Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 7
JólablaS Alþýðublaðsins
Jól gamla kyndarans.
Jólasaga eftir Adolf Krey
Það eru raunar tvær aðalsöguhetjur í þessari
sögu — gamalt gufuskip og gamall kyndari.
Gamalt gufuskip er nú varla hægt að kalla sögu-
hetju, jafnvel þótt það sé komið verulega til ára
sinna. En það var eiginlega það eina, sem hægt
var að segja um s.s. ,,Mary“ frá Liverpool. Hún
var gömul og hrörleg. Það munu þeir lesendur
mínir, er sáu hana liggja í Álaborgarhöfn fyrir
nokkrum árum, kannast við.
Það af 'henni, sem úr tré var gert, hafði ekki
í herrans háa tíð komist í kast við málningu eða
olíu. Enda var það svo rifið og sprungið af veðr-
um og vindum undangenginna ára, að það hlaut
að særa hvern þann, er hafði dropa af sjómanns-
blóði í æðunum eða agnarögn af hirðusemi í koll-
inum.
Á sínum -tíma — líklega í barnæsku — hafði
hún verið grámáluð á skrdkkinn. Nú var hann
mórauður eins og belgur á tófu og hreinasta smán,
bæði fyrir eigendurna, sem virtust hafa steingleymt,
að ,,Mary“ væri til, og fyrir höfnina, sem varð að
sitja uppi með dallinn sér til óprýði og minnkun-
ar. Þetta illa meðfarna og vanrækta hræ var þög-
ult vitni þess, að á sviði nútíma kaupferða er hvorki
fórnað fé né tíma á sviði ræktarseminnar. ,,Busi-
nessinn“ situr við stýrið, og þótt um sé að ræða
sómabát, er honum varpað út í yztu myrkur
gleymsku og hirðuleysis um leið og hann þykir
ekki borga sig lengur.
Fyrr á timum hafði ekki verið halli á rekstrinum
á gömlu „Mary“. Þá hafði hún fært hluthöfunum
margt „pundið“, einkum meðan á stríðinu stóð.
Áhöfnin hafði að vísu margoft rambað á barmi
glötunarinnar, því að þýzku kafbátarnir sýndu enga
vægð. Marga þokunóttina hafði hún læðzt yfir
Norðursjóinn með opinn dauðann á bæði borð.
Þá var ekki dregið af vélinni, þótt henni væri þá
þegar orðið þungt um andardráttinn.
En nú var hún afdönkuð — gleymt af öllum. Vél-
in var nú aðeins samsafn ryðgaðra, skröltandi
járnstykkja, og það var ekki á annarra færi en
töframanns að láta hana framléiða hestöfl. Enginn
veit, hvort það nú var af ræktarsemi eða einhverjar
aðrar ástæður, sem ollu því, að eigendurnir höfðu
ekki viljað láta draga gömlu „Mary“ út í kirkju-
garðinn í Suðurhöfninni. Mörgum dallinum höfðu
þeir þó lógað.
En svo kom dálítið fyrir. Skyndilega — án þess
,að nokkur viti ástæðuna enn þann dag í dag —•
varð sonur framkvæmdastjórans leiður á konum,
bílum og hestum. Og þrátt fyrir áköf mótmæli
„lafðinnar" (slíkir náungar eiga ávallt ,,lafði“ fyr-
ir móður), ákvað hann að fara að vipna. í fyrsta
skipti á ævinni fór hann að hugsa út í, hvaðan allir
þessir ágætu peningar kæmu, og hann ók að hugleiða
málið.
Það leið ekki á löngu, þangað til honum var ljóst,
að hann var að minnsta kosti þúsund sinnum vitrari
en „gamli mðurinn“, sem ekki kunni beinlínis við
að fleygja honum út úr skrifstofunni. Ungi maður-
inn fékk litla, vistlegá einkaskrifstofu til umráða
ásamt snotrum einkaritara o. s. frv. Með þessu
fyrirkomulagi gat hann ekkert tjón gert, en fannst
sjálfum, að hann væri þýðingarmikil persóna.
Og svo uppgötvaði hann einn góðan veðurdag
— auðvitað í ógáti — reikning frá Álaborg fyrir
hafnargjaldi s.s. ,,Mary“. Nei, þetta----
Hann barði hnefanum í gljáfægt skrifborðið, svo
að sjálfblekungurinn valt úr stað og einkaritarinn
rauk á fætur. Hafnargjald fyrir skip, sem enginn
vissi, að var til! Hann bölvaði sér upp á það, á
brezkan hátt, að nú væri hann að byrja að upp-
götva sóuniná, sem sig hefði lengi grunað að „gamli
maðurinn", þetta elliærá gamalmenni, léti við-
gangast óátalið.
Árangur: Gömlu hrörlegu „Mary“ skyldi sigla
beina leið til Englands þegar í stað. Takið eftir:
Sigla, því að hvers vegna ætti að eyða fé í dráttar-
bát, fyrst það var gufuvél í „Mary“?
Svo lýkur sögunni af þessum pabbasyni, því að
það leið ekki á löngu þangað til að hann uppgötvaði
á ný, að konur og bílar væru mun skemmtilegri en
hlutabréf, verðfall og farmskírteini. Og svo hætti
hann allt í einu að muna eftir að mæta í skrifstof-
unni — til mikillar ánægju fyrir föður sinn.
Ég hitti Jens Stagfok í fyrsta.sinn löngu áður en
allt þetta átti sér stað. Ég skal viðurkenna, að
þetta er bjánalegt nafn á kyndara, en okkur sjó-
mönnunum dettur nú svo margt bjánalegt í hug.
Jens Stagfok hafði aldrei komið nálægt reglu-
legri stagfokku. Þær eru aðeins á seglskipum, en
hann hafði eytt ævinni í vélarúmi margra skipa
víðs vegar í heiminum. Augun hans gömlu, ráuðu
og þreyttu, voru vanari að horfa í rauðar glæðar
gufukétiilsins en mólti sólarljósinu. Hendur ‘h/ans