Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Síða 46
44 Litið um öxl Örfá minningabrot frá þeim árum er ég starfaði í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) Ingibjörg var hjúkrunarforstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á árunum 1961-1971. Ég hef alltaf haft gaman af vísum og Ijóðum og alin upp við þá skemmtan. Pabbi var góður hagyrðingur og mamma unni Ijóðum og kunni feikn af vísum og málsháttum. Oft kváðumst við krakkarnir á við mömmu og það var ekki fyrr en við tókum að stálpast að við mörðum vinning. I þessari stuttu grein ætla ég að minnast nokkurra þeirra vfsna sem ég man frá árum mínum í FSA. Áður en ég settist í Hjúkrunarskóla Islands vann ég á röntgendeild sjúkrahússins í nokkur ár. Á handlækninga- deild var þá atorkusamur deildarstjóri sem vildi að reglur sjúkrahússins væru í heiðri hafðar. Ein af þeim reglum var að sjúklingar skyldu halda sig í rúmum sínum á milli kl. 13 og 14 á daginn en þá var hvíldartími þeirra. Meðal þeirra herbergja, er auglýsing þessa efnis var hengd upp í, voru snyrtingarnar. Stuttu síðar var Þura í Garði, sá ágæti hagyrð- ingur, sjúklingur á handlækningadeild. Þegar Þura sá þessa fínu auglýsingu varð henni að orði: Hvað er þetta? Hver er að banna? Hvar á að setja hrat? Ef hvíldartími klósettanna kemur á eftir mat? Þura var gamansöm og létti mörgum lundina með vísum sín- um og frásögnum. Eftir að ég lauk námi frá Hjúkrunarskólanum tók ég við starfi hjúkrunarforstjóra FSA. Eitt af þeim málum, er ég beitti mér fyrir, var að reistur yrði bústaður fyrir hjúkrunar- fræðinga. Alltaf reyndist erfitt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa en af reynslu annarra sjúkrahúsa vissi ég að hagur okkar myndi vænkast ef sjúkrahúsið gæti boðið upp á hús- næði. Draumurinn varð að veruleika, myndarlegur hjúkrun- arkvennabústaður reis, veisla mikil var haldin með pomp og pragt og heimilinu gefið nafnið Systrasel. Það var sr. Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestur og síðar biskup yfir Islandi, sem blessaði húsið og gaf því nafn, en uppástunguna að þeirri nafngift átti stjúpa mín, Margrét Jónsdóttir, skáld- kona. Á þessu má sjá að vandað var til verksins. Að sjálf- sögðu voru fréttamenn boðnir í hófið og við það tækifæri gaukaði Jakob O. Pétursson, ritstjóri fslendings, sem gjarnan skrifaði undir nafninu Peli, að mér eftirfarandi vísu: Gaman væri í Systraseli að sýna lit á hjartaþeli. Gluggar aldrei hússins héli. Hjartans kveðjur - Peli. Ekki gat ég ort af fingrum fram eins og Jakob, vildi þó taka vel undir óskir hans og sendi hon- um síðar þessa vísu: Langi þig í Systrasel að sýna fagurt hjartaþel, komdu góði - gjörðu svo vel, en gættu þess kæri Peli: Að æðsta boðorð eg þar tel að enginn frá mér steli. Jakob hafði gaman af og virti að sjálfsögðu þetta boðorð, en þegar bústaðurinn fylltist af ungum, fallegum hjúkrunarfræðingum renndu ungir menn á Akureyri þangað hýru auga og létu lönd og leið öll boðorð. Sem betur fer. Nokkrar þessara ungu stúlkna festu ráð sitt á Akureyri, settust þar að og urðu sjúkrahúsinu - vægast sagt - dýrmætar. Síðar var Systrasel gert að legudeild og þar hafa margir, bæði Akureyr- ingar og nærsveita- menn, hlotið góða hjúkrun. Á þessum árum voru margir hjúkrunar- nemar og sjúkraliða- nemar við nám í FSA. Ungar og lífs- Ingibjörg útskrifar sjúkraliöa. glaðar Stúlkur. Þegar tískan breyttist og stuttu pilsin héldu innreið sína þótti þeim hálf- síðu kjólarnir gamaldags og lummulegir og styttu pilsfaldinn - svona í laumi. Saumakona sjúkrahússins gerði þá mörgum greiða og þegar Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.