SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 24
24 20. nóvember 2011 Óttar Norðfjörð er hálftékkneskur rit-höfundur sem býr tvo þriðju hlutaársins á Spáni. Hann vakti fyrst miklaathygli með bók sinni Hnífur Abra- hams sem seldist gríðarlega vel en síðasta bók hans var Áttablaðarósin sem kom út í fyrra. Nú fyrir jólin kom út bók hans, Lygarinn, en þar er hið sögufræga skákeinvígi Fischers og Spasskys í bakgrunni, en aðalefni bókarinnar er ráðgáta sem lögreglan glímir við. „Já, það er mér nauðsynlegt að búa úti á Spáni til að ná einbeitingu við skriftirnar. Ég skil varla hvernig íslenskir rithöfundar sem búa hér á landi geta komið út bók árlega. Ég kem svo miklu í verk úti en svo litlu í verk hér heima. Svo fær maður líka gott sjónarhorn á Ísland þegar maður býr er- lendis, ferskari sýn á landið og efnivið bóka minna. Það er einmitt vegna ára minna erlendis sem ég elska Ísland meira nú en áður, því núna hef ég lært að meta allt það sem gerir Ísland svo sér- stakt, eins og náttúruna sem ég tók sem sjálfsögð- um hlut áður fyrr þegar ég bjó bara á Íslandi.“ Blaðamaður Morgunblaðsins spyr hvort það eigi ekki allir einstaklingar í svona tvöföldu sambandi við samfélagið sitt, að vilja búa þar og yfirgefa það, en Óttar er ekki viss um það. „Flestir Spánverjar sem ég þekki eru til dæmis himinlifandi með land- ið sitt og vilja ekkert fara. Þeim finnst maturinn sinn bestur og veðrið er alltaf gott. Þetta er auð- vitað ekki svona hér á Íslandi. Við búum við veðravíti og uppnefnum landið okkar skerið, klakann eða djöflaeyjuna. En svo kemur íslenska sumarið og þá lagast allt. Stundum upplifi ég í raun tvær þjóðir hér á landi, sumar-Íslendinga og vetrar-Íslendinga. Öfgarnar í birtu og veðurfari eru mun minni á Spáni og það hefur áhrif á fólk- ið,“ segir Óttar. Lærði mannganginn með móðurmjólkinni Nýja skáldsaga hans fjallar öðrum þræði um skák en Óttar hefur teflt frá því hann man eftir sér. „Ég lærði mannganginn með móðurmjólkinni og hef teflt alla mína ævi, varð meðal annars Norð- urlandameistari í skák með grunnskólanum mín- um. Þetta er ástríða og ef maður smitast einu sinni þá er þetta alltaf til staðar. Pabbi minn tefldi einn- ig mikið og var einn af tveimur Íslendingum sem unnu Bobby Fischer heitinn í skák (hinn var Frið- rik Ólafsson). Það var í fjöltefli í Kaupmannahöfn árið 1962. Heima hjá mér hékk alltaf stór ljósmynd af viðburðinum. Þetta var meira að segja falleg skák, pabbi fórnaði manni til að vinna. Mig hafði því lengi langað til að skrifa spennusögu tengda skáklistinni.“ Spurður hvaðan hugmyndin að nýju bókinni kom svarar Óttar: „Hún vaknaði fyrir þremur ár- um þegar ég sá heimildarmynd á Spáni um Spassky/Fischer-skákeinvígið í Reykjavík 1972. Pabbi hafði oft talað um einvígið við mig og lýst því fyrir mér, en fyrst þegar ég var á Spáni og með fjarlægð á Ísland áttaði ég mig á því að þetta væri alveg frábært efni í bók.“ Þess má geta að Arnaldur Indriðason gaf nýverið út skáldsögu sem byggist einnig á skákeinvíginu fræga, en Óttar telur harla ólíklegt að þeir hafi vitað hvor af skrifum annars þangað til núna, en í hans tilviki vissu einungis mamma hans, bróðir og kærasta að hann væri að skrifa um einvígið. „Bókin mín gerist líka í nútímanum, en um mál sem teygir anga sína aftur til ársins 1972. Rauði þráðurinn er í rauninni Eimreiðarhópurinn svo- kallaði, en hann var einmitt stofnaður ’72. Með- limir hópsins stjórnuðu Íslandi í nánast 25 ár. Að- alpersóna bókarinnar er ung kona sem uppgötvar hluti um Eimreiðarhópinn og það mál leiðir hana til ársins 1972. Þetta er nokkurs konar pólítísk spennusaga, enda var einvígið hápólitískt. Þarna vorum við með Ameríkanann Fischer og Sov- étmanninn Spassky, fulltrúa stórvelda kalda stríðsins, að mætast við taflborðið og það á litla Ís- landi.“ Þótt Óttar sé nýbúinn að gefa út skáldsöguna sína er hann strax byrjaður á næstu bók. „Já, og þú mátt gjarnan koma því að um hvað hún er, svo það verði enginn árekstur á milli okkar Arnaldar aftur. Þetta verður sjálfstætt framhald Átta- blaðarósarinnar og mun öðrum þræði fjalla um árásina á Goðafoss árið 1944. Þannig að ef Arn- aldur er að lesa þetta, eða einhver sem þekkir hann, þá vinsamlegast ekki skrifa spennusögu um árásina á Goðafoss fyrir næstu jól,“ segir Óttar og hlær. Jólabækurnar Hugmyndin að Lygara Óttars M. Norðfjörðs kviknaði fyrir þremur árum þegar hann sá heimildarmynd á Spáni um sögulegt skákeingvígi þeirra Spasskys og Fischers í Reykjavík 1972. Morgunblaðið/Ómar Spenna og skák á litla Íslandi Óttar Norðfjörð er með nýja spennusögu fyrir jólin sem nefnist Lygarinn og er einvígi Fischers og Spasskys í bak- grunni sögunnar. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Nytjabækur Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson Mál og menning Bók [Einars] er skemmtileg aflestrar, þegar verst lætur verður þetta hálfgert röfl og blaður en þegar best lætur er þetta leiftrandi skemmtilegt. Hann er með ýmiskonar óvæntar tengingar í texta sínum og skemmtilegar frásagnir úr eigin lífi. Hann lætur ýmsa fá það óþvegið, meira að segja foringja sinn, fjármálaráðherrann Steingrím J. Sigfússon, fyrir að framkvæma allt það sem hann var á móti þegar hann var í stjórnarandstöðu. Það er nefnilega hægt að segja það um Einar Má að hann lætur engan stýra sér. Hann fylgir ekki flokki sínum blint. Á meðan flestir listamenn fylgdu flokkslínunum blint í Icesave-málinu þá spyrnti hann við fótunum, en biðst þó afsökunar á framferði sínu með orðunum: „Vandi stjórnmálamanna er ekki þeir sem gagnrýna þá heldur jáhirðin í kringum þá, bitlingasnatarnir, metorðastritararnir og þeir sem halda að þeir eigi alltaf að vera þægir og að gagnrýni lýsi óánægju.“ Börkur Gunnarsson Hrossafræði Ingimars Ingimar Sveinsson Uppheimar Hrossafræði Ingimars er bók sem allir þeir sem eiga hesta, hafa áhuga á hestum eða eru með hross í hagagöngu ættu að eiga. Fáir eru jafn mikill fróðleiksbrunnur um íslenska hestinn og Ingimar og það er öðrum áhugamönnum um íslenska hestinn í nútíð og framtíð ómetanlegt að hann hafi sett hrossafræði sín í eina bók fyrir þá til að njóta og læra af. Ingveldur Geirsdóttir Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Ritstjóri Ólafur Kvaran. Höfundar Júlíana Gott- skálksdóttir, Æsa Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Schram, Gunnar J. Árnason. Jón Proppé, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Laufey Helgadóttir, Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Gunnar B. Kvaran, Harpa Þórsdóttir og Eva Heisler Listasafn Íslands & Forlagið Hér eru komnar bækur sem mikil þörf hefur verið á; viðamikið og vandað verk, skrifað fyrir almenning, og ætti að mennta og fræða landsmenn, sem hafa upp til hópa furðulega litla þekkingu og takmarkaðan skilning á því mikilvæga listformi sem myndlistin er. Listformi þar sem bestu listamennirnir eru á hverjum tíma að bregðast við samtíma sínum, og eru um leið í persónulegri samræðu við alþjóðlega strauma og stefnur, en sitja ekki kyrrir í öryggi hins liðna. Einar Falur Ingólfsson Íslenskir kommúnistar 1918-1998 Hannes H. Gissurarson Almenna bókafélagið Mér finnst Hannes Hólmsteinn hafa unnið mikið afrek með þessari bók. Það liggur við að það sé veikleiki á bókinni hvað hann gerir lítið af því að draga ályktanir af þeim upplýsingum, sem hann hefur safnað saman, og mundi kannski einhver telja það ólíkt höfundinum, sem er betur þekktur fyrir flest annað en að liggja á skoðunum sínum. Myndirnar í bókinni eru stórmerkilegar og frágangur mjög góður. Styrmir Gunnarsson Kristín Gunnlaugsdóttir - Undir rós Pál Valsson og Ásdís Ólafsdóttir Eyja útgáfufélag Bókin gefur gott yfirlit yfir listsköpun Kristínar. Samtal þeirra Páls er upplýsandi og með túlkun sinni varpar Ásdís áhugaverðu ljósi á myndheiminn. Annars sjá lesendur úrval myndverka Kristínar. Bakgrunnur hennar í myndlistinni er óvenjulegur; nám í klassískum fagurlistaskólum á Ítalíu og í íkonagerð, og hefur það mótað óvenjulegan fígúratífan myndheiminn. Verkin eru birt nokkurn veginn í tímaröð, þannig að góð tilfinning er gefin fyrir þróuninni, en inn á milli er þó skotið stöku nýju verki, þar sem áherslan er á kynkraftinn, eða skissu af nakinni konu með Bónuspoka, sem nýlega varð að málverki. Andinn og tímalaus hreinleikinn sem einkennir mörg eldri verkanna, og hið nýja umfjöllunarefni, hispurslaus kynhvötin, mætast í innilegri mynd af móður með unga dóttur, þar sem bleikur víbrator stendur jafnrétthár þeim í rammanum. Megináhersla bókarinnar er síðan á þessi nýjustu verk. Einar Falur Ingólfsson Rosabaugur yfir Íslandi Björn Bjarnason Ugla Rosabaugur yfir Íslandi veitir heildstæða mynd af átökunum á árunum fyrir hrun. Þar má á einum stað finna ótal heimildir um opinbera umræðu, þar semmargir létu glepjast, aðrir vildu glepjast og sumir höfðu þann starfa að glepja. Bókin er ómetanleg öllum þeim vilja skilja íslenskt samfélag á dögum bólunnar miklu, þann ofmetnað og ofstopa, sem átti drjúgan þátt í hruninu og gerði það miklu verra en ella. Hún er skyldulesning fyrir allir áhugamenn um íslensk þjóðmál, stjórnmál og ekki síst fjölmiðla. Andrés Magnússon Saga Akraness I og II Gunnlaugur Haraldsson Uppheimar Og höfundurinn hefði líka mátt vera gagnorðari – sleppa umfjöllun um ákveðin atriði og efni, stytta mál sitt. Yfirleitt verða bækur betri með því. Það er sömuleiðis umhugsunarvert hvort efni bóka skilar sér til lesandans í langlokutexta. Lýsingar á örnefnum, sem eru færð inn á kort, eru áhugaverðar en betur hefði farið á því að efnið hefði t.d. verið fært inn á mynddisk eða gert aðgengilegt á netinu. Raunar má spyrja sig hvort heimildarrit sem taka heilu hillufaðmana eigi rétt á sér lengur – þegar öll miðlun upplýsinga er að færast í nýtt og hentugra form, en þannig verður sagan fólki veganesti á líðandi stund. Almennt má hins vegar segja að þau tvö bindi Akranessögunnar sem nú liggja á borðinu séu góð; enda þótt til staðar séu ágallar sem reifaðir eru hér að framan. Sigurður Bogi Sævarsson Sjálfstæð þjóð Eiríkur Bergmann Bjartur Um Sjálfstæða þjóð er það að segja að þeir starfsmenn Evrópusambandsins sem fengið hafa það hlutverk að kortleggja Ísland hljóta að skemmta sér yfir lýsingum á skrælingjalýðnum sem lifir og hrærist í eigin heimóttarskap. Baldur Arnarson Stolnar stundir Ágúst Borgþór Sverrisson Sögur Sagan er vel skrifuð og frásagnir Ágústs af yfirborðsmennsku og innihaldsleysi í lífi söguhetjunnar eru vel útfærðar. Hinsvegar verður erfiðara og erfiðara að lesa um Þóri eftir því sem á líður þar sem lesandanum líkar sífellt verr við hann. Undir lokin fer af stað atburðarás sem gefur sögunni ákveðið ris en að lokum varð maður feginn að geta lokað bókinni og hætt að lesa um þennan mann. Kannski var það tilgangurinn og bókin vekur vissulega upp spurningar sem hefðu þó kannski verið þarfari fyrir nokkrum árum. Hallur Már Trúður – Borg óttans Sigurður Fannar Guðmundsson Sölumiðlun Suðurlands-sms ehf. Eins og sjá má er Trúður – Borg óttans gædd misfellum. Helsti lösturinn er þetta stílaflökt, líkt og Sigurður sé enn að finna skáldfótum sínum forráð. Það er gnægð vísbendinga í bókinni um að Sigurður hafi þetta í sér, en hitt og þetta þarf að tálga til. Arnar Eggert Thoroddsen Valeyrarvalsinn: sagnasveigur Guðmundur Andri Thorsson JPV Hér þarf lesandinn ekki að fást við ládeyðu og tilþrif á víxl heldur er nokkurn veginn um samfelldan stílgaldur að ræða sem heldur dampi svo til sleitulaust. Lesandinn stelst ósjálfrátt til að óska sér að bókin hefði verið 50–100 blaðsíðum lengri en sé að gáð hefur Guðmundur Andri líkast til haft á réttu að standa að stilla bókina af einmitt í þessa lengd. Höfundi tekst með afbragðsvel stíluðum textanum að koma svipmyndinni til skila; hann fangar ímyndunaraflið, hreinlega kveikir á skilningarvitunum. Valeyrarvalsinn er yndislestur spjaldanna á milli. Jón Agnar Ólason

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.