Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 9
Jólablað Alþýðublaðsins W W & V W & W & ^ W ^ ^ ® V W % ý W & V 9
— Já, þetta er nýi eldastrákurinn okkar, hróp-
aði Niels, sem svar við þögulli spurningu minni.
Röddin lýsti fyrirlitningu eins og hann skyldi vera
að kynna hirðfífl. Jens Stagfok reyndi að brosa, en
ég sá, að hann tók sér þetta nærri.
Síðan hitti ég hann mörgum sinnum. Og alltaf var
það sama sagan — hann var síleitandi að tækifæri
til að draga fram lífið á sæmilegan hátt — ekki
einmana meðal hæðinna starfsbræðra, heldur félagi
meðal jafningja. En þreytulegt, angurvært yfirbragð
hans sýnid mér, að til þessa hafði leit hans engan
árangur borið. — Svo hvarf hann hljóðlaust inn í
hópinn, sem beið þess að fá kortið sitt stimplað á
vinnumiðlunarskrifstofunni.
Hann fór nokkra túríí með okkur. Það var bæði
hryggilegt og átakanlegt að sjá, hvað hann, sem
var elztur um borð, lagði að sér til að læra af okk-
ur listirnar og framkvæma starf sitt óaðfinnanlega.
En — hann var ekki fiskimaður og mundi aldrei
verða það. Það er mikið djúp staðfest milli starfs
kyndarans og starfsins á fiskiskútunni. Þjdr eru
kröfurnar margar og ólíkar. Skyndilegar og óvænt-
ar ákvarðanir verður að taka í einu vetfangi. Slíkt
er ekki fyrir aðra en þá, sem frá barnæsku hafa
vanizt hinni ólíkustu vinnu og margbrotnum kröf-
um.
Ég hitti Jens Stagfok aftur í hríðarveðri á að-
fangadag jóla. Það var á bryggjunni í Álaborg.
Niðri við höfnina var talað um gömlu ,,Mary“.
Skipun hafði borizt um að henni skyldi tafarlaust
siglt til Liverpool. Dögum saman hafði verið unnið
að því af kappi að gera þetta gamla, vánhirta skip
sjófært á ný. Einhver töframaður hafði fengið járn-
stykkin í vélarrúminu til að haga sér eins og gufu-
vél. Reykurinn hnyklaðist út um ryðgaðan reykháf-
inn, og skrúfan breytti vatnsfletinum aftan við
skipið í iðandi hringiðu. í þessu tvennu átti vinur
minn Jens þátt meðal annarra. Hann var sem sé einn
þeirra, sem sveittir og sótugir, en hamingjusamir,
kyntu eld undir kötlunum. Vistahlaðar stóðu á þil-
fari og lestarhlerum. Skipstjórinn gekk nöldrandi
um stjórnpallinn, og öll skipshöfnin var önnum kaf-
in við að gera skipið ferðbúið sem fyrst.
Það hafði gengið erfiðlega að fá áhöfn á gamla
skipið. Jólin voru að ganga í garð, og hver vill á
þeim tíma hætta góðu skiprúmi fyrir einn „túr“?
Áhöfnin var heldur ekki fyrsta flokks sjómenn. Já,
ef satt skal segja, þá voru það menn, sem aðeins á
þennan hátt eða líkan áttu þess kost að fá skiprúm.
En að því er virtist — og sem betur fór — þá
skapaði það þeim ekki neina minnimáttarkennd, og
yfirbragð þeirra allra bar vott óblandinnar ánægju.
Ennþá einu sinni áttu þeir þess kost að fara „til
sjós.“
Að fáum tímum liðnum byrjaðj jólahelgin. Jóla-
GLEÐILEG JÖL!
Bifreiðastöð Reykjavíkur.
GLEÐILEG JÓL!
Verzlunin BRYNJA
GLEÐILEG JÓL!
Kexverksmiðjan FRÓN h.f.
GLEÐILEGJÓL! I
Verzlunin ÁRNES
GLEÐILEG JÓL!
Gott og farsælt nýár! f
Hjörtur Hjartarson,
Bræðraborgarst. 1. Framnesv. 64.
Verzlunin Reynimelur, Bræðraborgarstíg 22.
GLEÐILEG JÓL!
Blikksmiðja Reykjavíkur.
GLEÐILEG JÓL!
Verzlunin B. H. Bjarnason.