Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989.
23
Iþróttir
IS-ingar
komu fram
hefndum
- sigruðu Þrótt, 3-1, í bikarúrslitaleik karla í blaki
Karlalið Þróttar og IS léku til úrslita í bikar-
keppni Blaksambandsins á laugardaginn. Þessi
sömu lið mættust við sömu aðstæður í fyrra
og þá fór Þróttur með sigur af hólmi eftir hörku-
viðureign.
ÍS-ingar hafa vafalítið verið minnugir þessa
því þeir mættu harðákveðnir til leiks og ætluðu
greinilega að hefna harma sinna. Þeim tókst
það með því aö sigra Þróttara, 3-1, í fremur
köflóttum leik. ÍS var með fullskipað lið en
Þröstur Friðfinnsson, Þróttari, var veikur og
gat lítið haft sig í frammi.
Bæði lið voru í miklum ham í byrjun fyrstu
hrinu en ÍS-ingar voru einfaldlega sterkari og
náðu forystunni sem þeir héldu út hrinuna og
unnu 15-10: í annarri hrinu áttu Þróttarar betri
byrjun, en ÍS-menn sigu fram úr og unnu síðan
hrinuna, 15-12. Þróttarar voru greinilega í
vandræðum hér þeir gerðu sig hvað eftir annað
seka um mistök, klúðruðu uppgjöfum og sókn-
um hvaö eftir annað og því var tekið á það ráð
að skipta inn á mönnum sem ekkert hafa spilað
með meistaraflokknum í vetur.
Þetta varð til þess að hleypa lífi í Þróttara sem
byrjuðu þriðju hrinuna af krafti og ákveðni.
Þeir komust í 3-0 og löguðu stöðuna í 7-3, þá
tóku ÍS-ingar við sér og jöfnuðu, 9-9. Nú var
jafnt á með liðunum en þegar staðan var 11-11,
fyrir Þrótt, gerðist umdeilt atvik sem dómari
dæmdi ÍS-mönnum í hag. Það var Leifur Harð-
arson, fyrirliði Þróttar, hreint ekki sáttur við
og lét það í Ijós yið dómarann sem sýndi honum
rauða spjaldið. ÍS-menn fengu því tvö stig þarna
á verði eins og staðan orðin tvísýn, 13-11, ÍS í
vil. Þróttarar, knúnir áfram af reiði og ákveðni,
létu þetta ekki á sig fá og unnuhrinuna, 17-15,
eftir mikið streð. Titilþyrstir ÍS-menn mættu
endurnýjaðir í fjórðu hrinu og höfðu náö sér í
8 stig áður en Þróttarar vissu hvað var að ger-
ast. Þeir náðu þó að svara aðeins fyrir sig en
ÍS vann hrinuna örugglega, 15-8, og þar með
var bikarinn þeirra.
„Við náðum mjög vel saman í dag, allir áttu
góðan dag og það var hðsheildin sem gerði út-
slagið hér," sagði Sigurður Þráinsson, fyrirliði
ÍS3 eftir leikinn.
IS-menn sýndu í heildina ágætan leik og best-
ir þeirra voru Þorvarður Sigfússon og Sigurður
Þráinsson auk Arngríms Þorgrímssonar sem
spilaði vel upp og átti góðar laumur á mikilvæg-
um augnablikum. Hjá Þrótturum átti Leifur
Harðarson góða spretti og þeir Lárentsínus
Ágústsson og Samúel Örn Erlingsson sýndu
ágæta takta eftir langt hlé frá meistaraflokks-
leikjum.
Björn Guðbjörnsson og Ólafur Árni Trausta-
son dæmdu leikinn prýðOega.
IS blkarmeistari karla
-S)c   Víkingur bikarmeistari kvenna
Víkingur hirti
alla titlana
- vann HK, 3-1, í bikarúrslitum kvenna
„Þetta hfur verið góður vetur, okk-
ur hefur gengið vel, ég held að við
höfum átt þetta skihð," sagöi Særún
Jóhannsdóttir, fyrirhði blakliðs Vík-
ings, eftir að þær höfðu tryggt sér
bikarmeistaratitihnn með sigri á HK
á laugardaginn.
Með þessum sigri hafa þær sankað
að sér öllum titlum sem hægt hefur
verið að vinna í vetur. Víkingar hafa
verið með algjöra yfirburði umfram
önnur hð deildarinnar og kemur eng-
um á óvart aö alhr titlarnir hafa safn-
ast á eina hönd, nefnilega þá hönd,
sem flest trompin hafði. Þetta sama
hð var einnig mjög sterkt í fyrra en
varð þá fyrir miklum skakkaföllum
í lok keppnistímabilsins og náði ekki
að sýna sitt rétta andlit í úrslitunum.
Þannig að sigrarnir í ár hafa verið
þeim kærkomnir.
Það þurfti fjórar hrinur til að gera
út um leikinn. Hið unga hð HK, sem
ekki komst í fjögurra hða úrslitin, lék
ágætlega og lét meistarana hafa fyrir
sigrinum.
I fyrstu hrinunni var jafnræði með
liðunum upp í 4-4 en þá settu Víking-
ar allt í gang og unnu örugglega 15-4.
Önnur hrinan var svipuð þeirri
fyrstu og lokátölurnar þær sömu,
15-4. Flestir gerðu ráð fyrir að þriðja
hrinan færi á sömu leið en HK-stúlk-
ur tóku á honum stóra sínum og
unnu hrinuna. Þær komust strax
yfir, 4-2, og juku forystuna aðeins í
7-4. Víkingar tóku nú við sér ög náðu
forystunni þrátt fyrir góða vörn hjá
Kópavogsstúlkunum. Þegar staðan
var 12-7 fyrir Víking vann HK sendi-
rétt og Guðrún Margrét Sigurðar-
dóttir fór í uppgjöf. Hún átti 7 frábær-
ar uppgjafir, sem meistararnir réðu
.ekkeri. .við,. ag. ,kanu.sínu .Uði. jcQc,.
Sigrún Sverrisdóttir, Vfkingi, er
ákveðin í aö verja þessa sókn frá
Katrinú Hermannsdóttur, HK.
DV-mynd GS
14-12. Víkingar unnu sendiréttinn en
náðu aðeins að bæta einu stígi við
og HK vann hrinuna á enn einni
góðri uppgjöf. Núna fannst Víkings-
stúlkunum greinilega nóg komið því
þær mættu harðákveðnar í fjórðu
hrinu og gáfu HK-ingum fá færi á að
vinna stíg. Víkingar komust í 11-0,
áöur en HK náði í stig. Én stig þeirra
urðu ekki mörg því Víkingar unnu
15-2 og luku þar með glæsilegu
keppnistímabih.
Bestar hjá Víkingi voru Særún Jó-
hannsdóttir og Birna Hallsdóttir en
aðrar léku einnig vel. Hjá HK stóðu
Guðrún Margrét Sigurðardóttir og
Anna Guðrún Einarsdóttir sig best í
annars jöfnu hði.
Dómgæsla var í öruggum höndum
þeirra Þorvalds Sigurðssonar og
Björns Guðbjörnssonar.
•••••DIADORA
ITÖLSKU FOTBOLTA-
SKÓKMRFYRIRÞÁ
SENQERAKRÖFUR
Marco Van Basten

Stærðlr3/,-ll
S»»»aT
Fra>
inhMkaard.
FOTBOLTASKOR
fyrir möl og gras,
margar gerðir, gott verð.
Sendum í póstkröfu.
0 ÁSTUnD 0
SPORTVÖRUVERSLUN
Háaleitisbraut 68 HM Austurver
Sírhi 8-42-40 *W-^««><«S5íwfc
ji  >--¦¦-¦¦¦¦¦¦¦                              ¦¦ ¦ - -.....
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48