Publishing Company. Buckle, J. (1999). Use of aromatherapy as a complementary treatment for chronic pain. Alternative Therapies in Heaith and Medicine, 5(5), 42-51. Buckle, J. (1997). Clinical Aromatherapy in Nursing. London: Arnold Publishers. Dunn, C., Sleep, J., og Collett, D. (1995). Sensing an improvement: An experimental study to evaluate the use of aromatherapy, massage and periods of rest in an intensive care unit. Journal ofAdvanced Nursing, 21, 34-40. Halcón, L (2001). Clinical Aromatherapy 1: Monographs: Rosemary. Sótt á netið 22. september 2001 á vefslóð Minnesótaháskóla: http://webct3.umn.edu/CSPH5501_f01/- Monographs/Rosemary.htm Lawless, J. (1992). The Encyclopaedia of Essential Oils. Dorset Bretlandi Element Books Limited, Dorset. Price, S. og Price, L (1999). Aromatherapy for Health Professionals[2. útgáfa .), London: Churchill Livingstone. Stevensen, C. (2001). í D. Rankin-Box (ritstj.), The Nurse's Handbook of Complementary Therapies[2. útgáfa) (bls.129-137). London: Harcourt Publishers. Tisserand, R. og Balacs, T. (1999). Essential Oil Safety. A guide for Health care Pro- fessionals. London: Churchill Livingstone. Wilkinson, S., Aldridge, J., Salmon, I., Cain, E., og Wilson, B. (1999). An evaluation of aromatherapy massage in palliative care. Palliative Medicine, 13, 409-417. Woolfson, A., og Hewitt, D. (1992). Intensive aromacare. International Journal ofAroma- therapy, 4(2), 12-14. Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 23

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.