Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 10

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 10
Jólablað Alþýðublaðsins GLEÐILEG JÓL! Prentmyndagerðin (Ólafur Hvanndal.) GLEÐILEG JÓL! Skóbúð Reykjavíkur. GLEÐILEG JÓL! Sláturfélag Suðurlands. GLEÐILEG JÓL! Þóroddur E. Jónsson. Heildverzlun — Umboðsverzlun. GLEÐILEG JÓL! Bræðurnir Ormsson. (Eiríkur Ormsson.) GLEÐILEGJÓL! Marteinn Einarsson. GLEÐILEG JÓL! CUlizlfiUdi, veður, frost og snjókoma, hafði verið undanfarandi daga. Veðurfregnir gerðu ráð fyrir stinningskalda og snjókomu á Norðursjónum, en „Mary“ átti að sigla, hvað sem liði veðri og jólaskapi. Svo skipaði einhver skriffinnur, sem sat í þægilegum stól í skrif- stofu útgerðarfélagsins í Liverpool. Þegar ég hafði lokið síðustu innkaupum til jólanna, gekk ég niður að höfninni samkvæmt gamalli siðvenju. Ég nam staðar í hópnum, sem safnazt hafði saman á bryggjunni í tilefni af burtför ,,Mary.“ Einn kyndaranna — gamall náungi — kom upp á þiljur með þennan ómissandi tvisthnoðra í hendinni. Hann hallaði sér yfir borðstokkinn fjær bryggjunni, skirpti hraustlega niður á íshroðá Limafjarðarins og skyggndist til veðurs. Það var ekki vandséð, að á honum hvíldi nálega öll ábyrgð um borð. Húfunni hafði hann ýtt aftur á hnakka, og með augnaráði kunnáttumannsins virti hann fyrir sér skipið, sjóinn og fólkið á bryggjunni. — Augnabliki síðar birti yfir andliti hans, þegar ég þrýsti sótuga hönd hans og klappaði honum á herð- arnar, en kramarhúsin mín og englarnir ultu út um allt þilfar. — Jæja, jæja, hrópaði hann upp. — Þig var ég einmitt að hugsa um. Mig langaði til að kveðja þig, áður en ég færi til sjós og segja þér, að skiprúm fékk ég þó einu sinn enn. Veiðir þú ennþá hornsíli á Doggerbanka? — Þú, hélt hann áfram mælgi sinni. Ég er svo ofsakátur yfir því að vera búinn að fá kolaskóflu í hendur og hafa tækifæri til að fást við eitthvað, sem ég ber skyn á, að mér stendur alveg á sama, þó að jólin fari í hönd. Sú var nú samt tíðin, að manni þótti súrt í broti að þurfa að halda jólin um borð. Og hvílíkur hávaði, sem hefði orðið út úr því að vera skipað til sjós á sjálft jólakvöldið. En nú — þú getur verið viss um, að þetta verða skemmtileg- ustu jólin, sem ég hefi lifað, jafnvel þótt ég verði að kynda fram á jóladagsmorgun. Þetta var nýr Jens Stagfok, sem ég sá hér fyrir mér. Á Doggerbanka, á bryggjunni í Esbjerg og alls staðar annars staðar, þar sem fundum okkar hafði borið saman, mundi ég eftir honum sem litlum, óásjálegum og lítillátum manni, er aldrei átti þess kost að fá atvinnu við sitt hæfi og þjáðist því af stöðugri minnimáttar- og auðnuleysistilfinningu. En á þilfari ,,Mary“ var hann réttur maður á réttum stað. Með tvisthnoðrann í hendinni og húfuna aftur á hnakka sýndi „the deep wáter sailor“ hvar hann átti heima. Reykurinn valt upp úr reykháfnum, skrölt verksmiðjanna var þagnað, húsabáknin sýndust draugaleg í sjókomunni, en niðri við bryggjuna lá gamalt og ryðgað skip með lelega vél og állan út-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.