Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 36

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 36
36 Jólablað AlþýSubÍaSsíns H.f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS sendir viðskiptamönnum sínum um land allt JÓLAÓSKIR konar danslög. Stúlkurnar voru nú ekki lengur í strá- pilsum eða lendaslæðum, heldur voru þær flestar í skósíðum, víðum buxum úr rauðu eða bláu efni'með hvítum deplum, enda eru sterkir litir vinsælir meðal þeirra og raunar fleiri frumstæðra þjóða. Það var gaman að líta þarna yfir hópinn. Það var dansað af miklu fjöri og virtust sjómennirnir una sér vel er þeir liðu þarna áfram í dansinum við Tahitistúlk- urnar. Svo var nokkurt hlé á dansinum og iskalt öl borið fyrir okkur, því að ágætt, létt'öl, hitabeltisöl svo- kallað, er bruggað á Tahiti. Þá heyrðist allt í einu hrópað sterkum rómi: Hula-Hula! og komst þá allt á ringulreið. Köllin mögnuðust og farþegar og skips- höfn sameinuðust í að hrópa þetta fullum hálsi. Stúlk- urnar hlógu og flissuðu og hristu höfuðið, en menn linntu ekki látum og hróp og köll kváðu við um allan salinn. Loks hurfu nokkrar stúlkur út úr salnum, en komu að vörmu spori aftur, iklæddar strápilsi einu saman, með blómsveig um hálsinn og berfættar. Menn risu upp úr sætum sínum til að geta séð sem bezt, því að nú átti að hefjast Suðurhafsdansinn frægi, Hula- Hula. Hljómsveitin tók að leika tryllt, æsandi staceato lag og.nú hófst furðulegasti dans, sem ég hefi nokk- urntíma séð. Það var eins og dansmeyjarnar væru ein liðamót. Neðri partur líkamans frá mjöðmum og niður úr hreyfðist i sífellu eftir hljómfallinu fram og aftur og til beggja hliða, meðan efri parturinn var grafkyrr, nema hvað þær bærðu til hendurnar. Og um leið hlógu þær og skríktu og höfðu alls konar grettur í frammi. En skyndilega, í miðjum kliðum, að því er okkur fannst, þagnaði hljómsveitin og dansmeyjarnar skut- ust út. En þær urðu samt að endurtaka dansinn oft og mörgum sinnum áður en menn væru ánægðir, enda voru stúlkurnar ótrúlega liprar og mjúkar í hreyfingum. Ekki fannst mér dansinn fallegur, en hann var þó nýstárleg sjón, og þóttist ég öllu fróð- ari á eftir. — Svo var .stiginn dans fram á rauða morgun. í dögun átti skipið að fara. Og þegar fyrstu geisl- ar morgunsólarinnar ljómuðu í austri, leið skipið frá bryggjunni. Allt dansfólkið var þar samankomið til að kveðja okkur. Það stóð í hnapp og veifaði í kveðjuskyni blómsveigum sínum. Og er bryggjan hvarf sýnum, bar hægur andvari angurblíða tóna Tahiti-söngsins að eyrum okkar. Tahíti, eyjan fagra í Suðurhöfum og íbúar hennar, þessi glaðværu- börn móður náttúru, voru horfin sýnum, líklega í hinzta sinn. En endurminninguna um sælustað á þessari jörð á ég enn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.