Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 20

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 20
20 W"S 6 W ® m JólablaS AlMíiublaSsins Finnur Jónsson EFTIR að bifreiðaferðir hófust milli landsfjórðunga um 1930 fékk alþýða manna fyrst færi á að kynnast land- inu. Áður voru langferðir um landið til skemmtiferða einungis á færi skeiðríðandi höfðingja eða fótgangandi flækinga. Nú er ekið á 10—12 klukkustundum milli Reykjavíkur og Akureyrar, og farið kostar um 70 krónur. Þessi ferð tók áður sex daga að sumarlagi á góðhestum og kostaði offjár. Bifreiðaferðirnar hafa gerbreytt lífi manna. Bifreiða- vegir kvíslast um flestar byggðir landsins og jafnvel inn í óbyggðir. Þó eru stöku byggðir, sem enn hafa orðið út- undan, og má þar einkum nefna Hornstrandir. Þangað ferðast fáir vegna samgönguleysis og vegaleysis, og miklu færri heldur en þeir, sem fara inn í óbyggðirnar. Náttúru- fegurð er þó mikil og sérkennileg á Hornströndum, svo að óvíða gefst önnur eins. Þetta er flestum hulið, og þó að ég hafi átt heima skammt frá Hornströndum rúm 20 ár, var mér þetta ekki ljóst fyrr en s.l. sumar. ,Þá loks lagði ég í ferðalag norður á Hornstrandir. VIÐ FÓRUM frá ísafirði hinn 27. júní kl. 5 síðdegis á hafnsögubátnum, sem er mjög ganggóður, þótt lítill sé. Vorum við tveir saman á ferðalaginu, ég og Þórleifur Bjarnason, höfundur Hornstrendingabókar, og hinn þriðji Kristján Kristjánsson varahafnsögumaður, kunnur skip- stjóri og vélamaður á ísafirði. Sólskin var og veður hið bezta. Gekk ferðin ágætlega. Fjöllin norðan Djúps fjar- lægðust óðum, en fyrir stafni blöstu við snæviþaktar hlíð- ar Jökulfjarða. Ferðinni var heitið inn í botn Veiðileysu- fjarðar. Er hann mjög langur með háum fjöllum á báðar hendur, og er þar skipalægi hið bezta. Utarlega í firðinum er Marðareyri. Þar var stórbú fram yfir síðustu aldamót. Þar bjó áður Benjamín, faðir Ólafs stórkaupmanns og þeirra systkina, og síðar ekkja Benja- míns, en hann drukknaði rétt undan eyraroddanum í augsýn heimafólks. Við skoðuðum bæjarrústirnar á Marð- areyri og eru þær vaxnar grasi. ^ Fré Hornströndum Tveir aðrir bæir voru áður í Veiðileysufirði og hval- veiðastöð að auki, en nú er þar allt í eyði. Sólin skein Dg snæviþakin fjöllin spegluðust í lygnum firðinum. Allt i'ar rótt, og það var undarleg- tilfinning, sem greip huga okkar, þegar við sigldum inn eftir þessum fagra eyðifirði, sem áður var fullur af lífi, en nú var vafinn í hátíðlegri kyrrð. • < Um kl. 9I/2 um kvöldið vorum við komnir á land fyrir botni fjarðarins. Fengum við okkur hressingu áður en við lögðum af stað og kvöddum Kristján með mestu virktum. Stór snjóskafl var í fjörunni og náði hann niður að sjó. Stigurn við nú á skíði okkar og héldum af stað. Þegar við höfðum gengið röskan fjórðung stundar var skíðafærið búið í bili. Hlíðin var auð á stórum köflum og milli skaflanna teygði angandi vor’gróðurinn sig í sólar- átt. Þarna voru nokkrar kindur á beit, sem komnar voru í gróandann úr næsta firði. Þessi hluti hlíðarinnar mun heita „Þrætupartur", enda var hann eins og aldingarður innan urn snjóskaflana og jökulurðina. Eftir hálfa stund stigum við aftur á skíðin. Snjórinn var glerharður, þó enn sæi til sólar, en undir snjóbreiðunni heyrðist glað- lega hjalandi lækjarniður. HÉLDUM VIÐ nú sem leið lá ujip í Hafnarskarð, sem er um 600 m. á hæð. Skarðið er þröngt og snar- bratt, en klettaveggir á báðar hliðar við það. Þar er Höfn í Hornvík. Kálfatindur & Hornbfargi ber hæst i boksýn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.