Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 32
Svanhildur Þengilsdóttir, deildarstjóri heilbrigöissviðs Rauða kross íslands PISTILL Skyndihjálp Sálræn skyndihjálp Umhyggja - snerting - virk hlustun - heiðarleiki - einlægni - návist - þolinmæði tilfinningum og ringluð, hætta er á að glata tímabundið dómgreind og viðkomandi getur verið ófær um að aðhafast nokkuð. A við- bragðsstigi skynjum við þær tilfinningar sem atburðurinn hefur leyst úr læðingu og okkur líður illa, hér getum við fundið fyrir ýmsum lík- amlegum einkennum sem lýst verður nánar síðar. Á úrvinnslustigi eru tilfinningar og hugs- anir, sem tengjast atburðinum, ekki lengur alls ráðandi og við getum betur áttað okkur á því sem gerst hefur og unnið úr því. Að lokum tek- ur við áttun og við getum horft til framtíðar á ný. Það að ganga í gegnum þessi stig kann að sýnast auðvelt og ferlið stutt. Svo er þó ekki og geta liðið margir mánuðir og jafnvel ár áður en viðkomandi lýkur ferlinu. I einstaka tilfellum getur þetta ferli gengið illa og þá þarf að leita sérfræðiaðstoðar. Þó við séum ólík hvert öðru í útliti og háttum, þá eru þarfir okkar í kjölfar alvarlegra atburða ótrúlega líkar. Við eigum það t.d. öll sameiginlegt að þarfnast umhyggju og ástúðar annarra, sérstaklega þegar slys eða veikindi ber að höndum. Þegar áföll og erfiðleikar steðja að er mikilvægt að geta veitt sínum nánustu stuðning og styrk. Slík aðstoð er ómetanleg þeim sem hana þiggur þó hann sé ekki alltaf sáttur við slík afskipti til að byrja með. Það er mikilvægt að þekkja þau líkamlegu og sálrænu einkenni sem geta komið fram hjá fólki sem verður fyrir áfalli og hvernig bregðast megi við þeim á sem árangursríkastan hátt. Þegar einhver veitir öðr- um sálræna skyndihjálp felur það í sér líkamlega og andlega aðhlynningu við þá sem hafa orðið fyrir alvarlegum atburð- um. Um er að ræða aðstoð sem nálægð, hlýja, umhyggja svo og hæfileikinn til að hlusta felur í sér, en á þessum þáttum öllum byggja góð mannleg samskipti. Lífið gengur oftast sinn vanagang og það hvarflar ekki að okkur að eitthvað geti komið fyrir sem setur lífið úr skorðum og breytir tilverunni að meira eða minna leyti. En slíkt get- ur gerst fyrirvarlaust. Margs konar atvik, lífsreynsla og að- stæður eru eðlilegur þáttur í tilveru okkar. Allt slíkt þekkjum við vel og vitum hvernig bregðast skal við því. En stöku sinn- um verðum við fyrir einhverju sem við höfum aldrei kynnst áður og vitum ekki hvernig bregðast á við. Þessi reynsla hef- ur því óvænt áhrif á okkur og við finnum fyrir margvíslegum tilfinningum og hugsunum sem við hefðum aldrei trúað að við ættum eftir að upplifa. Sænskur geðlæknir að nafni Cullberg lýsir ferli sem við göngum í gegnum þegar við verð- um fyrir áfalli. Um er að ræða eftirtalin fjögur stig: áfall, við- brögð, úrvinnslu og áttun. Eftir áfallið erum við yfirkomin af Undir því mikla álagi, sem skapast þegar erfið- ir atburðir dynja á fólki, lætur líkaminn vita. Hann bregst sjálfkrafa við og einkenni á borð við örari hjartslátt, hraðari öndun, óþægindi frá maga, þvalar hendur, svita, órólegar hreyfingar og óstyrka rödd gera vart við sig. Sé ástandið Iangvarandi geta komið fram enn sterkari ein- kenni, eins og höfuðverkur, magaverkur, niður- gangur eða harðlífi, svefntruflanir og vöðvar verða stífir og aumir. Talað er um langvarandi streitu þegar viðbrögð líkamans eru farin að leiða til vanlíðanar sem getur t.d. birst í mik- illi þreytu og svima, því að vera sífellt illa upp^ lagður, almennu áhugaleysi, hræðslu við hið ó- þekkta, óróleika og eirðarleysi. Það skyldi enginn leiða skilaboð líkamans hjá sér eða hunsa eigin tilfinningar. Fólk þarf að reyna að gera sér grein fyrir hugsunum sínum og tilfinningum varðandi það sem hefur átt sér stað, ekki hika við að leita til annarra og ræða við þá um það sem kann að þykja óþægilegt, láta eftir sér umhyggju og athygli annarra. Sam- töl eru mikilvægasta hjálpartækið. Sá sem hef- ur erfiða reynslu að baki hefur mikla þörf fyrir að tala um hana. Sá sem er að hjálpa þarf að geta hlustað af einlægni og áhuga á það sem sagt er. Það þarf kjark til að vera heiðarlegur og opin- skár, en þá skila samskipti manna líka meiru, verða einlægari og þroskaðri. Sýnið sjálfum 30 Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.