Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 11

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 11
Jólablað Alþýðublaðsins W ‘S' ^ búnað gamlan og lítt nothæfan. Þetta skip átti að leggja út á Norðursjóinn í hríðarveðri gegn vaxandi vindi og sjóum. En þrátt fyrir það ljómaði andlit Jens gamla Stagfok við tilhugsunina um það, að brátt yrðu landfestar leystar og „Mary“ léti úr höfn. Jæja, ég var á heimleið — til Kuba-Rasmusar, sem ég bjó þá með — svo að ég tíndi saman engl- ana mína og þrýsti hönd Jens gamla um leið og við af heilum hug óskuðum hvor öðrum gleðilpgra jóla. Síðan voru landfestar leystar og s. s. ,,Mary“ frá Liverpool lagði upp í síðustu ferðina. Frá eldhúsinu barst ilmur af steiktu fleski og rauðkáli, en Jens fór niður í vélarúmið. í landi þyrlaðist snjórinn eftir götunum, og kirkjuklukkurnar tilkynntu, að nú gengi jólahátíðin, í garð. — En utan af firðnum barst hljóðmerki, sem gaf til kynna, að Mary gamla ætlaði að fara bakborðsmegin framhjá skipinu, sem hún var að mæta. Ég hefi víst etið yfir mig af jólasteikinnni, að minnsta kosti vaknaði ég, þegar á leið nóttina og gat ekki sofnað verulega aftur. Snjórinn buldi á rúðunum og vindurinn hvein á þakinu. Meðan ég mókti mitt á milli svefns og vöku, fannst mér ég allt í einu vera um borð í ,,Mary“, sem í vaxandi veðri fór fyrir Skagann og hélt norður yfir Skagerak. Ég sat í hásetaklefanum ásamt Jens Stagfok, sem nú átti frívöku. .Kertisskar stóð á borðinu, en klefinn var var víða skreyttur grenigreinum. Lanip- inn dinglaði til í loftinu, því að ólátaveður var á. Jens söng alþekktan jólasálm með hásri og ólag- vissri röddu, en tárin hrundu niður sótugar, hrukk- óttar kinnar hans. Skrölt og brak heyrðist víða að, því að ,,Mary“ dró ekki af sér í öldurótinu.“ Hás og ójöfn rödd Jens lét yndislega í eyrum mínum, og allt í einu fannst mér við vera stadd- ir mitt í guðsþjónustu. Kirkjan var stór og rúmgóð en minnti samt á hásetaklefa. Vindurinn ýlfraði útiifyrir og að eyrum okkar bárust drunur hafsins ásamt hinum margvíslega hávaða frá skipi, sem siglir gegn æðandi vetrarstormi og náttmyrkri á Skagerak. Valdsmannleg, gæðaleg rödd mælti orð, sem höfðu sefandi áhrif á hrjáðar sálir og þjökuð hjörtu. Ara- grúi hlustandi vera fyllti þetta feikna rúm. Það voru hersveitir hafsins, sem komu beina leið frá bar- áttu sinni við æðandi vinda og másandi brotsjóa. Margir voru særðir svöðusárum og föt þeirra voru rennvot. Uppi í kórnum, sem var skreyttur sjávar- gróðri, stóð Jens Stagfok og söng. Hljómar orgelsins minntu á öldunið við fjarlægar strendur, en óþýðar, háværar raddir sungu pílagrímssönginn. — Yfir- bragð þessara manna lýsti friði og góðvild, en harðn- % GLEÐILEGJÓL! Bifreiðastöðin Hreyfill. Verksmiðjuútsalan Gef jun — Iðunn. GLEÐILEGJÓL! Landsstjarnan. eskja og kæruleysi var máð úr svip þeirra. Márga þeirra þekkti ég. Þarna stóð Alfred af „Harwester Queen.“ Nótt eina á Atlantshafi hvarf hann fyrir borð ásamt skipsdrengnum. Hann hafði ætlað að bjarga drengn- um, en brotsjórinn skolaði þeim báðum útbyrðis. — Þarna var Jens af ,,Palestina.“ Þarna voru þrír af skútunni „Molok,“ sem fórst við björgunartilraun, og margir fleiri. Augu mín renna yfir raðir misþyrmdra, hrukk- óttra andlita, sem friður og rósemi iskín út úr. Þeir kinka til mín kolli, og í því finnst mér felast eitt- hvað, sem aðeins hjartað skilur. — Ég fel andlitið í höndum mínum, svo að þeir sjái ekki, að ég græt — jafnvel þótt það sé af gleði. í sama bili heyrist ógurlegt brak og brestir. Framstafn „Mary“ þrýstist niður undan þunga voldugs brotsjóar. Háglugginn brotnar og sjórinn fossar niður í káetuna. Ljósið sloknar og spyrjandi andlit Jens Stagfok hverfur í freyðandi sævarlöður. * — Henrik, ertu mikið veikur, eða hvað er að þér? Það er Rasmus, sem spyr. — Nei, það er allt í lagi með mig, svara ég og sveipa utan um mig teppunum, því að jólanóttin er nístandi köld. ♦ í Liverpool er beðið árangurslaust í fjörutíu daga eftir ,,Mary“ gömlu, en af henni berast engar fréttir. -— Síðan er hún strikuð út af skipaskránni. GLEÐILEGJÖL!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.