Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 31

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 31
Jólablað AlþýðubláSsins Jf ^ ^ W f % W f ^ W W 1g ^ W & ý W $* f 31 „Ia ora na“, sem mér var sagt að þýddi „velkóm- inn“. Mér fannst þetta einhvern veginn hæfa svo vel, þegar ég leit yfir mannfjöldann, sem hafði safn- azt saman á bryggjunni, því að vingjarnleg, falleg, ljósbrún . andlit blöstu við manni, hvert sem litið var. Og þessi fyrstu kynni mín af Tahiti og íbúum hennar reyndust sönn. Glaðlegt viðmót og vinaleg framkoma var það, sem mér fannst sérkenna Tahiti- búa. Andlitsfallið er reglulegt, með mjúkum drátt- um, litarhátturinn ljósbrúnn, svipað því, sem maður getur orðið hér í góðri sól uppi á fjöllum. Vöxturinn er yfirleitt fagur, konur beinvaxnar og frjálsmann- legar og karlmenn vöðvamiklir og hvatlegir, enda sundmenn ágætir. Hárið er svart. Tahitibúar hafa fram til síðustu ára lifað sama óbrotna lífinu og frumstæða og forfeður þeirra mann fram af manni allt frá ómunatíð, verið fyrirhyggju- laus börn náttúrunnar, ósnortin af menningu hvíta mannsins. En nú hefir nýi tíminn haldið innreið sína þar líka. í Papeete, sem er borg á stærð við Akureyri, hafa verið lagðar götúr, bílar teknir í notkun, byggð loftskeytastöð, verzlanir risið upp og fleiri þess háttar merki Evrópumenningar. Reglu- bundnar skipaferðir þangað annaðist franskt félag, þó ekki nema eitthvað 3—4 sinnum á ári. En menningin hefir ekki bara haft kosti í för með sér á Tahiti. Eins og annars staðar á Suðurhafseyj- um koma einnig annmarkar hennar í ljós. Tahiti- búum fækkar ár frá ári og innfæddir menn eru þar ekki nema um 5000 talsins. Talið er, að hvítir menn hafi flutt með sér ýmsa skæða sjúkdóma, sem hinir innfæddu kunnu ekki að varast og urðu þeim að fjörtjóni. Til dæmis er holdsveiki og kynsjúkdómar taldir algengir meðal innfæddra manna á Tahiti og hvítum mönnum kennt um. í búðunum í Papeete má kaupa ódýrt ýmsa minja- gripi um eyjuna, svo. sem strápils þau, er stúlkur klæðast við Hula-Hula dansinn fræga, spjót og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.