Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Page 51
FRÁ FÉLAGINU Kjaramál ST. FRANCISKUSSPÍTALI, STYKKISHÓLMI Launarammi B7 Deildarhjúkrunarfræðingur. B8 Deildarhjúkrunarfræðingur m/sérverkefni. B9 Stoðhjúkrunarfræðingur. B14 Hjúkrunardeildarstjóri. Hjúkrunarforstjóri heilsugæslu raðast í C-ramma. Hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss raðast í C-ramma. Menntun Meistarapróf, 2 launaflokkum ofar en ella. Doktorspróf, 3 launaflokkum ofar en ella. Hjúkrunarfræðingur, sem aflar sér viðbótarmenntunar með nám- skeiðum sem nýtast í starfi, skal hækka sem hér segir: Námskeið, 5 einingar, 1 flokkur. Námskeið, 20 einingar, 1 flokkur (1 + 1). Heimilt er að hækka þann sem lokið hefur framhaldsnámi á eftirfar- andi hátt: Ljósmæðranám að loknu hjúkrunarfræðinámi og öfugt um 2 launa- flokka starfi viðkomandi við meðgöngu- og fæðingarþjónustu, og við mæðraeftirlit, en um 1 launaflokk annars. Sérhæft framhaldsnám, sem metið er eitt ár í námi, og starfsþjálfun um 1 launaflokk. Heimilt er að meta viðbótarnám í stjórnun um 1 launaflokk hjá stjórnendum. Mat á einstökum störfum Með hliðsjón af eftirfarandi þáttum geta stjórnendur stofnunar rað- að hjúkrunarfræðingi til lengri eða skemmri tíma um einn launa- flokk umfram það sem segir í grein 3 þessa samkomulags. Starfið feli í sér: - sérstaka ábyrgð - sérstaka hæfni - að vera umfangsmikið - kennslu og leiðbeiningar til annarra starfsmanna - ráðgjöf innan stofnunar eða utan - flókin verkefni - sérstakt álag um langa hríð eða árstíðabundið Mat á persónubundnum þáttum einstakra starfsmanna Með hliðsjón af eftirfarandi þáttum geta stjórnendur stofnunar raðað hjúkrunarfræðingi til lengri eða skemmri tíma einum launa- flokk ofar en það sem segir í grein 3 þessa samkomulags. Að hjúkrunarfræðingur: - sýni áhuga og frumkvæði í störfum - afli sér símenntunar og þekkingar sem að gagni kemur í starfi - hafi sérstaka reynslu sem nýtist í starfi - geti sinnt störfum á fleiri en einu verksviði innan stofnunar - sýni sjálfstæði í vinnubrögum - sinni fræðilegum athugunum á sínu sviði á stofnun með birtingu vísindalegra athugana - sinni þróunarstörfum og hafi umsjón með þeim Timarit ísienskra hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 79. árg. 2003 49

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.