Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 03.11.1974, Blaðsíða 23
' t f Sunnudagur. 3. nóvember 1974. TÍMINN 23 Skólabörn hafa komift I stórum hópum til aö skoöa sögusýninguna, og eftir þessarí mynd aö dæma, viröist ekkert skorta á áhugan hjá þeim. Gífurleg aðsókn að sögusýningu gébé—Reykjavik — Glfurleg aðsókn hefur verið að Sögusýn- ingunni að Kjarvalsstöðum. A fimmtudag hafði aðsóknin aldrei verið eins mikil á einum degi, en þá var sýnd kvikmynd Osvalds Knudsen um Vestmannaeyjagos- ið. Varð að tvisýna myndina, þvi færri komust að en vildu við fyrri sýningu. Mikið er um að skólabörn komi á sýninguna með kennurum sinum, og fara þá gjarnan tveir til þrir bekkir i einu úr hverjum skóla. I athugun er, hjá menntamála- ráðuneytinu og Flugfélagi ís- lands, að veita skólafólki úti á landi afslátt, svo það fái tækifæri tilað skoða þessa merku sýningu. Mikið hefur einnig verið um að skólar i nágrenni Reykjavikur, gefi nemendum sinum kost á að skoða sýninguna. Sunnudaginn 3. nóvember kl. 15:00, flytur Vilhjálmur Þ. Gisla- son erindi sem nefnist: Skáldin og landið og kl. 17:00 verður flutt dagskráin Komstu skáldikrapp- an þar. óskar Halldórsson lektor tók saman. Sögusýningin Island-lslending- ar, verður opin til 24. nóvember á hverjum degi, nema mánu- dögum, frá kl. 14:00 til 23:00. Landspítalinn fær gjörgæziufæki HJ—Reykjavik — I gær afhenti Lionsklúbburinn Baldur fæöing- ardeild Landspitalans mjög glæsilega gjöf. Er þar um að ræða afar fullkomin gjörgæzlu- tæki, sem sérstaklega eru ætluð til aö fylgjast með heilsufari veikra ungbarna. Að sögn Gunnars Biering, barnalæknis fæðingardeildarinn- ar, er þarna um að ræða mörg mismunandi tæki, sem einu nafni hafa verið nefnd gjörgæzlutæki. í fyrsta lagi eru 2 tæki, sem fylgjast með öndun barnanna. Með tækjum þessum er hægt að' fylgjast með öndunarhraða, og gefa tækin viðvörunarhljóðmerki, ef andardráttur fer undir eða yfir þann hraða, sem eðlilegur má teljast. Einnig gefa tækin frá sér há hljóðmerki, ef andardráttur stöðvast skyndilega, og er þá hægt að gripa til tafarlausra aögerða. 1 ööru lagi gefur Lionsklúbbur- inn 2 tæki til að fylgjast með hjartslætti ungbarna. Þau tæki mæla hjartsláttinn á minútu og gefa frá sér hljóðmerki,ef hann verður örari eða hægari en eðli- legt telst. 1 þriðja iagi er um að ræða tæki til að mæla blóðþrýsting, og gefa þau tæki einnig frá sér hljóðmerki, ef blóðþrýstingur veröur á einhvern hátt óeðlilegur. Þá verður gefið tæki til að mæla súrefnismagn I hitakössum, sem ungbörn þurfa stundum að vera i. Segja tækin til um, hversu mörg prósent súrefnis eru i kassanum og gefa viðvörunarmerki, ef súr- efnismagn verður of mikið eða litið. Einnig eignast fæðingar- deildin fjóra litla og handhæga súrefnismæla til að fylgjast með magni súrefnis I hitakössunum. Hjarta- og heilasjá, þar sem hægt er að fylgjast með hjarta- og heilabylgjum, og hjarta- og heila- riti, sem skráir hjarta- og heila- bylgjur, eru lika meðal þeirra tækja, sem Lionsklúbburinn Baldur hyggst færa fæðingar- deildinni að gjöf i gær. Gunnar kvað tæki þessi fram- leidd af bandarisku fyrirtæki, sem hefði sérhæft sig i framleiðslu á þessari tegund tækja. Hefðu þau gefið mjög góða raun erlendis, og sagði hann mikla ástæðu til að fagna þessari glæsilegu gjöf, sem áreiðanlega ætti eftir að gera mjög mikið gagn. Þess má að lokum geta, að tæki þessi kosta á aðra milljón króna, þó að tollar hafi verið felldir niður.og Lionsklúbburinn aflar fjár til sinnar góðgerðastarfsemi með þeim hætti, að meðlimir hans ganga i hús og selja ljósa- perur. afsláttar kort Kortin eru afhent í skrifstofu KRON, Laugavegi 91, DOMUS. Félagsmenn eru hvattir til að sækja afsláttarkortin sem fyrst. Afhending afsláttarkorta, sem gilda til 10. des. n.k. hefst á morgun, mánudaginn 4. nóvember. Nýir félagsmenn fá einnig afsláttarkort. (M) KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Óskilahross í Mosfellshreppi Leirljós, hvitblesóttur hestur, óglöggt mark. Leirblesóttur hestur með hvita hægri nös, ómarkaður. Rauðblesóttur hestur með mjóa blesu, ómarkaður. Brúan hestur, ómarkaður. Jarpur hestur, ómarkaður. Jarpur hestur, ómarkaður. Hrossin verða seld á opinberu uppboði að Blikastöðum þriðjudaginn 12. nóvember kl. 2 e.h. hafi eigendur ekki vitjað þeirra fyrir þann tima og greitt áfallinn kostnað. Hreppstjórinn, simi 66-222. JOHNS-MANVLLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta gleruli- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla eínangrun. Sendum hvert á land sem er. JISslBg®ÍÍ'illB Hringbioul 121 . Simi 10-600 Ferðaskrifstofan Sunna mun í vetur bjóða upp á tveggja og fjögra vikna ferðir til Austurríkis með íslenskum fararstjóra. Beint þotuflug. Dvalið verður í Ze/lam Zel, einu ákjósanlegasta skíða- svæði Alpanna. Þar er glæsileg skíðaaðstaða við al/ra hæfi í undur fögru umhverfi. Hvergi betra fyrir byrjendur. Hvergi betra fyrir þá, sem lengra eru komnir. Góðir skíðaskólar. Fjöldi góðra skemmtistaða. Brottför: 21/2, 7/3,21/3. m FERflASKRIfSTOFAN SUNNA H£ UKJARC0TII2 SlMAR 16400 12070 SKÍi KIÐA SKEMMTII TIL VI'STIRRIKIS Ferðin, sem beóió hefur veriö eftir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.