Alþýðublaðið - 24.12.1943, Síða 15

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Síða 15
JólablaS Alþýðublaðsins « <9 W ® W ® <3* V S ^ S * W ® V « » «» W » "» 15 betur síðar. í ferð þessari keypti Bjarni konungsjörð- ina Ófriðarstaði í því skyni að fá stórt og hentugt land rými til framkvæmda sinna. Þá var honum og veitt 6000 dala lán úr ríkissjóði til hinna fyrirhuguðu skipa smíða. Er svo að sjá sem Bjarni hafi notið mikils trausts á hærri stöðum, enda munu vitrir menn suður þar hafa styrkt hann mjög til dáða. Það hefir og valdið miklu, að Bjarni var þegar búinn að sýna, hvað gera mátti undir hinum erfiðustu skilyrðum, ef með dug og framsýni var unnið. Árið 1805 reisti Bjarni skipasmíðastöð sína. Heim- ildir eru þögular um það, hvaða áhöld og verkfæri voru flutt til landsins í því skyni. Hitt er fullyrt, að hann hafi líka smíðað þar fjölda áraskipa af stórum betri gerð en áður hafði tíðkazt. Ekki lagði hann þó þilskipasmiðar á hilluna. í heimild frá 1806 er frá því skýrt, að þá eigi Bjarni þilskip í smíðum. Á sama stað er þess einnig getið, að póstskipið hafi komið frá út- löndum illa til reika eftir stórsjó og atorma, en hlotið hina vönduðustu viðgerð í Hafnarfirði. Haustið 1807 lagði Bjarni Sívertsen enn af stað til Kaupmannahafnar á hafskipi sínu De tvende Söstre. Hötfðu honum þótt dýrar vörur þær, sem um- boðsmaður hans erlendis sendi heim um sumarið, og hugðist gera betri kaup sjálfur. Verðhækkun þessi stafaði einkum af styrjöldinni, sem þá geisaði í álfunnl (Napóleonsstyrjöldinni). Voru siglingar ó- trygigar mjög, eins og jafnan á styrjaldartímum, því að ránismenn og reyfarar geystust um höfin og þyrmdu engum verðmæfcum. Hitt vis-si Bjarni eigi, að þau tíðindi hefðu gerzt um þessar mundir, að Danir voru komnir í styrjöld við Englendinga. Enski flotinn var að heita mátti einvaldur á Atlants- hafi og gerði hvert skip upptækt, sem undir dönsk- um fána sigld-i. De tvende Söstre var þriðja stærsta kaupf-arið, sem sigldi milli íslands og annarra landa um þessar mundir, 163 lesitir. A skipinu voru al'lmargir farþeg- ar í þessari ferð.1 Nafnkunnastir voru, auk Bjarna, Magnús Stephensen, háyfirdómari og Westy Petræus, kaupmaðúr í Reykjavík. Bjarni Sívertsen og Petræus þessi höfðu mar-gt haft saman að sælda og meðal annars tekið upp þann sið, að hlaða skip sín í sam- lögum, svo að hvor átti heiming farmsins. Gerðu þeir þetta til að dreifa áhættunni á fieiri skip, og virtist það hin skynsamlegasta ráðstöfun. Hinn 19. september var skip Bjarna tekið af Eng- lendingum, skammt undan Líðandisnesi, og farið með það til Leith i Skotlandi. Þar voru þeir Bjarni og farþegar hans kyrrsettir um skeið og þóttust lítt haldnir. Magnús Stephensen fékk fyrir sérstaka náð að halda áfram för sinni og komst til Kaupmanna- hafnar stráx um haustið. Háfði hann áhyggjur mikl- ar um hag og velférð föðurlandsins og bjó við þunga drauma. Voru honum enn í fersku minni hörmungar

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.