Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 39

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 39
Jólablað Alþýðublaðsins himni og feiti jarðar og gnægð korns og víns! — og vildi láta þar við sitja. — Þetta er ekki öll blessunin! mælti þá Rebekka. Þá rnælti ísak: — Þjóðir skulu þjóna þér og lýðir lúta þér. Þú skalt vera herra bræðra þinna. Bölvaður sé hver sá, sem bölvar þér, en blessaður sé hver sá, sem blessar þig! r En þegar Jakob og Rebekka voru nýfarin út úr tjald- inu, kom Esaú heim úr veiðiför sinni. Hann tilreiddi Ijúffengan rétt og gekk fyrir föður sinn. — Hver ert þú? spurði ísak. — Esaú sonur þinn! svaraði hann. Þá tók ísak að titra og vissi ekki, livað segja skyldi. — Faðir rninn, vilt þú ekki neyta réttar þess, er ég lief tilreitt þér? rnælti Esaú. — Jakob bróðir þinn hefur þegar borið mér fórnar- rétt og fengið blessun rnína. Er Esaú lieyrði orð þessi, varð ásjóna hans í fyrstu föl sem lín, þá rauð sem dreyri og loks myrk sem mold. ísak heyrði eigi til hans og hugði, að hann væri á braut. Hann hrópaði upp yfir sig sleginn felmtri: — Esaú, sonur minn! Farðu ekki frá mér! Ég er gamall maður og blindur. Fastna þú þér ekki unga konu á efri árum þínum! Hún mun blekkja þig og drottna yfir þér og börnum þínum. En þegar Esaú svaraði eigi orðuin hans, hrópaði hann: — Esaú, sonur minn, korndu hingað, svo að ég geti blessað þig einnig. Esaú mælti þá: — Hefir þú tvær blessanir! En þegar hann sá felmtur og sorg föður síns, gekk hann til hans, og þeir féllust í faðma og grétu báðir. Svo mælti ísak: — Fjarri jarðarinnar feiti skal bústaður þinn vera og' án daggar af himni ofan. En af sverði þínu muntu lifa, og bróður þíniun muntu þjóna. En svo mun fara, er þú neytir allrar orku þinnar, að þú munt brjóta sundur ok hans af hálsi þínum! # * # JAKOB varð nú húsbóndi á heimili ísaks, og Esaú varð að þjóna honum. Hann gerði það vegna föður síns, því að hann vildi eigi hverfa brott og skilja föður sinn einan eftir hjá Rebekku og Jakob. ísak lifði enn nokkra hríð, en dag nokkurn, er hann tók sótt, rnælti Rebekka við Jakob: — Tak þig upp og flý til bróður míns Labans í Charan! Því að sáma dag og faðir þinn deyr, mun Esaú ekki þjóna þér lengur. Far þú því brott og dvel hjá Laban nokkra hríð, unz bróðir þinn hefur gleymt því, sem þú hefur gert á hluta hans. Þá mun ég gera boð eftir þér og láta sækja þig. Jakob gekk daglangt og var létt í skapi. — Öðru hverju settist hann niður og neytti af nesti sínu. Að því búnu hélt hann svo för sinni áfram. En Esaú var engan veginn eins hættulegur og vænta hefði mátt. Hann hafði aldrei langrækinn verið. 1 æsku sinni hafði hann verið gjarn til sátía og fús að gleyma wnWH^ 39 GLEÐILEG JÓL! Kaffibætisverksmiðjan Freyja <<>0<x£><><><><><><><^e><><£><><£><><><><^^ GLEÐILEG JÓL! H.f. Ofnasmiðjan ;<^£>0<><><><><><><x><><><><x><><><><^^ GLEÐILEG JÓL! Lífstykkjabúðin h.f., > Hafnarstræti 11 ;<000<><><>0<><><><><><>0<><><><^^ GLEÐILEG JÓL! ALFA h.f. Hamarshúsinu I GLEÐILEG JÓL! Búðir Halla Þórarins | r><<<^</<A><<x£><><^<><><><<xí><><x>><<><><K^<><<^£><><><><><>< • GLEÐILEG JÓL! Verzlunin Framtíðin Guðm. Þ. Magnússon, Hafnarfirði 0000<><>0<><><x^<><><><><X>O<X><<><<><^^ ! * GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! Verzlunin Drangey, Laugavegi 58 (&<><><^<><x><><><><><><><><><>0<><><>e><><^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.