Alþýðublaðið - 24.12.1943, Síða 43

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Síða 43
Jólablað Alþýðublaðsins ^ ^ W ^ V W % ^ W % *$ W & ^ ^ f V ^ ^ 43 anna og mælti við konur sínar: — Ég þykist sjá fram á það, að Laban beri þungan hug til mín, og ég er haldinn lieimþrá. Allt kemur þetta til af því, að guð hans hefur heyrt bænir mínar og gert mig auðugan. Það er góður guð. Jakob tók sig upp með konur sínar og börn, hjörð sína og eignarmuni og lagði af stað heimleiðis með leynd mikilli næstu nótt. Og Rakel stal guði föður síns, til þess að hann skyldi fylgjast með þeim. # # # ÞEGAR Jakob og fylgdarlið hans nálgaðist Seirland í Edómhéraði, gerði hann sendimenn á fund Esaú, til þess að komast að raun um það, hvort hann bæri enn þungan hug til hans eða eigi. Sendimennirnir áttu að freista þess að milda skap Esaú, ef þeir næðu fundi hans, með því að tjá honum þau tíðindi, að Jakob væri auðug- ur nijög. En sendimennirnir komu aftur til Jakobs og sögðu þau tíðindi, að Esaú héldi til móts við hann með fjögur hundruð manns. Þá skelfdist Jakob, og honum skildist, að hann yrði að færa bróður sínum rausnarlega gjöf. Hann tók til tíunda hluta eigna sinna, sem reyndist vera tuttugu ásauða, einn geithafur, fimmtán geitur, þrír úlfaldar, fjórar mylkar kýr, uxi og tveir asnar. Og hann fól þjónum sínum að reka hjarðirnar á undan sér hverjum um sig og hafa bil á milli þeirra, svo að Esaú gæti séð, að hér væri um rausnarlega gjöf að ræða. — Þegar þið rnætið Esaú, mælti hann, — og hann spyr, hver eigi fé þetta, þá skuluð þið segja: — Þjónn þinn Jakob á það. Það er gjöf, sem hann sendir herra sínum Esaú til þess að hann finni náð fyrir augum hans. Þjónarnir héldu brott að fengnum þessum fyrirmælum. En Jakob hélt kyrru fyrir og beið þess, er verða vildi. Elann var mjög hræddur og kvíðafullur og hugði, að Esaú myndi vega sig, og þess vegna nefndi hann stað þennan Pníel, sem þýðir dalur sorgarinnar. Brátt sá hann mikinn her nálgast í fjarska. Honum cluldist eigi, að Esaú v.ar þar á ferð. Elann lét þá reka féð brott og faldi það í skógi nokkrum þar í grenndinni. Að því búnu lét hann fylgdarlið sitt skipa sér í fylkingu, þannig að þjónarnir stóðu fremstir, þá var Lea og börn hennar og loks Rakel og börn hennar. Sjálfur stóð hann við hlið Rakelar. Þegar Esaú bar að, laut Jakob og fylgdarlið hans til jarðar sjö sinnum. Þá hljóp Esaú til bróður síns og mælti: — Hvað skal allur þessi hópur, sem ég mætti? Jakob svaraði: — Að ég megi finna náð í augum herra míns. — Ég á nóg, mælti þá Esaú. — Eig þú þitt, bróðir minn. — Ber þú enn þungan hug til mín, Esaú? spurði Jakob og brosti. Esaú varð litið á hann. Svo féllust bræðurnir í faðma. — Elsku Jakob! varð honum að orði. Og hann brast í gráþ Helgi Sœmundsson þýiddi. GLEÐILEG JÓL! I.DI VM l:/! 1 \ M III Itl VMI'. StMAlt IIHVIMAVIIÍ * iM GLEÐILEG JÓL! Geir Stefánsson & Co. h.f. <><•<><<<-<><><><><><><><><><><><><><><><'<<><><><<><>^<><><><><<>^<><><>0^ GLEÐILEG JÓL! Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar <<><<<><><><><<><><><><><><*><><><><><><><><><^^ GLEÐILEG JÓL! Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ««,<><><><><><>«>«,<><><><><><><><>««>0«><><><><><><><><><><><X'3 GLEÐILEG JÓL ! H.f. Hampiðjan <<<><><><><><><><><><><><<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><^ GLEÐILEG JÓL! Kápubúðin, Laugavegi 31 Sigurður Guðmundsson :<>o<><x><><><><><><><><><><><><><><><><>^^ GLEÐILEG JÓL ! Verzlunin Sandgerði 0«X>««>«>««,«,<>«><><,«>«><><><>«>«-<

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.