Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 28
Valgerður Katrín Jónsdóttir ræðir við Steinunni Friðriksdóttir hjá Styrk VIÐTAL Steinunn Friðriksdóttir hjá Styrk Úr einni af ibúðum fyrir sjúklinga. „Krabbamein er nú eins og hver annar sjúkdómur" Steinunn Friðriksdóttir hefur verið formaður Styrks en það er stuöningsfélag þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið var stofnað 20. október 1987 en þann dag var verið að gera aðgerö á Steinunni vegna brjóstakrabbameins. Flún segist hafa fundið æxli i brjóstinu sjálf en hún hafði ekki farið í reglubundna skoð- un hjá Leitarstööinni vegna þess að legið hafði verið fjar- lægt nokkrum árum áður. Fyrstu viðbrögð hennar voru aö hringja á Leitarstööina og spyrja hvort hún gæti farið í myndatöku. A þeim tíma var það ekki hægt nema hún hefði tilvísun frá lækni. Svo Steinunn segist ekkert hafa gert fyrr en dóttir hennar hefði krafist þess að hún hefði samband við lækni. Og þá varð atburðarásin hröð og aðeins nokkrum dögum síðar var hún skorin. Steinunn lét skrá sig í hið ný- stofnaöa félag en var beðin um aö eiga sæti í fyrstu stjórn- inni. Tveimur árum síðar varð hún formaður og hefur verið það síöan. Tilgangur félagsins er að veita krabbameinssjúklingum og að- standendum þeirra stuðning og efla samhjálp þeirra og hefja umræður um krabbamein og minnka fordóma gagnvart þess- um sjúkdómi. Hún segir ekki hafa borið mikið á félaginu í fjölmiðlum en sjúklingar og aðstandendur vitað af því og hafa sett sig í samband til að fá þá þjónustu sem félagið býður. Fyrsta daginn skráðu sig 270 félagar, þeim fjölgaði í 400 og er sú tala óbreytt í dag. Flestir félaganna eru roskið fólk og hún segir starfinu sinnt á einstaklingsgrundvelli. Styrkur er með aðstöðu í húsi Krabbameinsfélagsins, símatími er frá 16.15-18.15 alla fimmtudaga og hægt er að hringja í GSM allan sólarhringinn í síma 896 5808. Opið hús er haldið einu sinni í mánuði og hefur verið boðið upp á ýmsan fróðleik og fræðslu sem tengist sjúkdómnum, staðið að ýmsum nám- skeiðum, svo semjóga, hugleiðslu o.fl., og einnigýmis konar félagslífi, svo sem árlegu þorrablóti. Stjórnin hefur barist í mörg ár fyrir því að fá setta upp eftirmeðferð fyrir sjúk- linga hér á landi og hafa fé- lagar farið til útlanda að afla sér fróðleiks, svo sem til Danmerkur á heilsuhæli Júl- íu Völdan og til Englands á Bristol Cancer Center, en því miður hefur lítið miðað í þeim efnum enn. Til að byrja með unnu félag- ar í Styrk að því að rninnka fordóma því fyrst var litið á krabbamein sem dauðadóm. I dag er krabbamein hins vegar sem hver annar sjúk- dómur og í dag ná fleiri og fleiri bata á ný. Steinunn Friöriksdóttir Steinunn segir aðstöðu fyrir krabbameinssjúld- inga utan af landi hafa batnað mikið þegar Krabbameinsfélagið, Öryrkjabandalagið og Rauði krossinn eignuðust íbúðir fyrir sjúklinga og aðstandendur í Reykjavík en þar mega sjúkl- ingar dvelja í allt að 6 vikur eftir aðgerð. Fyrst voru keyptar tvær íbúðir 1991 að frumkvæði þeirra Steinunnar og Trausta Marinóssonar og í dag eiga þessir aðilar 7 íbúðir. „Ymsir hafa lagt hönd á plóginn í þessum efnum og má nefna að Islendingar búsettir í Lúxemborg gáfu Styrk góða peningaupphæð sem félagið notaði til að kaupa raftæki, borðbúnað og allt í eldhús í fyrstu íbúðina sem var við Lokastíg í Reykjavík. Mín skoðun er sú að meðferð sjúklinga skili betri árangri ef umhverfi þeirra er gott. Mér hefur fundist ég eiga ákveðna skuld að gjalda og viljað miðlað til þeirra sem hafa feng- ið krabbamein því ég var mjög lánsöm í mínum veikindum,“ segir Steinunn að lokum. 26 Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.