Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 40
Jóhannes Nordal, fyrrv. íshússtjóri, lézt 8. okt. s. I. r. háum aldri. Jóhannes var fæddur 8. apr. 1850 að Kirkjubæ í Norðurárdal, A.-Hún., sonur hjónanna Guðmundar Ólafssonar og Margrétar Jónsdóttur, er voru bæði hún- vetnsk. Ungur missli Jóhannes föður sinn, en er hann komst til fullorðinsára, vann hann um allmörg ár að hústörfum hjá bróður sínum, Jónasi bónda á Eyjólfs- stöðum í Vatnsdal, eða lil ársins 1887. Þá fór hann til Vesturheims og slundaði fiskveiðar á Winnipeg- vatni á sumrum en vann við íshús um vetur. Árið 1894 kom Jóhannes heim aftur og gekk þá í þjónustu ísfélagsins við Faxaflóa. Stóð hann fyrir hyggingu fyrsta íshússins í Reykjavík og var forstjóri þess alla stund síðan til ársins 1933. íshúsið var jafnan við hann kennt og kallað „Nordalsíshús“. Var það eitt þekktasta atvinnu- og verzlunarfyrirtæki bæjarins um marga tugi ára, eða allt til þess er það var rifið fvrir fáeinum árum. Þessi fyrsti íshúsrekstur mark- aði tímamót í atvinnulífi höfuðstaðarins, með fryst- ingu beitusíldar og matvæla. Jóhannes Nordal var óvenju heilsteyptur maður, greindur, starfssamur, viljafastur, glaðvær, trygglynd- ur og hóglátur. Þessir mannkostir lians áunnu honum óskoraðar vinsældir allra þeirra, sem höfðu af honum náin kynni, og sennilega flestra viðskiptamanna sinna. Hann var riddari Fálkaorðunnar og heiðursfélagi Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna. Jóhannes var ókvæntur en átti tvö börn: Sigurð Nordal prófessor og frú Önnu, konu séra Ingólfs Þor- valdssonar í Ólafsfirði. Samúel Púlsson, fyrrv. kaupmaSur í Bíldudal, and- aðist hér í Reykjavík 25. nóv. s. 1. Samúel var fæddur 6. marz 1878 á Brennistöðum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Páll Guð- mundsson bóndi þar og Oddrún Sigurðardóttir. Hann fluttist til Bíldudals árið 1901 og stundaði þar skó- smíðar. Árið 1916 setti hann þar á stofn verzlun, sem hann rak með hagsýni og atorku fram á síðasta ár, er hann tók sig upp þaðan og settist að í höfuðstaðn- um. 200 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.