Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 1
256. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Camdessus
hættir
MICHEL Camdessus, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, boðaði í gær afsögn
sína. Sagði hann á fundi með
starfsmönnum sjóðsins í Wash-
ington, að hann myndi draga
sig í hlé af persónulegum
ástæðum fyrir miðjan febrúar
þótt fimm ára skipunartímabil
hans í embætti, hið þriðja sem
hann gegnir, renni ekki út fyrr
en árið 2002. Sagðist hann vilja
grípa tækifærið nú þegar lygn
sjór virtist framundan í efna-
hagsmálum heimsins.
Þjóðverjar minnast falls Berlmarmúrsins fyrir áratug
Reynt að endurvekja
anda þjóðareiningar
Berlín. Reuters, AP, AFP.
MEÐ hátíðarhöldum sem miðuðu að því að endurvekja anda samhugar
og einingar meðal þjóðarinnar fögnuðu Þjóðverjar því í gær að tíu ár eru
liðin frá því Berlínarmúrinn féll, þökk sé hugrekki þeirra hundraða þús-
unda Austur-Þjóðverja sem buðu kúgun kommúnistastjómarinnar birg-
inn og veltu henni úr sessi með því að fylgja friðsamlega og staðfastlega
eftir kröfum um lýðræðisumbætur og ferðafrelsi. Hátíðardagskrá gær-
dagsins hófst með guðsþjónustum og opinberum ræðuhöldum og náði
hámarki með útihátíð og flugeldasýningu við Brandenborgarhliðið.
Reuters
Tugþúsundir fylgdust með mikilli flugeldasýningu við Brandenborgarhliðið í gærkvöidi, sem rak endahnút-
inn á daglanga hátíðardagskrá til minningar um fall Berlínarmúrsins fyrir tíu árum.
Wahid fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Aceh-héraði
Urslitin munu virt
Manila. AFP, Reuters.
ABDURRAHMAN Wahid, forseti
Indónesíu, sagði í gær að stjórn-
völd í landinu mundu virða úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslu í Aceh-hér-
aði um aðskilnað héraðsins frá
indónesíska ríkinu. „Ef við höldum
þjóðaratkvæðagreiðslu á A-Tímor,
af hverju ættum við ekki einnig að
gera það í Aceh-héraði?“ spurði for-
setinn á fundi með fréttamönnum í
gær. Tilefnið var að hundruð þús-
unda íbúa héraðsins komu saman í
höfuðborg þess, Banda Aceh, á
mánudag og kröfðust stofnunar
sjálfstæðs ríkis.
Forsetinn sagðist þó búast við
því að niðurstöður atkvæðagreiðslu
yrðu á þá leið að héraðið héldi
áfram að vera hluti af Indónesíu.
„Ef mér skjátlast ekki, ef ég þekki
íbúa Aeeh-héraðs rétt, munu þeir
ekki velja aðskilnað frá Indónesíu,"
sagði Wahid.
Velji íbúarnir sjálfstjórn innan
indónesíska ríkisins segist forset-
inn reiðubúinn að láta íbúum hér-
aðsins eftir 75% af þeim olíuauði
sem þar verður til. I Aceh-héraði
eru auðugar olíulindir og hefur
ríkisstjórnin hingað til tekið um
85% af olíunni en aðeins veitt
Aceh-héraði leyfi til að ráðstafa
15% hennar.
Tímasetning
atkvæðagreiðslu óákveðin
Wahid sagði á fundinum að enn
hefði ekki verið ákveðið hvenær
þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara
fram í Aceh-héraði en að hann ætli
sér að ræða málið við ráðgjafa
sína. Her Indónesíu hefur lýst sig
andvígan þjóðaratkvæðagreiðslu í
héraðinu, þar sem hann hefur
stjórnað með harðri hendi og barið
niður andóf af fullri hörku. Forset-
inn hefur þrátt fyrir þetta sagt að
hernaðaríhlutun í héraðinu til að
halda því innan ríkisins komi ekki
til greina.
Talið er að herinn hafi myrt að
minnsta kosti 2.000 manns á þeim
tíma sem hann hefur farið með
stjórn héraðsins. Herstjórn var
komið þar á fyi'ir níu árum vegna
uppreisnar aðskilnaðarsinna.
Dagskráin miðaði ekki sízt að því
að ala á þeirri tilfinningu meðal
fólks í vestri og austri að það heyrði
saman, og að því að minna almennt
á að fall Berlínarmúrsins var, sem
einstakur atburður, ekki nóg til að
tryggja friðsamleg umskipti úr of-
stýrðu kerfi kommúnismans yfir í
lýðræði og markaðsbúskap í Austur-
Þýzkalandi og öðrum löndum austan
járntjaldsins.
„Við eigum að líta á sameiningu
Þýzkalands sem náðargjöf og tæki-
færi fyrir framtíðina,“ sagði Helmut
Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzka-
lands, í ávarpi á sérstakri hátíðar-
samkomu í Ríkisþinghúsinu, þar
sem George Bush, fyi-rverandi
Bandaríkjaforseti, og Mikhaíl Gor-
batsjov, fyrrverandi Sovétleiðtogi,
voru meðal heiðursgesta.
Á endurfundum sínum í Berlín,
tíu árum eftir friðsamleg endalok
kalda stríðsins, veltu leiðtogarnir
fyrrverandi því fyrir sér, hvernig
annars hefði farið, hefði þeim ekki
auðnazt að byggja upp gagnkvæma
persónulega vináttu og traust, sem
gerði þeim kleift að fylgja stefnu
sem með friðsamlegum hætti ger-
breytti landakorti Evrópu og skap-
aði nýtt heimsskipulag.
Tveir fyrrverandi austur-þýzkir
andófsmenn, þingforsetinn Wolf-
gang Thierse og Joachim Gauck, yf-
irmaður stofnunar sem geymir gögn
a-þýzku öryggislögreglunnar, Stasi,
heiðruðu í sínum ávörpum a-þýzkan
almenning, sem með friðsamlegum
þrýstingi tókst að rjúfa múrinn, sem
„hetjur". Þeir mæltu vafalaust fyrir
munn margra þegar þeir lýstu erfið-
leikunum sem fylgt hafa aðlöguninni
að breyttum aðstæðum á síðastliðn-
um áratug.
Útihátíð í kalsaveðri
Umfangsmikilli útihátíð á því
opna svæði í miðri Berlín sem múr-
inn skildi eftir sig vai- ætlað að end-
urskapa þann gleðianda, sem ríkti
aðfaranótt hins 10. nóvember árið
1989, og gefa Þjóðverjum úr öllum
landshlutum tækifæri til að sýna
samstöðu og fagna því sem þeir hafa
sameiginlega áorkað.
Þrátt fyrir kalsaveður mættu á að
gizka 50.000 manns til að hlýða á
tónlistarmenn spila á fimm sviðum
sem sett voru upp á borgarhluta-
mörkunum fyrrverandi.
■ Berlínarbúar/26
Bandarískir hermenn bera
flugrita þotunnar í kælikassa
frá borði í Washington í gær.
EgyptAir-slysið
Annar
„svarti
kassinn“
fundinn
Rhode Island. Reuters, AP.
LEITARMENN fundu í gær annan
„svarta kassa“ EgyptAir-farþega-
þotunnar sem fórst undan ströndum
Bandaríkjanna 31. október síðastlið-
inn, með 217 manns innanborðs.
Um er að ræða flugrita þotunnar,
búnað sem skráir upplýsingar um
hreyfla og stjórntæki hennar og eru
vonir bundnar við að þar sé að finna
vísbendingar um hvað það var sem
grandaði þotunni. Hermt er að ann-
ar endi kassans sé laskaður en ekki
er ljóst hvort þær upplýsingar sem
hann hefur að geyma hafa skaðast
eða skemmst. Flogið var með kass-
ann um borð í þyrlu til Washington
þar sem sérfræðingar NTSB, Sam-
gönguöryggisstofnunar Bandaríkj-
anna, munu rannsaka innihald hans.
Eftir er að finna hinn svarta kass-
ann, hljóðritann, sem hefur að
geyma upptökur af samtölum í flug-
stjórnarklefanum, en tekist hefur að
greina hijóðmerki frá honum.
Enginn möguleiki útilokaður
Leitin að svörtu kössunum hefur
farið fram með aðstoð fullkominna
fjarstýrðra kafbáta sem geta leitað á
miklu dýpi. Stjórnendur leitarinnar
hafa sagt að ekki sé óhætt að senda
kafara niður á hafsbotn þar sem
hætta sé á að búnaður þeirra festist í
flaki vélarinnar.
Á mánudag var maður handtekinn
í Boston í tengslum við hrap þotunn-
ar. Maðurinn, sem segist vera með-
limur í byltingarsamtökum í Kól-
umbíu, kveðst bera ábyrgð á afdrif-
um þotunnar en lögregla leggur ekki
trúnað á framburð hans. Yfirvöld
halda þó enn öllum möguleikum opn-
um varðandi orsakir slyssins.
Staða Pútíns sögð veik
Moskvu, Grosní, París. AP, Reuters.
TALSMAÐUR Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta vísaði í gær á bug
orðrómi um að Vladímír Pútín for-
sætisráðherra yrði senn rekinn.
Talsmaðurinn, Igor Shabdúrasúlov,
sagði að líklega ættu slíkar sögu-
sagnir rætur að rekja til fólks sem
ætti „pólitískra hagsmuna að gæta“
en útskýrði ekki orð sín nánar. I
skoðanakönnunum hefur stjórn
Pútíns fengið allt að 61% stuðning og
margir benda á að Jeltsín hafi ávallt
illan bifur á undirmönnum sem geti
skyggt á hann en forsetinn hefur
innan við 10% fylgi í könnunum.
Forsetakosningar verða á næsta
ári og hefur Pútín mest fylgi í könn-
unum eða 29% en næstir koma leið-
togi kommúnista, Gennadí Zjúganov,
og Jevgení Prímakov, fv. forsætis-
ráðherra. Jeltsín forseti sagði er
hann skipaði Pútín í embætti fyrir
nokkrum mánuðum að hann mælti
með honum sem eftirmanni sínum. Á
hinn bóginn hefur forsetinn oft rekið
menn án sýnilegra ástæðna.
Stjórnmálaskýrendur telja að
stríðsrekstur Rússa í Tsjetsjníu
valdi vinsældum Pútíns en Moskvu-
stjómin segist heyja stríðið gegn ís-
lömskum hermdarverkamönnum
sem hafi hreiðrað um sig í uppreisn-
arhéraðinu. Gagnrýni fer vaxandi á
aðgerðir Rússa gegn Tsjetsjenum og
James Rubin, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, sagði á
mánudag að Rússar brytu ákvæði
Genfarsáttmálans með því að ráðast
á óbreytta borgara