Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Side 49
FRAMBOÐSKYNNING ^^HBHHUflflBBESflBHfll^HHGflHflBflBflH^^Hfl! og tryggingamálaráðherra. Það starf er pólitískt í eðli sínu og aðstoðarmanni ber fyrst og síðast að styðja ráðherra í þeim málum sem hæst ber hverju sinni. Starfið veitir hins vegar ómetan- lega innsýn í stjórnsýsluna og hefur skapað mér tengsl sem ég efast ekki um að muni nýtast mér vel í óflokksbundnum störfum. Um einkahagi er það að segja að ég er 43 ára Akureyringur, á eina 17 ára dóttur, Rannveigu Björgu, og er í sambúð með Kristni H. Gunn- arssyni, alþingismanni. Starfs hans vegna höldum við tvö heimili, í Reykjavík og í Bol- ungarvík. Mikill árangur hefur náðst í kjarabaráttu hjúkr- unarfræðinga á umliðnum árum þó kjaramál séu og verði eilíft viðfangsefni félagsins. Mikill árangur náðist einnig í ágætri ímyndarherferð sem nýlega er lokið. Það sást best á þeim fjölda nýnema sem stunduðu hjúkrunarfræðinám á liðnu hausti. Fjöldatakmark- anir, sem gilt hafa í hjúkrunarfræði, hafa komið í veg fyrir að náðst hafi það markmið sem sett er fram í mennekluskýrslu FIH 1999 um fjölda brautskráðra hjúkrunarfræðinga ár hvert. Með samstilltu átaki og jákvæðum og framsýnum ráð- herrum heilbrigðis- og menntamála náðist fyrir skömmu að taka fyrstu skrefin í átt að settu marki. Stjórnunarstörf mín síðustu ár, og ekki síður starf aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra, hafa sannfært mig um að staða hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins er sterk. Stór og öflug stétt hjúkrunarfræðinga getur verið í fararbroddi í umræðum um heilbrigðismál á Islandi. Sjónarhorn hjúkrun- arfræðinga og hugmyndafræði hjúkrunar þurfa að endur- speglast í stefnu stjórnvalda hverju sinni. Elsa Friðfinnsdóttir www.cintamani.it Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003 47

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.