Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 50
48 Helga Birna Ingimundardóttir Enn fleiri stofnanasamningar FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Launarammi B Starfið felst fyrst og fremst í því að nota vísindalega þekkingu og hugtök til að leysa verkefni. Starfið felur í sér umsjón verkefna og/eða málaflokka. Með umsjón er m.a. átt við skipulagningu, sam- hæfingu og/eða stjórnun á áætlanagerð, kostnaðareftirlit eða Iang- vinna verkefnastjórnun. Við röðun starfa innan launarammans skal taka tillit til þess hvers það krefst af starfsmanni og því raðað að teknu tilliti til frammistöðu, sbr. framgangskerfi hjúkrunarfræðinga á FSA og samkvæmt gildandi starfslýsingum hverju sinni: B1-B2 Hjúkrunarfræðingur 1 er byrjandi í starfi. B3-B5 Hjúkrunarfræðingur 2 er byrjandi kominn vel á veg í starfi. B6-B9 Hjúkrunarfræðingur 3 er fær í starfi. B9-B11 Hjúkrunarfræðingur 4-V er mjög vel fær í starfi, áhersla á verkleg störf. B9-B11 Hjúkrunarfræðingur 4-S er mjög vel fær í starfi, áhersla á stjórnun. B11-B13 Hjúkrunarfræðingur 5 er sérfræðingur í tiltekinni fræði- grein hjúkrunar og hefur að öllu jöfnu meistaragráðu í hjúkrunar- fræði. B12-B14 Deildarstjóri 1. Launarammi C Starfið felst fyrst og fremst í stjórnun, áætlanagerð og samhæfingu við stefnu stofnunar og eftir atvikum að vera ábyrgur fyrir samskipt- um við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki. Við röðun starfa innan launarammans skal taka tillit til þess hvers það krefst af starfsmanni og því raðað að teknu tilliti til frammistöðu starfsmanns, sbr. fram- gangskerfi hjúkrunarfræðinga á FSA og gildandi starfslýsingum hverju sinni. B8-B12 Deildarstjóri 2. Nám Formlegt viðbótarnám sem lýkur með viðurkenndu prófi, 15 eining- ar eða meira, 1 launaflokkur í A- og B-ramma. Sérfræðileyfi eða meistarapróf eða sambærilegt, 2 launaflokkar í A- og B-ramma, 1 í C-ramma. Sérfræðileyfi eða doktorspróf eða sambærilegt, 3 launaflokkar í A- og B-ramma, 2 í C-ramma. Vinnuframlag aö næturlagi Grunnröðun fyrir næturvinnu, sem nemur 50% af fullu starfi (100%) eða meira, er að lágmarki B04 hvað sem framgangi líður. Gert er ráð fyrir að tekið verði sérstaklega fram í ráðningarsamningi ef um fast næturvinnuhlutfall er að ræða. -Fyrir næturvinnu sem nemur 50% af tullu starfi bætast við 2 flokk- ar ofan á framgangsmat. -Fyrir næturvinnu sem nemur 60% af fullu starfi bætast við 3 flokk- ar ofan á framgangsmat. Tímabundið verkefni Heimilt er að gera samning við starfsmann um að taka að sér tíma- bundið verkefni. I slíkum tilfellum skal gera viðbótarsamning við starfsmann um tímabundna hækkun launa og fellur sá viðbótar- samningur niður án sérstakrar uppsagnar. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.