Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 22
22
röska tveggja klúkkustunda ferð komum við heim að
Hornbænum og var ferðin á enda þann daginn.
MORGUNINN eftir, þann 29. júní, ferjuðu vinir okk-
ar, sem á Bjargið fóru daginn áður, okkur yfir Horn-
víkina til Rekavíkur. Blasti hið kuldalega Hælavíkur-
bjarg þar vel við sjónum. Drukkum við kaffi í Rekavík hjá
Stefáni bónda, en héldum síðan um Atlaskarð áleiðis
til Hlöðuvíkur. Eftir hálfan tíma vormn við komnir
upp í snjóbreiðuna og stigum á skíðin. Veður var hið
bezta, skýjafar og glaða sólskin á milli. Af Atlaskarði var
ágætt útsýni. Sést þar yfir Hornvíkina á aðra hönd, en
Hælavík og á haf út á hina. Þegar sólar naut, markaði
fyrir skíðunum í snjónum, en þegar dró fyrir sólu, var
snjórinn samstundis harður sem gler.
Norðan Hlöðuvíkur stendur fjall eitt, er Skálakambur
heitir. Liggur leiðin þar niður, og er víða svo bxött, að
skíðin, sem við bárum á öxlúnum, vildu rekast í fjallið.
Bærinn að Búðum er í Hlöðuvík. Var þar tvíbýli, en
fólkið ætlaði að flytja í burtu ftokkrum dögum eftir að
við komum þangað og bæriirn lagðist í eyði. Þarna bjó
Ingibjörg, móðir Þorleifs Bjarnasonar, með sonum sín-
um. Hefur hiin biiið við Björgin alla ævi, en var nú að
yl'irgefa þau. Þorleifur er uppalinn í Hælavík og Hlöðu-
vík og þekkti hvern stein á leið þeirri, sem við fórum
um.
Eftir tveggja tíma dvöl á Búðum, héldum við áfram
förinni. Flutti Bergmundux', bróðir Þorleifs, okkur á bát
yfir í Kjaransvik. Þar var eitt sinn byggð, sem nú er í
eyði. Gengum við nú um hálftíma fram dalinn og kom-
um þá á snjóbreiðuna og stigum á skíði okkar skammt
frá Grásteini. Fórum við síðan um Kjaransvíkux'skai'ð til
Hesteyrar. Höfðum við skíðafæri alla leið niður á Höllin
fyrir ofan Hesteyri og var færi hið bezta. Komum við
að Hesteyri kl. 10 um kvöldið, eftir 12 tíma ferð frá
Horni. Frá Hesteyri fórum við síðan með mótorbát til
ísafjarðar daginn eftir. Lengstan hluta leiðarinnai’, dag-
ana 27. og 29. júní, fórum við á skíðum. Þarna norður-
% W & ^ ® $ Jólablað AlþýðublaSsins
frá er venjulega snjóþungt, en að þessu sinni var snjór-
inn alveg óvenjulega mikill.
VEGIR ei'u engir á Hornströndum, nema lítill vegai'-
spotti á leiðinni frá Hesteyri til Látra. Allir stærri þunga-
vöruflutningar verða að fara fram á sjó, urn erfiðustu
sjóleiðina, sem til er við strendur landsins yfir vetrar-
tírnann. Þarna er mjög langt á milli bæja og landleið
víða mjög örðug, og mun mörgum hafa veitzt þung
ganga með bagga á baki í ófærð og vegleysum að vetrar-
lagi, því að aldrei verður komizt hjá einhverjum að-
dráttum á þann hátt í strjálbýlinu.
Fólkið á Hornströndum lifir á fiskveiðum, eggjatöku
og fuglaveiði úr björgunum og nokkurri sauðfjárrækt.
Gestrisni er þarixa mjög mikil og með þeim hætti, sem
gestinum er viðkunnanlegastur. Fólkið er frjálslegt og
kurteist og framkoma þess í alla staði hiir viðfelldnasta.
Skaplyndi þess er mótað a£ umhverfi og erfiðri lífsbai'-
áttu, þó að ekki gæti þess í umgengni við ókunnuga.
Um þennan landshluta, og fólkið, sem þarna býr, má
með sanni segja, að rétt væri og skylt að sýna því meiri
athygli og ræktarsemi, en til þessa hefur átt sér stað.
Skal ég eigi fjölyrða tun þetta, en ræð þeim, sem vilja
kynna sér líf Hornstiendinga og Hoinstrandir nánar, að
lesa hina ágætu Hoxnstrendingabók Þói’leifs Bjarnason-
ar, sem er, að öðrum bókum ólöstuðum, að mínum dómi
einhver skemmtilegasta og bezt ritaða bók, sem komið
hefur út á þessU ári. -
1
KVIKMYNDALEIKARAR.
Á myndinni sést hinn kunni kvikmyndaleikari, James Cagney, freg-
ar hann kom til New York frá Hollywood. Systir hans, sem er
kvikmyndaleikkona og sést á myndinni með honum, varð fyrst til að
taka á móti honum við komuna til New York borgar, en hún starfar
þar. Cagney tók sér þessa ferð á hendur til að sitja ráðstefnu leikara,
sem starfa að f>ví að skemnita hermönnum,