Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 5

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 5
Jólahlað ALÞ YÐU BLAÐSINS 1943 Heilög nótt Þér þekkið náS Drottins vors Jesú Krists, að hann, þótt ríktir væri, gerðist yðar vegna fátækur, tíl þess að þér auðguSust af fátækt hans. (2. Kor. 8. 9.). ENN FÆRIST hinn heilagi friður nær, sem fagnandi herskarar himnanna boðuðu mönnun- um. Enn er eins og tilveran blævist af þeim mikla fögnuði, sem boðaður var á Betlehems- völlum. Árið á marga helga daga en aðeins eina heilaga nótt. Enga stund ársins er himininn eins nærri oss og þessa. Aldrei erum vér mennirnir eins nærri því að sjá himininn opinn og þetta kvöld og þessa nótt. Skynjun vor allra er opnari og næmari en endranær. Það er eins og hjúpur- inn, sem skilur hið sýnilega og hið ósýnilega, verði gagnsærri, heimarnir tveir, hinn himneski og hinn jarðneski, snertast í hvers manns sál. Innst inni erum vér allir þannig, að þar bærist' líf, sem leitar héðan burt, vegna þess að það fær ekki fullnægju sina i þeim hlutum, sem augun sjá. Enginn á þann fögnuð, að hann fullnægi honum, ef hann er einlægur við sjálfan sig, enginn þann frið, að hann sé honum nógur, engin er sú jarðnesk dýrð, að nokkurri manns- sál sé fullkosta með henni. Guð hefir lagt eilífð- ina manninum i brjóst. Því vekur það enduróm í hvers manns brjósti, er vér heyrum boðskap jólanna. Það verkar á oss eins og kveðja að heiman, þar sem vér erum sjálfir í útlegð. Það er eins og sáttakveðja kærleikans, sem seku barni berst úr húsi foreldranna. Faðirinn vill nema brott niðurlægingu þess. Því sendir hann son sinn, eina barnið, sem er fullkomið. Hann gengur í útlegðina, læginguna, fátæktina, til þess að útlaginn komi heim og auðgist af nægt- um föðurins. í augum hans birtist kærleikur- inn, í boðskap hans hljómar rödd hins eilífa föður, hönd hans er bróðurhöndin, sem býður oss lið og leiðsögn. Og á þessari hátíð er oss öllum léð sú líkn, að vér verðum næmari fyrir snertingu hans en endranær. Það-er eins og heilagur Guðs engill standi hjá oss öllum, bendi og segi: Horfðu á þetta barn, þennan bróður þinn. Minnistu nú ekki uppruna sjálfs þín? Minnistu nú ekki þeirrar myndar, sem þú barst í upphafi? Hvar er sú mynd nú? Hvenig hefirðu gert hana? Og fylgdu þessu barni fram á manndómsárin? Horfðu á þennan mann, þetta líf þessa bróður. Minnistu nú ekki ákvörðunar þinnar? Skilurðu ekki nú, hvað þú átt að verða? Þá vitum vér fyrst, hvað það er að lifa hina heilögu nótt, ef vér hlustum á þessa rödd. Og þá verður lífið, þegar jólin eru liðin, ekki sama tómið og fánýtur erill og áður. Vér höfum auðg- azt. Barnið hefir vaknað, sem blundar í brjósti voru, guðsbarnið, sem á fyrir sér að vaxa og dafna og verða fullkomið hjá bróðurnum, sem er fullkominn, jólabarninu. Það er ekki mikil eða varanleg hjálp í lífsstríði voru þótt vér gerum oss dagamun í skammdeginu og og gleðj- umst eina kvöldstund við gjafir og Ijós. Jóla- gjöf Guðs er miklu ríkulegri en þetta. Vér mæt- um frelsara mannanna enn þann dag i dag. Milljónir manna myndu votta það með mér, milljónir manna víðsvegar í löndum hörmung- anna, Indlandi og Kína, í Grikklandi og Noregi, í Þýzkalandi og Japan, munu lofsyngja honum á þessari hátíð með fögnuði reynslunnar og segja: Vér þekkjum náð Drottins vors Jesú Krists. Vér komum til hans með dauðann í hjartanu, og hann gaf oss líf. Vér komum til hans með synd og flekkun áranna og hann hreinsaði oss. Vér komum til hans friðvana og hann gaf oss frið, særðir og hann græddi oss, sjúkir, og hann læknaði oss, fallnir, og hann reisti oss. Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum^ sem hann hefir velþókn- un á. GLEÐILEG JÓLl Sigurbjörn Einarsson. <<><<><<><<><><<><><><<><><><><><<><<><>C<><><&^^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.