Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 53

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 53
Jólablað Alþýðublaðsins Leo Tolstoy Asarkadon konungur í Assýríu Konungurinn í Assýríu, Asarkadon, hafði tekið Asarkadon gerði eins og öldungurinn lagði fyrir. herskildi ríki Assurs konungs, brennt borgirnar til kaldra kola eða lagt þær í rústir á annan hátt, hneppt íbúana í ánauð, drepið' hermenn konungs og lokað Assur konung sjálfan inni í búri. Nótt eina lá Asarkadon konungur í hvílu sinni og var að velta því fyrir sér, á hvern hátt hann ætti að lífláta fanga sinn. Heyrði hann þá allt í einu fóta- tak í svefnhúsi sínu, og þegar hann leit upp, sá hann gráhærðan öldung með sítt skegg og blíðleg augu. ,,Þú ætlar að lífláta Assur konung?“ spurði öld- ungurinn. ,,Já,“ svaraði konungurinn. ,,Eg hefi bara ekki enn þá komið mér niður á með hvaða móti“. ,,En þú ert sjálfur Assur konungur", sagði öldungurinn. ,,Það er ekki satt“, svaraði konungurinn. ,,Eg er ég, og Assur — er Assur“. ,,Þú og Assur — þið eruð sami maðurinn", svar- aði öldungurinn. ,,Þér finnst aðeins, að þú sért ekki Assur — og Assur ekki þú“.' „Finnst mér? Hvernig þá?“ spurði konungurinn. ,,Eg ligg hér á mjúkum beði. Þrælar og ambáttir stjana við mig hópum saman, og á morgun drekk ég og gleðst með vinum mínum eins og í dag. En Ass- ur hímir eins og fugl í búri, og á morgun bíður hann dauða síns a steglunum og lík hans verður hundum að bráð“. „Þú getur ekki tortímt lífi hans“, sagði öldung- urinn. ,,En þessi fjögur þúsund hermenn, sem ég lét drepa og nú rotna í moldinni?" andmælti konung- urinn. „Eg lifi, en þeir eru dauðir. Eg sé ekki bet- ur en það sé á mínu færi að tortíma lífi manna“. „Hvernig veiztu, að þeir eru dauðir?“ „Af því að ég sé þá ekki. En um fram allt — þeir hafa þolað píslir, en ekki ég“. „Þér finnst það aðeins. Þú hefur kvalið sjálfan þig, en ekki þá“. „Það skil ég ekki“, sagði konungurinn. „Vilt þú skilja það?“ „Já“. „Komdu þá hingað“, skipaði öldungurinn og benti á þró, fulla af vatni. Konungurinn stóð upp og gekk að þrónni. „Afklæddu þig og farðu út í vatnið!“ „TaktU nú eftir því, sem ég segi: Um leið og eg tek að stökkva vatni á höfuð þér úr þessari mund- laug, skaltu dýfa þér niður í vatnið!“ Öldungurinn fyllti af vatni mundlaug, sem hann brá undan klæðum sínum, og tók að stökkva því á höfuð konunginum. En konungurinn dýfði sér niður í vatnið, eins og öldungurinn bauð. Um leið og Asarkadon var kominn i kaf, fannst honum, að hann væri ekki lengur As- arkadon, heldur einhver allt annar. Og hann var ekki í vatnsþrónni, heldur lá hann í ágætri hvílu hjá yndislegri konu. Hann hafði' aldrei séð þessa konu áður, en samt vissi hann, að það var konan hans. Og- hún reis á fætur og sagði: „Góði Assur minn! Þú varst örmagna eftir umstangið i gær og hefir því sofið lengur en venjulega. En ég hefi látið þig sofa og 'ekki viljað vekja þig. En nú er mál, að þú farir á fætur, því að höfðingjarnir bíða eftir þér i ráðinu. Þú ættir að klæða þig og fara á fund þeirra“. Og Asarkadon, sem skilur af þessum orðum, að hann er Assur, rís á fætur, undrast ekki þessa nýju vitneskju, — hann furðar sig aðeins á því, að hann skuli ekki hafa vitað þetta fyrr, — hann rís á fætur, klæðist og fer inn í ráðið, þar sem höfðingjarnir bíða hans. Og höfðingjarnir heilsa honum — Assur, konungi sínum — og hneigja sig virðulega. Aldursforseti þejrra hefur máls á því, að ögranir Asarkadon kon- ungs verði með engu móti þolaðar lengur og þeim verði að svara með því að fara með her á hendur honum og ríki hans. Assur vill samt ekki fallast á það, og hann fyrirskipar, að sendir verði menn á fund Asarkadon konungs til þess að útkljá deiluna á friðsamlegan hátt. Han'n kýs til þess dyggustu menn sína og brýnir fyrir þeim, hvað þeir eigi að segja. Eftir að þessu hafði verið komið í kring, ríður Asarkadon, sem finnst hann vera Assur, á véiðar upp til fjalla, og á kvöldin situr hann að drykkju í hópi vina sinnar og horfir á dans ambáttanna. Dagar líða .... vikur. Á daginn sinnir konungur- inn stjórnarstörfum eða ríður á veiðar. Á kvöldin skemmtir hann sér við dans og hljóðfæraslátt.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.