Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 37

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 37
Jólablað Alþýðublaðsins W % ^ W £ W S W W S ^ W t! ^ ^ & <9 W f ^ W ® <T 37 ÍSAK ÓG REBEKKA bjuggu í Beerseba í Kanaanslandi Þau áttu tvo syni, Esaú og fakob. Esaú var veiðimaður. Hann reikaði um skóga og heiðar og var oft burtu dögum og vikum saman. En jakob var heimakær. Jakob var fríður sýnum, grannvaxinn, fimur og frár á læti. Hann var bjartur á hörund, og hrokkinlokkar hans féllu á herðar niður. Elann var maður gæfur og hagsýnn. Hann var því yndi móður sinnar. Oft sátu þau saman við eldinn, er móðir hans fékkst við matseldina. Jakob rétti henni þá iðulegá hjálpar- hönd með því að hræra í pottinum. Þannig sátu þau og ræddu sín í millum um það, er til tíðinda bar tneðal granna þeirra og góðvina og undruðust fjarvistir Esatt. Því var eigi að neita, að þeirn bjó nokkur uggur í brjósti. Rebekku var um það kunnugt, að Esaú var á hnotskóg eftir stúlku og átti i þrálátum erjuin við bræður hennar. Jakob kunni og skil á þessu. En Jakob unni Esaú rnest vegna velþóknunar sinnar á steiktum akurhænum Einhverju sinni var Esaú óvenjulega lengi að heiman. Allar vonir um góðan feng höfðu brugðizt honum. Marga daga hafði hann veitt b.irni eftirför og eytt öllum örvum sínum til ónýtis. Á heimleiðinni varð hann svo að leggja sér ber og rætur tii munns. Þegar Jakob sá bróður sinn koma heim, þurrkaði liann sér um munninn og 'hugðist fela pottinn, því að hann þóttist vita, að Esaú myndi vera harla matlystugur. En Esaú kom auga á pottinn eigi að síður og bað Jakob að gefa sér málsverð með sér. — Þetta er minn matur, mælti Jakob. — Hann fékk sér sæti og studdi liöndunum á potthlemminn. — Þú getur etið hjá sjálfum þér. — Einhverja bráð muntu hafa lagt að velli. — Nei, svaraði Esaú. — Ég hef ekki mat bragðað í fjögur dægur. Gefðu mér að borða með þér. Það væri drengilega gert af þér. Ég skal launa þér það með vænni akurhænu, þegar ég hef smíðað mér nýjar örvar. Gefðu mér mat, Jakob og ég skal verða við hverri ósk þinni. RÆÐURNIR ! Jakob sá, að Esaú var liungraður og örmagna og hugð- ist því verða við tilmælum hans. Honum varð því um það hugsað, hvers hann ætti af honum að krefjast. Aleiga Esaú var bogi, spjót og tveir veiðihundar. Klæði hans voru gerð úr feldum veiðidýra, en Jakob bar skrautklæði og djásn úr gulli og silfri, sem móðir hans hafði gefið lionum eða Esaú látið honum í té í skiptum fyrir máls- verði. Jakob lék gjarna hugur á að hagnýta sér þetta kostaboð bróður síns sem bezt, en var hins vegar í vanda með, hvers hann ætti að óska sér til handa. Þá minntist hann þess, að þegar faðir þeirra félli frá, hlotnuðust Esaú öll völd og forráð heimilisins, þar eð hann var hinn eldri þeirra bræðra. Móðir þeirra hafði oft rætt mál þetta við Jakob og látið í ljós kvíða sinn, er faðir Jreirra dæi og þau yrðu að lúta í hvívetna boði og banni Esaú, er var maður fastlyndur og óvæginn. Um þetta varð Jakob hugsað. Hann tók hlemminn af pottinhm, seildist með þumalfingurinn niður í liann og sleikti hann því næst. Svo mælti hann: — Seldu mér lru mburðarrétt jrin n. Esaú liafði aldrei til hugar komið, að hann gæti selt frumburðarrétt sinn. Hann blés úr' nös. - Blessaður hirtu hann, varð honum að orði. — En þú verður að vinna eið að því, að frumburðar- rétturinn sé minn, mælti Jakob. — Við hvað á ég að sverja? — Þú skalt sverja við guð Abrahams og reiði ísaks. — Komdu þá með hann, mælti hann. Hann hafði gerzt hugsi, en hugðist þó dylja ugg sinn. — Nei, þú verður að sækja hann sjálfur, mælti Jakob. Hann lét aldrei til leiðast að gera nokkuð það, er rangt var. Esaú fór þá inn í tjaldið, tók Jehóva út úr örkinni og sór við hann. Og hann seldi frumburðarrétt sinn fyrir baunarétt, sem hann át af góðri lyst. * # ÍSAK gerðist aldurhniginn og saddur lífdaga. Hann varð blindur og nær því heyrnarlaus. Dag nokkurn kvaddi hann Esaú á fund sinn og mælti til hans á Jressa lund: — Ég er gamall orðinn og á skammt ólifað- Tak boga þinn og örvar og færðu Jehóva fórn, svo að ég geti veitt þér blessun hans. En láttu þessa í engu getið við móður þína. Þegar Esaú var á braut, rnælti Rebekka við Jakob: — Hafðu hraðan á og sæktu lamb, svo að við getum búið Jehóva fórn. Hann gerir engan mun á lambi og villi-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.