Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2003, Qupperneq 52
 Aukin reynsla Hafi starfsmaður starfað í 6 mánuði, 1 flokkur. Hafi starfsmaður starfað í 4, ár 1 flokkur (1 + 1). Tryggö við stofnunina Hafi starfsmaður starfað í 8 ár við stofnunina fær hann 1 launaflokk. Sérstök verkefni Heimilt er að gera við starfsmann sérstakan verkefnasamning sem felur í sér yfirumsjón með tímabundnum verkefnum, tímabundnu auknu stjórnunarálagi umfram stjórnunarskyldu og þátttöku í nefnd- um. Gera skal skriflegan viðbótarsamning við starfsmann um hækk- un launa tiltekið tímabil. Sérstakur verkefnasamningur og launavið- bót fellur sjálfkrafa niður að loknu hinu tiltekna tímabili samnings- ins án sérstakrar uppsagnar af hálfu stofnunar, samanber ákvæði laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Yfirlýsing 1 Þegar hjúkrunarfræðingur er einn á vakt yfir báðum hæðum skal hann fá greidda eina klst. í yfirvinnu fyrir þá vakt. Yfirlýsing 2 Fastar yfirvinnugreiðslur 10 tímar miðað við 100% starf eða hlutfall af 10 tímum í samræmi við starfshlutfall viðkomandi starfsmanns, sem ekki eru hluti af grunnlaunum, eru greiddir óbreytt nema um annað verði samið á samningstímanum. Yfirlýsing 3 Fastar yfirvinnugreiðslur 20 tímar fyrir stjórnunarstörf hjúkrunar- deildarstjóra miðað við 100% starf eða hlutfall af 20 tímum í sam- ræmi við starfshlutfall viðkomandi starfsmann, sem ekki eru hluti af grunnlaunum, eru greiddir óbreytt nema um annað verði samið á samningstímanum. SJÁLFSBJARGARHEIMILIÐ Grunnrööun B10 Deildarstjóri. Starfsaldur hjá stofnun Eftir eins árs starf á Sjálfsbjargarheimilinu, 1 launaflokkur í B- ramma. Eftir fjögurra ára starf á Sjálfsbjargarheimilinu, 1 launaflokkur í B- ramma. Eftir átta ára starf á Sjálfsbjargarheimilinu, 1 launaflokkur í B- ramma. Eftir tólf ára starf á Sjálfsbjargarheimilinu, 1 launaflokkur í B- ramma. Bakvaktir Bakvaktir skulu greiðast samkvæmt kjarasamningi og þar að auki skal greiða 2 klst. í yfirvinnu ef hringt er oftar en tvisvar að nætur- lagi í hjúkrunarfræðing á bakvakt. Hjúkrunarfræðingur einn á vakt í þeim tilvikum, er einungis einn hjúkrunarfræðingur er á vakt þeg- ar vaktskrá gerir ráð fyrir að þeir séu tveir, skal greiða honum auka- lega dagvinnu og vaktaálag eftir atvikum. Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.