Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 12

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 12
12 Jólablað Alþýðublaösins Bjarni riddari Sívertsen Grein sú, er iiér fer á eftir, er kafli úr bók, sem Gils Guðmundsson hefir í smíðum og kemur út á næsta ári á vegum Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Fjallar hún um sögu skútualdarinnar á íslandi og verð- ur mikið ritverk í tveim bindum. Gils hefir getið sér gott álit fyrir ritstörf sín og útvarpserindi, og mun mörgum aufúsa á útkomu þessarar bókar frá han? hendi. í>egar skuggalegast virðist umhorfs og nóttin er hvað svörtust er dagrenningin stundum nærri. í bleikum og sölnuðum skóginum, merktum nágusti vetrarins, tekur nýtt brum að fæðast, þegar vorið er í nánd. Svipaðir atburðir eiga sér stundum stað í lífi þjóðanna. Um sömu mundir og eymd fólksins og um- komuleysi virðist hafa náð hámarki, geta spírur nýrra og betri tíma verið að festa rætur í moldinni. Maður- inn, sem fæddur er til að framkvæma það, sem öðr- Bjarni riddari Sívertsen Gils Guömundsson ' - . 51 5 . ~ ~ um mistekst, er ef til vill á næstu grösum. Máske lítur hann fyrst veröldina út um ljóran á rislágu og fátæklegu koti og vex þar upp, vanræktur og um- komulaus. En samt á hann í sér fólgið það áræði og þann eldmóð, sem þarf til að rjúfa varnarmúra gam- als vana og leggja á nýjar brautir. Um og eftir 18. öld bjuggu að Nesi í Selvogi hjónin Sigurður Pétursson og Járngerður Hjartardóttir. Hinn 6. dag apriílmánaðar 1763 fæddist þeim sonur, er var látinn heita Bjarni. Ekkert menntafólk voru foreldrar hans, enda lærði drengurinn hvorki að lesa né skrifa í uppvextinum. Aftur á móti kynntist hann snemma flestum vinnubrögðum bæði til sjós og lands, en sú þekking þótti.stórum nauðsynlegri en hin bók- lega, enda miklu samboðnari því starfi, sem honum var hugað. í Nesi hefir löngum verið fleirbýli, og svo var um þessar mundir. Um það bil, sem Bjarni var fullþroska, bjó á nokkrum hluta jarðarinnar Rann- veig Filippusdóttir, ekkja Jóns Haildórssonar lög- réttumanns. Hún var væn kona, vel viti borin og stórum betur menntuð en títt var um konur í þá daga. Kvæntist Bjarni Rannveigu, enda þótt aldursmunur væri mikill, hann um tvítugt, en hún nær fertugu. Hófu þau búskap á Bjarnastöðum í Selvogi og bún- aðist vel. Kenndi húsfreyja bónda sínum að lesa. skrifa og reikna. '!'1 - : í ; 1 i- : í ;í u : ■ ■ : !''i Exns og kunnugt er, gerðust þau tíðindi árið 1787, að verzlunareinokunin var afnumin, eftir að hafa legið eins og mara á þjóðinni um nær tveggja alda skeið. Var nú svo komið, að allir þegnar Dana- konungs höfðu í orði kveðnu rétt til að reka verzlun á íslandi. Hefði mátt ætla, að islendingar notfærðu sér rétt þennan og tækju verzlunina sem mest í eigin hendur. En því var ekki að heilsa. Til þess skorti fiesta þeirra menntun og f járhagslegt bolmagn, en þó einkum sjálfstraust og dirfsku öi að ráðast, I nýj- ungar. ;

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.