Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 29
PISTILL Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins . ... , ° 3 Vinnuvernd Hjúkrun krabbameins- sjúkra og vinnuvernd Hjúkrunarfræðingar, sem annast krabbameins- sjúklinga, eru undir margs konar álagi, ekki hvað síst andlegu. Það tekur á að sjá fólk þjást og fylgj- ast með vonum og vonbrigðum barna og fullorð- inna. Stundum er engin viðunandi lausn í sjón- máli. Oft er hjúkrunarfólkið mest með sjúkling- unum og kemst ekki hjá réttlátri reiði þeirra, sorg eða öðrum viðbrögðum við óumflýjanlegum ör- lögum. Margir standast ekki þetta álag og fara til annarra starfa eða brynja sig gegn áreitunum á einhvern hátt. Brynjan er sjálfsagt nauðsynleg að einhverju marki en í grein sem fjallar um hjúkr- un, samúð og siðfræði er lögð áhersla á mikilvægi þess að hjúkrunarfólk líti ævinlega á sjúklinga sína sem einstaklinga með mismunandi þarfir og langanir en ekki sem tilfelli. Lögð er áhersla á hvað andrúmsloftið á deildinni skipti miklu máli og að aðrir starfsmenn meti gildi þess að tíma sé varið í að sýna samúð og skilning (1). Álagið á hjúkrunarfólkið er oft og tíðum svo mik- ið að hætta er á kulnun (burn-out) þegar frá líð- ur. Einhvers konar andlegur stuðningur getur skipt sköpum til að koma í veg fyrir slíkt. Umræð- ur í starfshópum og stuðningsviðtöl ættu að vera liður í vinnuverndinni á krabbameinsdeildum. I annarri grein er fjallað um hjúkrun á líknar- deildum og hvernig unnt er að verða að liði þegar sjúklingarnir finna til vanmáttar vegna þess að þeir eru upp á aðra komnir. Þar er á það bent að stuðla beri að sjálfsbjargarviðleitni sjúklinganna sem allra lengst í stað þess að gera hlutina fyrir þá af misskilinni góðsemi eða til að vinna tíma. Fyrir þá sem bíða dauðans er tíminn afstætt hugtak og ekkert liggur á. Bent er á hvað vinnuskipulag á deildum getur verið rígfast og staðið í vegi fyrir æskilegri þróun (2). Frá vinnuverndarsjónarmiði er starfsmaðurinn sjálfur í brennidepli. Hjúkrunarfræðingar, sem stunda krabbameinssjúklinga og gefa krabba- meinslyf, hafa að mörgu að gæta. Rannsóknir hafa sýnt að ýtrustu varkárni er þörf en vís- bendingar eru um að mengun krabbameinslyfja geti haft ýmiss konar óæskileg áhrif á þann sem fyrir slíku verður, þ.á.m. áhrif á fóstur (3). I rannsókn á brjóstakrabba- meini meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga voru vísbendingar um meiri áhættu meðal þeirra sem höfðu unnið við að blanda og gefa krabbameinslyf (4). Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala -háskólasjúkrahúsi hafa verið gefnar út leið- beiningar um meðhöndlun þessara lyfja en blöndun þeirra er ekki lengur í höndum hjúkrunarfræðinga. Vel má þó vera að slíkt tíðkist enn úti á landi og ef svo er ættu viðkomandi að afla sér leiðbeininganna sem til eru. Hjá landlæknisemb- ættinu er unnið að klínískum leiðbeiningum á ýmsum svið- um. Nauðsynlegt er að leiðbeiningar um blöndun og gjöf krabbameinslyfja séu tiltækar öllum, sem við slíkt vinna, hvar sem þeir eru á landinu. Andlegur stuðningur við þá sem starfa með krabbameinssjúklingum þyrfti einnig að vera skipulagður og viðvarandi. Heimildir 1. Reynolds, W„ Scott, P.A., Austin.W. (2000). Nursing, empathy and perception of the moral. J. ofAdvanced Nursing, 235-42. 2. Flanagan, J., Holmes, S. (1999). Facing the issue of dependence: some implications from the literature for the hospice and hospice nurses. J. of Advanced Nursing, 592-9. 3. Del Gaudio, D., Menonna-Quinn, D. (1998). Chemotherapy: Potential Occupational Hazards. Am. J. ofNursing, 59-65. 4. Hólmfriöur K. Gunnarsdóttir, Aspelund, T., Karlsson, Þ„ Rafnsson, V. (1998). Mögulegir áhættuþættir brjóstakrabbameins tengdir vinnu hjúkrunarfræðinga. Timarit islenskra hjúkrunarfrœOinga, 4:203-8. Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 2/ L

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.