Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 3
 M0RGUNBLAÐIÐ,FIMMTUDAGUR21. MARZ 1974 Verður listaverk Asmund- ar reist í Laugardalnum? Á fundi borgarráSs í fyrrakvöld var tagt fram bréf framkvæmdastjóra þjóðhátíðarnefndar 1974 um staðar val fyrir listaverkið „Undir friðar- og landnámssól" eftir Ásmund Sveins- son. Listamaðurinn hefur sjálfur ósk- að eftir því að skúlptúrinn verði reistur í Laugardal, en fslenzka ál- félagið hefur boðizt til að kosta stækkun verksins um helming eða þannig að það verði alls um 5 metrar á hæð. Borgarráð hefur nú vísað málínu til umsagnar garðyrkjustjóra. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jndriði G. Þorsteinsson, fram- kvasmdastjóri þjóðhátíðarnefndar, að hinn 6. marz sl. hefði formanni nefndarinnar, Matthíasi Johannessen, borizt bréf frá Ragnari Halldórssyni, forstjóra íslenzka álfélagsins, þar sem hann óskaði eftir þvt í framhaldi af fyrri viðræðum, að þjóðhátíðarnefnd færi þess á leit við borgina að listaverkinu yrði valinn staður Þá lá fyrir ósk lista- mannsins, Ásmundar Sveinssonar, um að verkinu yrði komið upp i Laugardal. Áður hefur komið fram, að Islenzka álfélagið býðst til að kosta stækkun á listaverkinu i áli og hefur athugun leitt i Ijós, að unnt mun vera að stækka hana þannig um helming. Verður lista- verkið þá alls um 5 metrar að hæð auk undirstöðu. Indriði sagði, að formaður þjóð- hátíðarnefndar hefði falið honum að fjalla um málið við borgaryfirvöld. Hafi hann hinn 11. marz sl. ritað borgar- stjóra bréf, þar sem skýrt var frá bréfi Ragnars Halldórssonar og óskum As- mundar Sveinssonar um að listaverk- inu yrði valinn staður í Laugardal. I bréfínu var þeim tilmælum beint til borgarstjóra að hlutast til um að reisa listaverkið i Laugardal eða gefa ábend- ingar um aðra staði i landnámi Ingólfs, sem til greina gætu komið. Þetta mál var síðan tekið fyrir á 64. fundi þjóð- hátíðarnefndar hinn 15. marz sl. og var þar gerð eftirfarandi samþykkt, sem borin var fram af formanni nefndarinnar: „Nefndarmenn samþykkja fyrir sitt leyti, að listaverkið „Undir friðar- og landnámssól" eftir Ásmund Sveinsson verði reist i Laugardalnum að fengnu samþykki borgarinnar eða á öðrum þeim stað sem listamaðurinn óskar eftir og samkomulag verður um." Siglufjörður Sjálfstæðisfélögin í Siglufirði efna til sameiginlegs fundar sunnudaginn 24. marz kl. 5 30 slðdegis i Sjálfstæðis- húsinu. Dagskrá: 1. Knútur Jónsson talar um endur- virkjun í Fljótaá. 2. Þormóður Runólfsson talar um hitaveitu i Siglufjarðarkaupstað Fundurinn er opinn öllu stuðnings- fólki Sjálfstæðisflokksins. Stjórnandinn Karsten Andersen og sellóleikarinn Depkat á æfingu hjáSinfónfuhljómsveitinni I gærmorgun. Sellókonsert Schumanns á sinfóníutónleikunum 12. REGLULEGU tónleikarnir á þessu starfsári verða haldnir f Háskólabíói í kvöld kl. 20.30, og verða flutt eftirtalin verk: Sinfónía nr. 3 (Eroica) eftir Beet- hoven, Sellókonsert í a-moll eftir Schumann og Benvenuto Cellini forleikur eftir Berlioz. Stjórn- andi er KARSTEN ANDERSEN og einleikari GISELA DEPKAT, en hún tekur þetta hlutverk að sér i stað okkar ágæta sellóleik- ara Gunnars Kvaran, sem gat ekki komið vegna veikinda. GISELA DEPKAT er þýzk að uppruna en hefur gerzt kanadisk- ur ríkisborgari. Hún hefur unnið til ótal alþjóðlegra verðlauna, þar á meðal i Casals-ke.ppninni i Buda pest, og komið fram sem einleik- ari með ýmsum þekktustu hljóm- sveitum i Bandarikjunum, Kanada og Evrópu og auk þess haldið sjálfstæða tónleika bæði vestan hafs og austan. Gisela Dep- kat hefur starfað sem fyrsti selló- leikari Sinfóníuhljómsveitarinn- ar á þessu starfsári, og er það mikill fengur fyrirhljómsveitina. ÖNNUR SENDING KOMIN PP LITIÐ EITT" / A NYRR112 LAQA HLJÓMPLÖTU. GERÐRIAF SÉRSTAKRI VANDVIRKNI FRÁBÆRRA TÆKNIMANNA HLJÓMPLATA FYRIR ALLA ÁÁ HLJÓMPLÖTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.