Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Halldóra Bjamadótt- ir — Minningarorð Fædd 14. nóvember 1873. Dáin 28. nóvember 1981. Þegar hringt var til mín þ. 28. nóv. sl. og mér tilkynnt lát vin- konu minnar Halldóru Bjarna- dóttur og heyrði hvernig andlát hennar hafði borið að, komu í hug minn orð skáldsins okkar, sr. Matthíasar: Dæm svo mildan dauða Drottinn þínu barni, eins og léttu laufi lyftir blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Halldóra blessunin fékk mildan dauða, Guði sé lof. Margar minningar þyrluðust upp í huga mínum, því mörg ár eru liðin frá því fundum bar fyrst saman. — Það var síðsumars árið 1908, að barið var að dyrum heima í skóla, á ég þar við gagnfræða- skólann á Akureyri, sem nú er menntaskóli. Annríki var á heim- ilinu, þvi við vorum þá að flytja í skólann, og var mér sagt að fara til dyra, þá var ég 11 ára stelpu- strá. Þegar ég opnaði fyrir gestin- um stóð fyrir utan ung og glæsileg kona í dönskum búningi, með fal- legan fjaðrahatt, sem mér varð starsýnt á. Hún spurði eftir móður minni. Hver gat þetta verið, skyldi það vera nýi skólastjórinn, sem væntanlegur var að barnaskólan- um um haustið? Þó ótrúlegt væri, heyrði ég fullyrt, að það væri kona, sem hefði orðið fyrir valinu. Og þetta reyndist rétt tilgáta. Þarna var komin Halldóra Bjarnadóttir, nýi skólastjórinn. í skyndi sótti ég móður mína og þarna urðu miklir fagnaðarfundir, því báðar voru þær Húnvetningar, og meira að segja Vatnsdælingar. Frá fyrstu bernsku hafði ég orðið vör við, að sterk átthagabönd tengdu móður mína við sína bernsku- og æskusveit, hvergi var grasið grænna, blómin litauðugri, fífan hvítari né vatnið tærara en í Vatnsdalnum hennar, og ég fann ekki betur en Halldóra væri sömu skoðunar. Mér leist afskaplega vel á þessa ungu konu við fyrstu sýn, og góð vinátta hófst svo að segja strax með okkur, sem haldist hefur langa æfi. Eftir því sem árin liðu og ég kynntist Halldóru betur hef ég dáð hana meira; hún var ein- stök í sinni röð, engum öðrum lík. Eins og alþjóð er kunnugt var hún ein af merkustu konum sinn- ar samtíðar hér á landi og þó víðar væri leitað og margt hefur verið um hana skráð, en ég get þó ekki annað en sent henni kveðju þá hún er öll og verður kvödd hinstu kveðju. Halldóra var fædd að Ási í Vatnsdal 14. október 1873, einu ári fyrir þjóðhátíðina, hugsið þið ykk- ur! Foreldrar hennar voru hjónin Björg Jónsdóttir frá Háagerði á Skagaströnd, vitur kona og göf- uglynd. Faðir hennar Bjarni var sonur Jónasar bónda að Ási í Vatnsdal; var hann talinn mikill greindar- og sómamaður eins og þeir Ásfeðgar allir. Jónas þótti mjög hnyttinn í svörum og lét ekki sinn hlut. Gat Halldóra sótt margt til þessa afa síns. Foreldrar Halldóru fluttu brátt frá Ási að Hofi í sömu sveit og búa þar til vorsins 1883. Þá skilja leið- ir, þær mæðgur flytja til Reykja- víkur og eiga fyrst heimili hjá Jóni Árnasyni þjóðsagnaritara, en Björg og Jón voru systraþörn. Bjarni faðir Halldóru fór til Vesturheims og giftist þar sðar húnvetnskri konu, Þórunni Magn- úsdóttur frá Steiná í Svartárdal, var hún systir sr. Jóns Magnús- sonar prests á Snæfelli og víðar. Sr. Jón var faðir Magnúsar Jóns- sonar prófessors og alþingis- manns. Eignuðust þau hjón þrjár dæt- ur. — Síðasta árið sem Halldóra er á Hofi, er þar kvennaskóli Húnvetninga, forstöðukona skól- ans var þá Þórdís Eggertsdóttir frá Kleifum. Varð hún þá strax fyrir áhrifum um menntun kvenna, hún fær að sitja í tímum og saumar krosssaumsmynd, sem ennþá er til og er til sýnis í Hall- dórustofu á Blönduósi. Á seinni árum hafði Halldóra orð á því við mig að hún hefði aldrei beðið þess bætur, að for- eldrar hennar skildu. Og aldrei datt henni í hug að festa ráð sitt. Vildi ekki eiga neitt á hættu. Óef- að hefur hún þó oft átt kost á því, jafn glæsileg og vel gefin, eins og hún var. — Þegar ég var að hjálpa Halldóru við að koma sér fyrir á Héraðshælinu á Blönduósi fyrir nýárið 1955 dró hún mynd í falleg- um ramma af ungum manni, upp úr pússi sínu og sagði um leið og hún hengdi myndina fyrir ofan rúmið sitt: „Ætli það sé ekki best að hengja hann upp eftir 60 ár.“ Ég þorði ekkert að segja, en fann að mikil saga lá þar á bak við. — Og þegar Halldóra var spurð sem ung stúlka hvort hún hugsaði ekki til ráðahags svaraði Helga Gröndal vinkona hennar fyrir hana: „Dóra giftist aldrei nema ef hún ætti annað hvort séra Eirík Briem eða pabba." í Reykjavík naut Halldóra þeirrar menntunar, er þá var völ á fyrir ungar stúlkur, og þegar hún er 17 ára, ræðst hún sem farkenn- ari norður í Gönguskörð. Fæst hún við farkennslu næstu fimm árin. Henni var brátt ljóst, að mikils var krafist af farkennur- um. Það voru ekki aðeins þessar algengu námsgreinar sem krafist var af kennaranum, heldur þurfti hann að kenna að sauma alls kon- ar fatnað bæði á konur og karla heimilisins. Þá var fjölmenni á bæjum svo mikla kunnáttu og leikni þurfti til að sinna öllum þeim störfum. Gömlu farkennar- arnir eiga merka sögu. Þeir þurftu að kunna skil á öllu mögulegu milli himins og jarðar. Til þeirra var leitað með mörg vandamál, andleg og líkamleg, þar við bætt- ist svo söngur og íþróttir og börn- in í sveitinni nutu þess að ganga í skóla hjá þeim. Gömul vinkona mín, sem andaðist síðastliðið haust, lét þess oft getið við mig, að hennar sælustu stundir í æsku hefðu verið í litla farskólanum hennar í Hörgárdal; þannig hugs- aði hún til skólans síns. — Hvernig hugsa börnin nú til fal- legu og vel búnu skólanna sinna? — Mér skilst að bestu dagarnir séu, þegar gefið er frí. — Halldóra fékkst við farkennslu næstu fimm árin. Hún var svo lánsöm að komast að Höfnum á Skaga til Jóninnu Jónsdóttur, sem þá bjó þar, ekkja Árna Sigurðs- sonar stórbónda á Höfnum. Jón- inna skildi vel löngun Halldóru til meiri mennta. Hún fann, hve miklum hæfileikum hún vargædd, og hvatti hún hana til frekara náms og bauð henni fjárhagslegan stuðning. Farkennarakaup var þá 6 kr. á mánuði. — Eftir miklar bollalegg- ingar ákvað Halldóra að fara til Noregs. Vinkona hennar Jóninnu er bauð Björgu að vera hjá sér meðan Halldóra dveldi erlendis seldi Björg húseign sína í Reykja- vík og flutti norður, hafði hún haft matsölu í Reykjavík þau árin, sem Halldóra var við kennsiu. — Eftir þriggja ára dvöl í Kristi- aníu, eins og Osló nefndist þá, tók Halidóra kennarapróf vorið 1899. Hún kom heim og sótti um kennslu við barnaskóla í Reykja- vík, fékk tímakennslu við skólann. Kaupið var 35 aurar á tímann, en þegar hún sótti um fasta stöðu með kr. 500 í árslaun, var henni neitað. Ymsum í bænum þótti miður því Halldóra kom með ýms- ar nýjungar í kennslu auk þess sem hún var mjög vinsæl meðal barnanna, brýndi fyrir þeim að vera foreldrum sínum hlýðin, hefðu bækur og ritföng í reglu, væru hrein um andlit og hendur og hefðu hreinan vasaklút með í skólann. Eitt sinn hafði Héðinn Valdimarsson vanrækt það. Sendi Halldóra hann heim eftir klút, og var þó ekki viss um hvernig Bríet móðir hans Bjarnhéðinsdóttir, sá mikli kvenskörungur, tæki þessu boði. Bríet þakkaði Halldóru fyrir, sem hennar var von og vísa. Henni var ljóst hvers virði það var fyrir börn að temja sér reglusemi og góða siði. Var Bríet hvassyrt i Kvennablaðinu yfir því að yfir- völdin í bænum skyldu ekki taka umsókn Halldóru fegins hendi, en henni var hafnað og Halldóra hvarf aftur til Noregs þar sem henni bauðst staða og 900 kr. á mánuði. Kenndi hún lengst af í Moss. — Eftir að hún hafði fengið fasta kennarastöðu í Moss, kom Björg móðir hennar og þær mæðg- ur bjuggu saman, þar til Halldóru var veitt skólastjórastarfið á Ak- ureyri 1908 og hvarf heim. Björg móðir hennar kom ári síðar. Það var í mörgu að snúast, þeg- ar komið var til Akureyrar. Skóla- húsið var staðsett undir Brekk- unni þar sem rými var af skornum skammti. Snarbrött brekkan fyrir ofan húsið og fyrir framan mjó gata og svo kom aftur snarbrött brekka niður í sjó. — Ekkert rými var fyrir börnin í frímínútunum, og varð það fyrsta verk Halldóru að ryðja brekkuna fram fyrir sunnan skólahúsið og gera þar smá leikvöll. Þegar ég var barn heyrði ég að mikla deilur hefðu staðið milli Ak- ureyringa og Oddeyringa um það, hvar nýi barnaskólinn ætti að standa og enduðu þær deilur með því að Páll Briem amtmaður, sem þá sat á Akureyri, hefði látið mæla vegalengdina frá neðsta húsi á Oddeyri og syðsta húsi í Fjörunni og mælt svo fyrir , að reka niður hæl á miðri þeirri vegalengd og þar skyldi skólinn standa, og öllum gert jafnt undir höfði. Halldóru var vel tekið af skóla- nefnd barnaskólans, en mörgum var nóg boðið, þegar hún tók upp ýmsar nýjungar í skólanum. Snemma var byrjað að kenna handavinnu bæði drengja og stúlkna; Fólkið sagði: þau geta lært handavinnu heima. Börn voru látin hafa skóskipti, þegar komið var í skólann, svo ryk bærist ekki í skólastofurnar. Börnin voru skyldug að fara út í frímínútum og máttu ekki borða nestið sitt í skólastofunni heldur á ganginum, því þá þurfti að opna glugga og fá ferskt loft í stofuna. Þó ekki væri annað en þetta þá urðu skiptar skoðanir í bænum um bröltið í henni Halldóru. Nú var komið á söng- og leikfimikennslu, en ekk- ert íþróttahús var þá í bænum nema leikfimihúsið við gagn- fræðaskólann, og það þótti of erf- itt fyrir börnin að sækja þangað, en Halldóra hélt sínu striki. Það skorti sönghæf ljóð fyrir minnstu börnin. Halidóra sá fyrir því, að Páll Árdal, sá mikli sómamaður, samdi og þýddi ljóð fyrir börnin og blessaður séra Jónas lagði hon- um lið. Innan skamms lét hún prenta lítið kver, Kvæði og leiki, hjá Cappelen í Osló. í kverinu voru nótur svo hægt væri að læra lögin. Þessi bók varð mjög vinsæl, komu þrjár útgáfur út. Halldóra var mjög heppin með kennara. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Páll Árdal og Ingimar Eydal voru fast- ir kennarar við skólann. Magnús Einarsson og Lárus Rist kenndu söng og leikfimi. Eftir að skóli byrjaði um haustið hélt Halldóra kennarafund á hverjum laugar- degi með kennurum sínum og stuttu síðar stofnaði hún ásamt föður mínum kennarafélag til að sameina alla kennara sýslunnar. Á fyrstu jólunum hélt hún litlu jól með börnunum. öll fengu þau eitt kerti á borðshornið sitt, svo var kveikt, lesið jólaguðspjall og sungnir jólasálmar. Hátíðleg stund, en nýstárleg. Á litlu jólun- um var skipt milli barnanna myndablöðum frá sunnudaga- skólabörnum í Danmörku. Börn- unum þótti mikill fengur í þessum blöðum. Þá þekktust ekki mynda- blöð. — Þessum sið hélt hún öll árin. Svo þurfti skólinn að eignast bókasafn og hljóðfæri. Stofnað var til skemmtana til að fá pen- inga, því víðast hvar blasti við fá- tæktin og allsleysið. Ég man eftir einni skólaskemmtun, þar sem m.a. var sýndur þáttur úr Pétri Gaut. Þar lék Halldóra Ásu og Guðlaugur sýslumaður fór með hlutverk Péturs — það var stór- kostlegt. Og svo þurfti að prýða brekkuna fyrir vestan skólahúsið. Eitt vorið mæltist hún til þess við krakkana, að þeir hjálpuðu henni við að gróðursetja birki í brekk- una, þau áttu að grafa holurnar og fá áburð með því að sækja hrossa- tað upp á móa, hún kæmi með trén og segði fyrir um gróðursetning- una. En viti menn; afturhaldið í bænum brást illa við, taldi það ékki sæmandi fyrir börnin að tína hrossatað úti á víðavangi og slíkt álag væri óþolandi. Nærri má geta, að ekki þurfti hvert barn að hafa svo mikið í poka sínum, að byrði yrði ofraun. Varð því minna úr þessu en ætlast var til. Hall- dóra var mikil félagshyggjukona, trúði á samtök fólksins, því „hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman“, segir Matthías. Þegar þar að kom að konur fengu rétt til að kjósa og bjóða sig fram 1915—16 á Akureyri var Halldóra kosin í bæjarstjórn, en ef mælst var til þess að hún byði sig fram til þings, aftók hún það. Hún var allt- of frjálslynd til að skipa sér í ákveðinn flokk, sá eitthvað gott hjá öllum. Hún kom á foreldrafundum, vildi kynnast heimilum barnanna. öll börn fengu lýsi í skólanum. Sama var hvað Halldóra gerði, eitthvað var við það að athuga hjá ýmsum bæjarbúum. Svo leið að frostavetrinum mikla, sem kallað- ur var, 1917—1918. Eftir nýjár urðu miklar frosthörkur og fjörð- urinn fylltist af ís. Erfitt var að halda uppi skóla fyrir ófærð og kulda, eldsneyti var af skornum skammti, og varð að spara eftir mætti. Köldustu dagana féll kennsla niður. Nú var í mörg horn að líta, ekki nóg að hugsa um börnin og skólann. Það þurfti einnig að skyggnast inn í heimili barnanna og hlaupa undir bagga, ef mögulegt var. Halldóra kvaddi til sjálfboðaliða og kom á fót sauma- og prjónastofu í barna- skólanum sem starfaði seinni bart dags til að nota ylinn frá deginum, þegar hitað var upp. Svo skálmaði hún um allan bæ og safnaði hlýj- um fötum hjá þeim, sem hún vissi að áttu hálffulla og fulla skápa af slíkum varningi. Svo var sprett upp og saumað af miklum áhuga. Band var einnig á óskalistanum og heillegar prjónaflíkur, sem raktar voru upp og var prjónað á ný úr bandinu. Mest voru þetta barna- föt. Að kvöldi var fatnaðurinn lát- inn í poka sem bundinn var á lít- inn sleða, og svo sagði Halldóra: „Nú kemur þú Hulda mín og dreg- ur sleðann, ég ræð ferðinni." Minnisstæðust er mér ein ferð út í Kræklingahlíð. Hörkufrost var á og allt ísköld breiða. Eftir 5 km göngu komum við að litlum bæ, sem var á kafi í snjó, bæjardyrnar höfðu þó verið mok- aðar upp. Halldóra barði að dyr- um, en enginn bærði á sér, gekk hún þá ótrauð inn göngin og komst við illan leik innað bað- stofudyrum, ég beið með sleðann úti á hlaðinu og horfði á dýrðina sem blasti við. Tunglið skein í allri sinni dýrð og stirndi á endalausa fannbreiðuna, hvergi sá á dökkan díl. Að stundu liðinni heyrði ég kall- að: „Hulda komdu með pokann." Ég leysti af sleðanum og fór inn. Hálfrokkið var í baðstofunni, spara þurfti ljósið. Þar grillti í mörg barnsandlit, sem gægðust upp undan sænginni sinni. Eftir- væntingin og forvitnin leyndi sér ekki í augnaráðinu, og svo breytt- ist hún í gleði þegar tekið var upp úr pokanum og úthlutað fötum til allra barnanna. Einn drengurinn hrópaði upp yfir sig af gleði: „Nú getum við farið á fætur á morgun, komist út og leikið okkur í snjón- um.“ Þessi mynd hefur fylgt mér síðan, átakanleg en þó fagnandi. Svona var Halldóra. Ég hef alla æfi verið henni þakklát fyrir að fá að taka þátt í merkilegum störfum hennar. Eftir stundarkorn kvödd- um við elskulegt fólk í litla bæn- um í hlíðinni og skunduðum létt- stígar heim. En bæjarbúar fundu einnig að þessu brölti Halldóru, eins og þeir komust að orði. Vorið 1918 sagði Halldóra lausu starfi sínu við barnaskólann á Ak- ureyri; hún var orðin leið á nagg- inu bæði á mannfundum og í blöð- um eins og hún komst að.orði í ævisögu sinni, en þar með er ekki öll sagan sögð. Halldóra vill ekki kasta rýrð á Akureyringa og því lætur hún það ósagt, sem réði úr- slitum. Hún hafði eignast marga vini á Akureyri og nágrenni, verið vinsæl meðal barnanna og sam- kennara, komið ýmsu góðu til leið- ar utan skóla og innan. Allt er betra en dauðinn, segir hún. Haft var orð á því strax í byrjun að hún væri góður stjórnandi, vildi hafa allt í röð og reglu og væri afbragðs kennari, einkum lét henni vel að kenna kristinfræði. Hún var mikil trúkona. Halldóra lét sér mjög annt um skólabörnin. Tók oft heim börn sem áttu í erfiðleikum, kenndi þeim heima og hlynnti að þeim. Iðulega kom hún fátækum og vanþroska börnum fyrir á góð- um sveitaheimilum, taldi þroska- vænlegt að þau kynntust sveitalíf- inu, eins og það var þá, laust við alla vélvæðingu. Kom á lýsisgjöf- um í skólanum o.s.frv. sem of langt yrði upp að telja, en að öllu var fundið. Afturhaldið í bænum þoldi ekki að aðrir nytu heiðursins en hin gömlu stórveldi bæjarins, sem öllu höfðu ráðið i áratugi og höfðu haft öll ráð í hendi sér. Halldóra fékk áskoranir og bænaskrá um að taka uppsögn sína aftur, en það var árangurs- laust, Halldóra hélt sínu striki ens og hún var vön. Ekki var þó blóm- legt framundan, að engu var að hverfa. Fjöldi bæjarbúa saknaði Halldóru frá skólanum. Lárus Rist íþróttakennari og sómamað- ur lætur þess getið mörgum árum síðar að Halldóra Bjarnadóttir hafi átt mikinn þátt í að gera Ak- ureyri að því menntasetri sem höfuðstaður Norðurlands er nú orðinn. Þó börnin og skólinn væru efst í huga Halldóru þá lét hún félags- mál mikið til sín taka. Konur höfðu ekki kosningarétt né kjör- gengi á fyrstu árum Halldóru á Akureyri, en hún hvatti konur til félagsskapar og samvinnu. Hún gekk í félög kvenna á Akureyri, Framtíðana og Hlíf, fór ut um nærsveitir og vakti konur til sam- eiginlegra starfa. Og svo rann upp sá stóri dagur vorið 1914, þegar Halldóra stofnaði til kvennafund- ar á Akureyri og fulltrúar úr öll- um sýslum norðanlands komu til fundar. Slíkt var einsdæmi. Þessi merkilegi fundur var haldinn í skólanum heima, faðir minn vildi ávallt vera Halldóru hjálplegur. Ég fylgdist með af lífi og sál, þótt unglingur væri, fannst mér hróp- legt ranglæti, að konur hefðu ekki sama rétt og karlar, ég leit mikið upp til Halldóru, hún var sann- kölluð vökukona. Eftir að Halldóra fór að kynn- ast kvenfélögunum á Akureyri og nágrenni fannst henni þau ekki nægilega lifandi, starfsemin ekki eins fjölskrúðug og skyldi. Góður félagsskapur á að fræða menn og þroska. Hlutverk félaganna er að sameina konurnar, kenna þeim að vinna saman að góðum málum, einkum eru það heimilin, hinn forni arfur, sem þeim ber að vernda segir Halldóra. Það færð- ist nýtt líf í bæinn þessa fundar- daga. Nú voru það konur sem settu svip á bæinn, hver skyldi hafa trú- að því. í fundarlok var stofnað sam- band norðlenskra kvenna, ánægja ríkti meðal fundarkvenna, gömlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.