Réttur


Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 25

Réttur - 01.07.1938, Blaðsíða 25
„Passionaría". Stutt æfisaga. Dolores Ibarruri er dóttir námuverkamanns. MóS- ir hennar vann í námu, þangað til að hinn fjölmenni barnahópur hennar neyddi hana til þess að hætta. Passionaría fæddist árið 1895 í Gallarte, litlu bask- isku námaþorpi. Bernska hennar var sár og dapurleg eins og bernska flestra verkamannabarna. Strax á fyrstu bernskuár- unum kynntist hún þjáningum og ótta námumannanna, baráttu þeirra og basli, óskum þeirra og vonum. Allt frá því að sósíalismanum tók að aukast fylgi á Spáni voru Baska-héröðin eitthvert sterkasta vígi hans. Og það voru námumennirnir, sem sköruðu fram úr í baráttunni — þeir voru ákafastir og fremstir í flokki hinna byltingasinnuðu verkamanna. Verkföll þeirra eru einhver glæsilegasti þátturinn í baráttusögu spánska verkalýðsins. Konur námumannanna voru vanar því, að mæta varðmönnunum með grjótkasti, er þeir reyndu að bæla verkföllin niður. Að baki mæðr- anna stóð hinn fjölmenni skari barnanna. Dolores litla lét sig aldrei vanta í þann hóp.Þegar bardaginn harðn- aði tóku varðmennirnir að skjóta. En börnin vöndust því fljótt. Þau köstuðu sér til jarðar, og tóku síðan upp baráttuna á nýjan leik. I þessu baráttuþrungna andrúmslofti ólst Passion- aría upp. Hæsta ósk hennar var að geta orðið kennslu- kona. Húiý hafði ákafa ást á námi, og bækur voru á- stríða hennar. En hún átti ekki kost á því að læra. Foreldrar hennar voru fátæk og gátu ekki kostað hana til náms. Þegar hún var fimmtán ára gömul, fór hún að vinna á skraddarastofu. Þaðan fór hún ári síðar, og gekk nú í þjónustu ríks kaupmanns. Þar varð hún að þræla baki brotnu frá því um kl. sex á morgnana til tvö á nóttunni. Aldrei var augnabliksfriður, tæp- 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.