Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 26
Valgerður Katrín Jónsdóttir ræðir við Lindu Vilhjálmsdóttuur hjá Krafti „Nú er forgangsröðunin önnur -segir Linda Vilhjálmsdóttir sem vinnur á skrifstofu Krafts „Fyrstu viöbrögö mín voru að afneita þessu" segir Linda. Kraftur nefnist einn sjálfshjálparhópur þeirra sem greinst hafa með krabbamein sem á aðild að Krabbameinsfélagi Is- lands. Hinir hóparnir eru Styrkur, Samhjálp kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, Stómasamtökin, Ný rödd og sjálfshjálparhópar karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálsi og hópur kvenna sem hafa greinst með krabbamein í eggjastokkum. Kraftur er með aðstöðu i húsnæði Krabbameinsfélagsins i Skógarhlíð 8 og er með opna skrifstofu frá 10-14 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og Linda Vilhjálmsdóttir er þar í 40 prósenta starfi. Linda greindist með krabbamein í brjósti fyrir tæpu ári og var til í að miðla sögu sinni og upplýsingum um Kraft til hjúkrunarfræðinga. Fyrir um það bil ári urðu miklar breytingar í lífi Lindu. Þá var hún flugfreyja og hafði verið búsett erlendis vegna vinnu sinnar um 6 ára skeið. Einn daginn fann hún um það bil tveggja og hálfs sentimetra stóran hnúð í öðru brjóstinu. „Fyrstu viðbrögð mín voru að afneita þessu,“ segir hún og bætir við að það séu algeng viðbrögð hjá þeim sem verða fyr- ir áfalli. Flún trúði því ekki að neitt alvarlegt gæti komið fyr- ir sig, þannig að þessi hnúður væri nú örugglega ekkert til að 24 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 hafa áhyggjur af. Hún segist því hafa hálf- gleymt þessu en þremur vikum síðar fann hún að hnúðurinn hafði stækkað og hún fann hálf- gerðan seyðing út frá honum. Hún segist því hafa ákveðið að fara til Islands í skoðun og var tekið sýni á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Leiðin lá síðan út aftur meðan hún beið eftir niðurstöðunum. Faðir hennar fékk þær í hend- ur og í Ijós komu frumubreytingar og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Hún kom svo heim 10. mars í fyrra og fór í aðgerðina 15. mars. „Þegar pabbi hringdi f mig til Nígeríu til að segja mér að ég þyrfti að koma heim notaði hann ekki orðið krabbamein. Hann gerði það viljandi vegna þess að hann vildi ekki segja mér það nema augliti til auglitis. Hann sagði mér að það hefðu komið fram ákveðnar frumubreyting- ar í sýnunum sem voru tekin og því fylgdu nokkrar áhyggjur læknanna og þeir sögðu að það væri mikilvægt að ég kæmi heim sem allra fyrst. Pabbi er læknir og það er hans skoðun að það eigi helst ekki að segja fólki, sem greinst hefur með krabbamein, fréttirnar í síma eins og oft er gert. Það leið tæplega vika frá því hann hringdi og sagði að ég þyrfti að koma heim þar til ég hitti skurðlækninn minn. A þessum dög- um gerði ég mér smám saman grein fyrir því að ég væri með krabbamein en ríghélt í vonina um að ekkert alvarlegt væri á seyði vegna þess að ekkert alvarlegt gæti komið fyrir mig. Þegar að- gerðin var afstaðin og frekari niðurstöður komnar, sem bentu til að þetta horfði allt vel, sendi ég fjölpóst á flesta vini mína sem voru staddir úti um allan heim og sagði þeim allt af létta. Með því vildi ég koma í veg fyrir gróusög- ur. Eg hef ekki mikinn áhuga á því í dag að tala um þessi veikindi mín því það eru svo sem ekki skemmtilegar fréttir að segja frá að maður hafi greinst með krabbamein. Sérstaklega lendir maður í feluleik ef ætlunin er að sækja um nýja vinnu, t.d. er ekki hægt að treysta á fordóma- leysi í því sambandi."

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.