Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Dr. Róbert A. Ottós- — Minningarorð son Hér missti Island mikið. Kirkj- an mest. Svo mikils er að sakna, að orð um það eru fánýti. Og öll þakkarorð fátækleg. Dr. Róbert kvaddi óvænt, stadd- ur á erlendri grund. Hann hafði og heilsað þessu landi forðum vegna voveiflegra atvika. I milli er ævisaga, skemmri en skyldi, sem verður ekki máð úr lífs- reynslu þeirrar þjóðar, sem varð hans. Sú saga er meira þakkar- efni en svo, að harmurinn sé þyngri á metum, þótt ærinn sé. Hann unni því landi, sem hafði fóstrað hann og forfeður hans um aldir. Hann bar þess merki, að hann hafði ungur mótazt í Um- hverfi hárrar menningar. Hingað barst hann rúmlega tvftugur. Hann var borinn með þeim yfir- burðum og hafði þá þegar, þótt ungur væri, þá menntun til að bera, að hann hafði getað valið um úrkosti hvarvetna þar í heimi, sem bezt eru skilyrði til þess að njóta sín og neyta snillings gáfna. Hér hlaut svigrúm hans að verða miklum mun þrengra en hann hafði efni til. En hitt er og víst, að Island veitti honum margt, sem hann mat til jafns við tækifæri meiri landa. Og eitt gaf það hon- um, sem engu öðru varð til jafn- að, þá könu, sem hann unni og mat yfir allt annað fram. Island varð hans land á furðu skömmum tíma og hann þess son- ur, skilborinn í djúpri merkingu. Svo skjótlega náði hann fullu valdi á íslenzkri tungu, að með ólíkindum var. Fáa veit ég hafa haft meiri ræktarkennd til tung- unnar en hann né dýpri tilfinn- ingu fyrir eðlislögum hennar. Og engan vissi ég eindregnari í því að vanda sig i meðferð ma'lsins í ræðu sem rití. Og á suma þætti íslenzkrar menningar varð hann gagnfróðari og gjörhugulli en aðr- ir menn íslenzkir fyrr og síðar. Islenzkur söngarfur helgur hefur ekki i annan tima eignazt þann elskhuga, er tæki honum fram, t Móðir okkar MARGRÉT JÓNSDÓTTIR fyrrum húc^reyj* * Galtalæk I Landsvert, lézt þriðjudaginn 19. marz að heimili sinu Viðimei 21. Ragnheiður Finnbogadóttir, Svanlaug Finnbogadóttir. t Faðir okkar, BJARNI SVERRISSON, Bjargarstíg 6, andaðist að morgni 20. marz. Börnin. t Móðir okkar, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR andaðistað Hrafnistu 20. marz. ísleifur Arason, Guðm. Arason. t Útför eiginmanns míns, ALEXANDERS KÁRASONAR húsasmiðs, Bugðulæk 13, verður gerð frá kapellunni I Fossvogi föstudaginn 22. marz kl. 1 3.30. Þeim. sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Ingveldur Jónatansdóttir. t Minningarathöfn um ÓLÖFU ÓLAFSDÓTTUR frá Setbergi, sem andaðist á Vifilsstöðum 15. marz, fer fram I Fossvogskirkju föstudaginn 22. marz, kl. 3. e.h. Ásmundur Sigurðsson. t Eiginmaður minn, faðir okkarog tengdafaðir, SVERRIR ÓLAFSSON Hæðargarði 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. marz kl 1 0.30 Soffia Kristjánsdóttir, Björg Sverrisdóttir, Guðmundur Hervinsson, Björn Sverrisson, Sólveig Indriðadóttir. hvorki um þel né þekking. Rit- gerð sú um Þorlákstíðir, sem hann varði til doktorsprófs við Háskóla íslands ber vísinda- legum hæfileikum hans órækt vitni. Á sviði kirkjulegr- ar tónlistarsögu átti hann mikið eftir óunnið. Þar sá hann verkefni í öllum áttum. En tími hans til slíkra starfa var að sjálfsögðu ódrjúgur. I kennslu sina og leiðbeiningarstörf sem söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, skólastjóri Tónskóla kirkjunnar og kenna.'í guðfræðistúdenta lagði hann mikinn tima og orku. Hann gat á engu tekið meðal- mannshendi. Hann snerti ekki við neinu verki án þess að leggja í það alhug sinn meðan unnið var, gildir einu hvort meira kvað að eða minna að almannamati. Þau hin miklu kirkjutónverk, sem hann æfði og stýrði til flutnings árlega með alkunnum yfirburð- um, kröfðust og eigi lítillar at- orku. Það er einmælt, að sem kennari, kórstjóri og hljómsveit- arstjóri hafi hann verið frábær maður. Öllum er hann ógleyman- legur, sem nutu hans að á þeim vettvangi. Þar fór saman tón- næmi, sem teljast má til afbrigða, kunnátta, sem var óbrigðul, per- sónutöfrar, hrifning og verkgleði, sem hófu allt í hærra veldi. Hann hafði rammaukið vald til þess að stýra beztu kröftum til frábærs árangurs. En hann gat ekki sfður unnið afrek þar, sem litlu var til að tjalda. Hann fann leið til þess að laða hið bezta fram og vekja það, sem menn vissu ekki, að þeir ættu til. Hver, sem verið hefur nærri honum, þegar hann lauk upp töfrum tónanna, hefur öðlast mikla reynslu. Og þeir, sem hafa notið hans að í samstarfi, geyma með sér mynd manns, sem þeir telja með mestu gjöfum lífsins að hafa kynnzt. Ég á þess ekki kost að fylgja þessum hjartfólgna vini mínum til grafar. Sú kirkja, sem fékk að njóta kraf ta hans, lýtur minningu hans í hljdðri, djúpri þökk. Og þá gleymist ekki konan, sem stóð honum við hlið. Guðríður. Með henni þáði hann það af íslandi, að honum mundi þykja að fullu gold- ið hér í lífi það, sem honum varð auðið að veita. Deo dicamus et agamus voce, voto, corde toto gratias. Sigurbjörn Einarsson Þegar hugurinn reikar um minningarnar um látinn kennara og vin, staldrar hann víða við. Hann nemur staðar við kennslu- stundir fyrir tveimur áratugum jaf nt og samtöl vina fyrir tveimur vikum — og óteljandi önnur augnablik. Smám saman safnast í heila mynd og bjarta minningarn- ar um dr. Róbert, og þær eru allar á einn veg: hann var órlátur á sjóði hugar sins bæði við kennslu og samræður vina í milli. Þegar umræðan fjallaði um hugleikin snilldarbrögð í meistaraverkum tónlistar, voru honum dæmin til- tæk, hann greip til hljóðfæris eða hóf upp raustina og söng máli sínu til stuðnings. Með innsýn og sannfæringu lauk hann þannig upp ýmsu, sem fáfræðinni var áð- ur hulið og viðmælandi hreifst með, fannst hugur sinn ljóma. Aldrei leitaði ég i erindisleysu til Róberts. Þegar eitthvað vafðist fyrir, greiddi hann úr vafningun- um og benti huganum áfram. Þannig útbjó hann nemanda sín- um veganesti og bætti sífellt við það á öðrum samferðum. Sumt fólk skynjar liti við það að heyra hljóð og tóna. Þannig gáfu hafði dr. Röbert. Jafnframt fágætu tónnæmi greindi hann lit- brigði tóntegundanna. Þar að auki skildi hann ljós og myrk hljómasambönd. Einu sinni bárust í tal „sérkennilega fallegu" hljómasamböndin f hljómsetningu Verdis á orðunum „et lux perpetua" f Introitus Sálu- messunnar. „Þau eru eins og ljós- ið sjálft," sagði dr. Róbert, „þegar ég tók fyrst þátt í söng þessara takta, fannst mér ég skynja eilffa ljósið — og þannig hefur það alltaf verið síðan." Það, sem hversdagslega tæknimálið kallar „tegund þverstæðu", skynjaði dr. Róbert sem bjarma eilífs ljóss. Megi það ljós Iýsa honum að eilífu. Þorkell Sigurbjörnsson Fregnin um hið sviplega fráfall dr. Róberts A. Ottóssonar, söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar, kom sem reiðarslag yfir alla hans mörgu vini og aðdáendur, svo að ekki sé minnzt á fjölskyldu hans. Með honum er fallinn frá einn nýtasti og afkastamesti áhrifa- maður í tónlistarlífi á Islandi nokkra undanfarna áratugi, en um þau störf hans læt ég mér fróðari fjalla. Mig langar með þessum fáu lín- um til að minnast og þakka þau löngu kynni, sem ég hafði af Hró- bjarti, eins og við vinir hans kölluðum hann gjarnan í gamla daga. Þau kynni hófust haustið 1938 er ég kom til náms í Mennta- skóianum á Akureyri. Var ég þann vetur í kosti hjá þeim ágætu systrum, Sesselju og Ingibjörgu Eldjárn, sem ráku mjög umfangs- mikla og vinsæla matsölu þar í bæ. Voru þar meðal gesta þennan vetur ýmsir frábærir menn, sem sumir hverjir urðu síðar þjóð- kunnir, og má þar til nefna dr. Halldór Halldórsson, Þo'rarin heitinn Björnsson skólameistara, Hjört Eldjárn, Berg Sigurbjörns- son og síðast en ekki sízt Róbert Abraham. Má nærri geta, að þarna spunn- ust oft spaklegar og fjörmiklar t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ASTRI FORBERG ELLERUP. Johan Ellerup, börn, barnabörn og tengdabörn. t Þökkum innilega sýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför, LÁRU GUOMUNDSDÓTTUR. F.h. vandamanna. Halldór Guðmundsson. umræður um mannlíf og menn- ingu, en þó ekki sizt um þann mikla hildarleik, sem þá var ný- hafinn. V'ar það einmitt aðdynj- andi þess sterkviðris, sem leiddi til þess, að Róbert Abraham leit- aði skjóls og friðar hér á landi. Ungum pilti var það einstak- lega lærdómsríkt og gott vega- nesti, að njóta kynna og samvista við þetta ágæta fólk í þessu eftir- minnilega húsi, sem með drjúgum sanni mætti kalla Unuhús Akureyrar. Róbert Abraham var einstak- lega vel liðinn i þessum hópi og mat stórlega hlýjar móttökur þar, ekki sízt þeirra Halldórs og Þo'r- arins, sem tóku á móti honum þar nyrðra. En Róbert Abraham miðlaði okkur öllum af frábærum gáfum sinum og menntun og var sem opnaðist gluggi til menningar- og tónlistarlífs meginlandsins er hann sagði frá. Einkum eru mér minnisstæðar margar unaðs- stundir á heimili hans á Akureyri er hann lék fyrir okkur á pianóið ýmsar perlur tónbdkmenntanna og útskýrði snilld meistaranna. Hefi ég æ síðan biíið að þeirri fræðslu og skilningi, sem hann glæddi með mér á gildi og göfgi klassiskrar tónlistar, og svo er tví- mælalaust um ótal fleiri, sem kynntust þessum einstaka manni álífsleiðinni. Ég er einlæglega þakklátur fyrir að hafa notið vináttu hans og leiðsögu, ekki sizt á þroska- árunum, og ég kveð hann nú að leiðarlokum með djiípum söknuði og harmi. Frú Guðríði og syni þeirra hjóna sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Róberts A. Ottóssonar. Högni Torfason Þegar sú harmafregn barst til Islands, að dr. Róbert A. Ottósson hefði látist snögglega er hann var á fyrirlestraferð i Svíþjóð, kom það eins og reiðarslag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu hans og vini, heldur alla þá Islendinga, sem láta sig einhverju varða menn- ingu þessa lands. Satt að segja er ég varla farinn að skilja þetta ennþá. Það er stutt siðan við hjón- in vorum heima hjá Guðríði og Róbert, og lék hann-þá á als oddi, elskulegur, skemmtilegur og fræðandi, eins og hann var alltaf, enda einn sá gáfaðasti og mennt- aðasti maður sem ég hefi kynnst. Ég mun ekki rekja hans merku störf hér á landi i áratugi, það munu me'rfærari menn gera en það er óhætt að segja, að dr. Ró- bert hafi verið fnargra manna maki. Tónvísindamaður, kór- og hljómsveitarstjóri, kennari, fyrir utan hans mikla starf sem söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, o.m.fl. Kunnátta hans og gáfur voru svo einstæðar, og virðing hans fyrir verkefnunum var svo mikil, að hann þoldi engum að kasta til höndum, þess vegna gat það hent, að hann ryki upp i reiði ef honum fannst verkefninu misboðið, en svo var hann fljótur að gera gott úr öllu, þvi hann meinti þetta aldrei persónulega. Aðalatriðið fyrir hann, var að fá eins góðan árangur og frekast var unnt, og má telja það til mikilla afreka, t Konan mín og móðir okkar, GUÐBJÖRG KARADÓTTIR. andaðist að Landakotsspítala 19. marz. Jón Kristófersson og dætur. t Þakka auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför móður minnar, ÖNNU MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÚTTUR. Kalla Nielsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.